Bandaríski spurningaþátturinn Jeopardy! á sér viðlíka sess í hjörtum áhorfenda vestanhafs og Gettu betur á Íslandi. Nýir þættir eru sýndir daglega þar sem keppendur reyna að svara spurningum stjórnandans Alex Trebek með von um að þéna háar upphæðir. Trikkið er hins vegar að spurningum Trebek þarf að svara í formi spurningar.
Ryan Fenster, sem flutti frá Seattle til Íslands fyrir tveimur árum til þess að læra norræna miðaldasögu, þakkar sigurgöngu sinni í þættinum fyrir að hafa getað látið draum sinn um að læra á Íslandi rætast. Ryan var einn af sigursælustu keppendum í þættinum árið 2018, keppti í níu þáttum og vann sér inn 156.497 Bandaríkjadali, eða andvirði rúmlega 21 milljónar íslenskra króna.
Þótt Ryan hafi alist upp í Bandaríkjunum er hann af norskum ættum og hefur alltaf haft mikinn áhuga á uppruna sínum. „Ég ólst upp við víkingasögur og hef alltaf haft gaman af því að lesa og tala …
Athugasemdir