Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

171 mannslát kom til kasta lögreglunnar á síðast ári

Sýni­leg aukn­ing er í fjölda mannsláta sem komu inn á borð lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á síð­asta ári mið­að við fyrri ár. Rétt­ar­krufn­ing fór fram í 77 pró­sent til­vika sem er einnig auk­in­ing milli ára.

171 mannslát kom til kasta lögreglunnar á síðast ári
Fleiri andlát til lögreglu Aukning er í fjölda andláta sem koma inn á borð lögreglu. Mynd: Pressphotos

Á síðasta ári komu 171 mannslát til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem er umtalsverð fjölgun frá fyrri árum. Á árabilinu 2017 til 2019 komu að meðaltali 114 mannslátsmál inn á borð lögreglunnar. Talsvert hærra hlutfall krufninga fór fram á síðasta ári en verið hafði. Lögreglan hefur ekki skýringu á því en telur mögulegt að ástandið í þjóðfélaginu, tengt kórónaveirufaraldrinum, hafi þar eitthvað að segja.

77%
Réttarkrufningar árið 2020

Fjölgun mannsláta sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk inn á sitt borð er í takt við það sem gerðist á landinu öllu á síðasta ári. Í síðasta tölublaði Stundarinnar var greint frá því að á landinu öllu hefðu verið skráð 265 óútskýrð dauðsföll á síðasta ári, samanborið við 180 árið 2019. Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur var þar inntur eftir skýringum á þessari miklu fjölgun milli ára. Pétur svaraði því til að hann gerði sér ekki grein fyrir því hvað valdi. „Það er ekki alveg á hreinu. Ég veit ekki nákvæmlega hvar aukningin liggur.“

Fleiri réttarkrufningar á síðasta ári

Á árunum 2017 til 2019 fór réttarkrufning fram í 65 prósentum tilvika af þeim mannslátsmálum sem lögregla hafði afskipti af. Það hlutfall jókst hins vegar verulega árið 2020. Af þeim 171 máli sem komu til kasta lögreglu á síðasta ári var framkvæmd réttarkrufning framkvæmd í 76,7 prósentum tilvika. Er því sýnileg aukning í fjölda mannsláta og í réttarkrufningum einnig.

„Engin ein skýring er á þessari fjölgun krufninga“
Margeir Sveinsson
yfirlögregluþjónn

Í svari Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við fyrirspurn Stundarinnar segir að samkvæmt lögum sé ekki gefið út dánarvottorð nema dánarorsök liggi fyrir. Dánarorsök er ýmist fengin með vottorði læknis þar um eða með krufningu. „Engin ein skýring er á þessari fjölgun krufninga,“ segir í svari Margeirs. „Því til viðbótar má eflaust velta því upp hvort það ástand sem ríkir og hefur ríkt s.l. mánuði/ár að tenging sé þar á milli en tíminn einn getur gefið skýringar á því þegar búið er að ná tökum á ástandinu/Covid,“ segir Margeir einnig.

Í flestum tilvikum finnst dánarorsök við réttarkrufningu en þó ekki í öllum tilvikum. Árið 2019 voru 37 andlát þannig skráð í dánarmeinaskrá með þeim hætti að orsakir dauða væru óþekktar eða ótilgreindar. Rétt er að nefna að ekki er samasemmerki milli þess að orsakir dauða séu óþekkktar og að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Í einhverjum tilvikum séu lík þannig svo illa farin þegar þau finnast, til að mynda hafi fólk orðið úti eða farist á sjó, að ógerningur er að komast að ákveðinni dánarorsök. Sambærilegar tölur liggja ekki fyrir fyrir árið 2020.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dauðans óvissa eykst

Veturinn kom þennan dag
ViðtalDauðans óvissa eykst

Vet­ur­inn kom þenn­an dag

Á hálfu ári missti Guð­laug Guð­munda Ingi­björg Berg­sveins­dótt­ir móð­ur sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlað­ast upp í lífi henn­ar en þrátt fyr­ir það sagði lækn­ir henni, þeg­ar hún loks leit­aði að­stoð­ar, að hún væri ekki að kljást við þung­lyndi því hún hefði svo margt fyr­ir stafni. Nú þeg­ar þrjú ár eru lið­in síð­an áföll­in riðu yf­ir er hún enn með höf­uð­ið fast í hand­bremsu, eins og hún lýs­ir því sjálf.
„Við syrgjum af því að við elskum“
ViðtalDauðans óvissa eykst

„Við syrgj­um af því að við elsk­um“

Ótíma­bær dauðs­föll geta reynst að­stand­end­um erf­ið og ýft upp til­finn­ing­ar á borð við reiði, að sögn sál­fræð­ings sem sér­hæf­ir sig í að­stoð við syrgj­end­ur. Hún legg­ur áherslu á mik­il­vægi sam­skipta og var­ar við „ráða­góða ró­bótn­um“. Ótti við dauð­ann er stund­um fylgi­fisk­ur kvíðarösk­un­ar og Covid-19 far­ald­ur­inn get­ur gert hana erf­ið­ari.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár