Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vill breyta fjárlagafrumvarpi og gera tíðavörur gjaldfrjálsar

Það að gera tíða­vör­ur að­gengi­leg­ar ókeyp­is fyr­ir ákveðna hópa myndi kosta 280 millj­ón­ir króna sem er sama upp­hæð og hækka á sókn­ar­gjöld um. Andrés Ingi Jóns­son hef­ur lagt fram breyt­inga­til­lögu við fjár­lög þessa efn­is.

Vill breyta fjárlagafrumvarpi og gera tíðavörur gjaldfrjálsar
Vill fara skosku leiðina Andrés Ingi vill að tíðavörur verði gerðir aðgengilegar án endurgjalds til ákveðinna hópa. Mynd: Shutterstock

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, hefur lagt fram breytingatillögu við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 þess efnis að tíðavörur verið ókeypis fyrir ákveðna hópa. Í tillögunni er gert ráð fyrir að framlag til þess nemi 280 milljónum króna á næsta ári.

Í tillögu Andrésar Inga er gert ráð fyrir að öllum nemendum í grunn- og framhaldsskólum verði með henni tryggt aðgengi að tíðavörum án endurgjalds. Þá verði fólki með lágar tekjur einnig gert kleift að nálgast tíðavörur án endurgjalds og nefnir Andrés Ingi að það gæti gerst á heilsugæslustöðvum eða í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisráðehrra útfæri aðgerðirnar í samráði við aðra.

„Í samhengi fjárlaga sem telja milljón milljónir króna, þá er það lítið gjald til að tryggja þeim sem þurfa aðgang að þessari nauðsynjavöru“

Stundin greindi frá því í október að tvær stúlkur í Langholtsskóla, Anna María Allawawi Sonde, 14 ára, og Saga María Sæþórsdóttir, 15 ára, hefðu sent inn umsögn við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir næsta ár þar sem þær skoruðu á Alþingi að afnema skattlagningu á tíðavörur, svokallaðan bleikan skatt. Getnaðarvarnir og tíðavörur bera nú 11 prósenta virðisaukaskatt en báru 24 prósenta skatt fram á síðasta ár. Ekki hefur verið orðið við áskorun með framkomnum breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar og því leggur Andrés Ingi fram sína breytingartillögu.

Í nóvember síðastliðnum samþykkti skoska þingið einróma frumvarp þess efnis að tíðavörur yrðu gerðar ókeypis í landinu. Verði breytingartillaga Andrésar Inga samþykkt gæti hún náð til um 22.500 einstaklinga á landinu öllu. Miðað við 1.000 krónur í tíðavörur á mánuði myndi það því kosta ríkissjóð 270 milljónir á ári, sem Andrés hefur kosið að hækka upp í 280 milljónir. Það er raunar sama upphæð og lagt er til að hækka sóknargjöld um í fjárlagafrumvarpinu. „Í samhengi fjárlaga sem telja milljón milljónir króna, þá er það lítið gjald til að tryggja þeim sem þurfa aðgang að þessari nauðsynjavöru,“ skrifar Andrés Ingi um tillögu sína í grein á Stundinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár