Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vill breyta fjárlagafrumvarpi og gera tíðavörur gjaldfrjálsar

Það að gera tíða­vör­ur að­gengi­leg­ar ókeyp­is fyr­ir ákveðna hópa myndi kosta 280 millj­ón­ir króna sem er sama upp­hæð og hækka á sókn­ar­gjöld um. Andrés Ingi Jóns­son hef­ur lagt fram breyt­inga­til­lögu við fjár­lög þessa efn­is.

Vill breyta fjárlagafrumvarpi og gera tíðavörur gjaldfrjálsar
Vill fara skosku leiðina Andrés Ingi vill að tíðavörur verði gerðir aðgengilegar án endurgjalds til ákveðinna hópa. Mynd: Shutterstock

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, hefur lagt fram breytingatillögu við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 þess efnis að tíðavörur verið ókeypis fyrir ákveðna hópa. Í tillögunni er gert ráð fyrir að framlag til þess nemi 280 milljónum króna á næsta ári.

Í tillögu Andrésar Inga er gert ráð fyrir að öllum nemendum í grunn- og framhaldsskólum verði með henni tryggt aðgengi að tíðavörum án endurgjalds. Þá verði fólki með lágar tekjur einnig gert kleift að nálgast tíðavörur án endurgjalds og nefnir Andrés Ingi að það gæti gerst á heilsugæslustöðvum eða í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisráðehrra útfæri aðgerðirnar í samráði við aðra.

„Í samhengi fjárlaga sem telja milljón milljónir króna, þá er það lítið gjald til að tryggja þeim sem þurfa aðgang að þessari nauðsynjavöru“

Stundin greindi frá því í október að tvær stúlkur í Langholtsskóla, Anna María Allawawi Sonde, 14 ára, og Saga María Sæþórsdóttir, 15 ára, hefðu sent inn umsögn við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir næsta ár þar sem þær skoruðu á Alþingi að afnema skattlagningu á tíðavörur, svokallaðan bleikan skatt. Getnaðarvarnir og tíðavörur bera nú 11 prósenta virðisaukaskatt en báru 24 prósenta skatt fram á síðasta ár. Ekki hefur verið orðið við áskorun með framkomnum breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar og því leggur Andrés Ingi fram sína breytingartillögu.

Í nóvember síðastliðnum samþykkti skoska þingið einróma frumvarp þess efnis að tíðavörur yrðu gerðar ókeypis í landinu. Verði breytingartillaga Andrésar Inga samþykkt gæti hún náð til um 22.500 einstaklinga á landinu öllu. Miðað við 1.000 krónur í tíðavörur á mánuði myndi það því kosta ríkissjóð 270 milljónir á ári, sem Andrés hefur kosið að hækka upp í 280 milljónir. Það er raunar sama upphæð og lagt er til að hækka sóknargjöld um í fjárlagafrumvarpinu. „Í samhengi fjárlaga sem telja milljón milljónir króna, þá er það lítið gjald til að tryggja þeim sem þurfa aðgang að þessari nauðsynjavöru,“ skrifar Andrés Ingi um tillögu sína í grein á Stundinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár