Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Svona þvættuðu Namibíumennirnir peningana frá Samherja

Mynd­in er að skýr­ast í mútu­máli Sam­herja í Namib­íu. Sacky Shangala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, lét und­ir­mann sinn í ráðu­neyt­inu þvætta pen­inga sem hann og við­skipta­fé­lag­ar hans fengu frá Sam­herja. Í grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ar­ans í Namib­íu er upp­taln­ing á þeim fé­lög­um og að­ferð­um sem Namib­íu­menn­irn­ir beittu til að hylja slóð mútu­greiðsln­anna frá Sam­herja.

Svona þvættuðu Namibíumennirnir peningana frá Samherja
Þvættuðu peninga með neti félaga Greinargerð ríkissaksóknarans sýnir hvernig sakborningarnir í Samherjamálinu í Namibíu þvættuðu peningana frá útgerðinni með neti félaga í sinni eigu. Sakborningarnir Pius Mwatelulo, Tamson Hatuikulipi, Ricardo Gustavo, James Hatuikulipi, Sacky Shanghala og Bernhard Esau sjást hér í dómsal.

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, Sacky Shangala, lét undirmann sinn í ráðuneytinu taka þátt í því að koma peningum sem hann og viðskiptafélagar hans höfðu fengið greidda frá Samherja í umferð í namibíska hagkerfinu án þess að hann vissi hvaðan peningarnir kæmu. Þetta kemur fram í eiðsvarinni yfirlýsingu frá manninum Philgentius Kahambundu, sem er hluti af dómsskjölunum í máli ákæruvaldsins í Namibíu gegn Sacky Shangala og viðskiptafélögum hans. Peningarnir sem Philgeutius Kahambundu millifærði fyrir Sacky komu frá James Hatuikulipi sem kalla má höfuðpaurinn í viðskiptunum með Samherja og átti hann meðal annars félagið Tundavala Investment sem fékk greiddan til sín meira en hálfan milljarð króna frrá félagi Samherja á Kýpur, Esju Seafood. 

Í dómsskjölunum eru ítarlegar og nákvæmar lýsingar á því eftir hvaða leiðum peningarnir sem Samherji greiddi til embættis- og  stjórnmálamannanna í skiptum fyrir hestamakrílskvóta, samtals vel á annan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár