Norska fjármálaeftirlitið íhugar að sekta norska DNB-bankann um ríflega 6 milljarða íslenskra króna, 400 milljónir norskra króna, fyrir að hafa ekki fylgt regluverki um varnir gegn peningaþvætti nægilega vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DNB til norsku kauphallarinnar í morgun. Fjármálaeftirlitið gerði athugun á peningaþvættisvörnum bankans í febrúar í ár og vann skýrslu um málið sem nú liggur fyrir.
Skýrslan var gerð í kjölfar þess að Stundin, Kveikur, Al Jazeera og Wikileaks greindu frá í nóvember að Samherji hefði notað bankareikninga sína hjá DNB í viðskiptum sínum í Namibíu sem nú eru til rannsókn og meðal annars flutt fé í skattaskjól. Í tengslum við fréttir af sektargreiðslunni mögulegu er málið sett í samhengi við Samherjamálið í norskum fjölmiðlum, meðal annars í Dagens Næringsliv.
Athugasemdir