Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Svona þvættuðu Namibíumennirnir peningana frá Samherja

Mynd­in er að skýr­ast í mútu­máli Sam­herja í Namib­íu. Sacky Shangala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, lét und­ir­mann sinn í ráðu­neyt­inu þvætta pen­inga sem hann og við­skipta­fé­lag­ar hans fengu frá Sam­herja. Í grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ar­ans í Namib­íu er upp­taln­ing á þeim fé­lög­um og að­ferð­um sem Namib­íu­menn­irn­ir beittu til að hylja slóð mútu­greiðsln­anna frá Sam­herja.

Svona þvættuðu Namibíumennirnir peningana frá Samherja
Þvættuðu peninga með neti félaga Greinargerð ríkissaksóknarans sýnir hvernig sakborningarnir í Samherjamálinu í Namibíu þvættuðu peningana frá útgerðinni með neti félaga í sinni eigu. Sakborningarnir Pius Mwatelulo, Tamson Hatuikulipi, Ricardo Gustavo, James Hatuikulipi, Sacky Shanghala og Bernhard Esau sjást hér í dómsal.

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, Sacky Shangala, lét undirmann sinn í ráðuneytinu taka þátt í því að koma peningum sem hann og viðskiptafélagar hans höfðu fengið greidda frá Samherja í umferð í namibíska hagkerfinu án þess að hann vissi hvaðan peningarnir kæmu. Þetta kemur fram í eiðsvarinni yfirlýsingu frá manninum Philgentius Kahambundu, sem er hluti af dómsskjölunum í máli ákæruvaldsins í Namibíu gegn Sacky Shangala og viðskiptafélögum hans. Peningarnir sem Philgeutius Kahambundu millifærði fyrir Sacky komu frá James Hatuikulipi sem kalla má höfuðpaurinn í viðskiptunum með Samherja og átti hann meðal annars félagið Tundavala Investment sem fékk greiddan til sín meira en hálfan milljarð króna frrá félagi Samherja á Kýpur, Esju Seafood. 

Í dómsskjölunum eru ítarlegar og nákvæmar lýsingar á því eftir hvaða leiðum peningarnir sem Samherji greiddi til embættis- og  stjórnmálamannanna í skiptum fyrir hestamakrílskvóta, samtals vel á annan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár