Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vill breyta fjárlagafrumvarpi og gera tíðavörur gjaldfrjálsar

Það að gera tíða­vör­ur að­gengi­leg­ar ókeyp­is fyr­ir ákveðna hópa myndi kosta 280 millj­ón­ir króna sem er sama upp­hæð og hækka á sókn­ar­gjöld um. Andrés Ingi Jóns­son hef­ur lagt fram breyt­inga­til­lögu við fjár­lög þessa efn­is.

Vill breyta fjárlagafrumvarpi og gera tíðavörur gjaldfrjálsar
Vill fara skosku leiðina Andrés Ingi vill að tíðavörur verði gerðir aðgengilegar án endurgjalds til ákveðinna hópa. Mynd: Shutterstock

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, hefur lagt fram breytingatillögu við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 þess efnis að tíðavörur verið ókeypis fyrir ákveðna hópa. Í tillögunni er gert ráð fyrir að framlag til þess nemi 280 milljónum króna á næsta ári.

Í tillögu Andrésar Inga er gert ráð fyrir að öllum nemendum í grunn- og framhaldsskólum verði með henni tryggt aðgengi að tíðavörum án endurgjalds. Þá verði fólki með lágar tekjur einnig gert kleift að nálgast tíðavörur án endurgjalds og nefnir Andrés Ingi að það gæti gerst á heilsugæslustöðvum eða í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisráðehrra útfæri aðgerðirnar í samráði við aðra.

„Í samhengi fjárlaga sem telja milljón milljónir króna, þá er það lítið gjald til að tryggja þeim sem þurfa aðgang að þessari nauðsynjavöru“

Stundin greindi frá því í október að tvær stúlkur í Langholtsskóla, Anna María Allawawi Sonde, 14 ára, og Saga María Sæþórsdóttir, 15 ára, hefðu sent inn umsögn við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir næsta ár þar sem þær skoruðu á Alþingi að afnema skattlagningu á tíðavörur, svokallaðan bleikan skatt. Getnaðarvarnir og tíðavörur bera nú 11 prósenta virðisaukaskatt en báru 24 prósenta skatt fram á síðasta ár. Ekki hefur verið orðið við áskorun með framkomnum breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar og því leggur Andrés Ingi fram sína breytingartillögu.

Í nóvember síðastliðnum samþykkti skoska þingið einróma frumvarp þess efnis að tíðavörur yrðu gerðar ókeypis í landinu. Verði breytingartillaga Andrésar Inga samþykkt gæti hún náð til um 22.500 einstaklinga á landinu öllu. Miðað við 1.000 krónur í tíðavörur á mánuði myndi það því kosta ríkissjóð 270 milljónir á ári, sem Andrés hefur kosið að hækka upp í 280 milljónir. Það er raunar sama upphæð og lagt er til að hækka sóknargjöld um í fjárlagafrumvarpinu. „Í samhengi fjárlaga sem telja milljón milljónir króna, þá er það lítið gjald til að tryggja þeim sem þurfa aðgang að þessari nauðsynjavöru,“ skrifar Andrés Ingi um tillögu sína í grein á Stundinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár