Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, Sacky Shangala, lét undirmann sinn í ráðuneytinu taka þátt í því að koma peningum sem hann og viðskiptafélagar hans höfðu fengið greidda frá Samherja í umferð í namibíska hagkerfinu án þess að hann vissi hvaðan peningarnir kæmu. Þetta kemur fram í eiðsvarinni yfirlýsingu frá manninum Philgentius Kahambundu, sem er hluti af dómsskjölunum í máli ákæruvaldsins í Namibíu gegn Sacky Shangala og viðskiptafélögum hans. Peningarnir sem Philgeutius Kahambundu millifærði fyrir Sacky komu frá James Hatuikulipi sem kalla má höfuðpaurinn í viðskiptunum með Samherja og átti hann meðal annars félagið Tundavala Investment sem fékk greiddan til sín meira en hálfan milljarð króna frrá félagi Samherja á Kýpur, Esju Seafood.
Í dómsskjölunum eru ítarlegar og nákvæmar lýsingar á því eftir hvaða leiðum peningarnir sem Samherji greiddi til embættis- og stjórnmálamannanna í skiptum fyrir hestamakrílskvóta, samtals vel á annan …
Athugasemdir