Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hópsýkingin á Landakoti: Allir sjúklingar á einni deildinni veiktust af Covid-19

Að­bún­að­ur og mönn­un voru ófull­nægj­andi á Landa­koti. Loftræst­ing er eng­in, hús­næð­ið þröngt og starfs­menn og tæki gengu á milli deilda. Kæfis­vefn­vél, sem eyk­ur dropa­fram­leiðslu og dreif­ir úða­ögn­um frá önd­un­ar­fær­um, var not­uð á smit­að­an ein­stak­ling.

Hópsýkingin á Landakoti: Allir sjúklingar á einni deildinni veiktust af Covid-19

Samkvæmt niðurstöðum í skýrslu Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti eru ástæður hennar sagðar margþættar. Talið er að nokkur smit hafi borist þangað inn á skömmum tíma. Í mati skýrsluhöfundar, Lovísu Bjarkar Ólafsdóttur sérfræðilæknis í smitsjúkdómum og sýkingarvörnum, kemur fram að ástand húsnæðis, loftskipta og aðbúnaðar á Landakoti sé ófullnægjandi og líklegt sé að þessir þættir séu megin orsök þess hversu mikil dreifing varð á smiti innan stofnunarinnar. Þá segir í niðurstöðum Lovísu Bjarkar að mönnun á Landkoti hafi verið ónóg og æskilegt hefði verið að bæta mönnun þannig að hægt hefði verið að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum.

Kæfisvefnvél notuð á smitaðan einstakling 

Talið er að Covid-19 smit á Landakoti hafi borist þangað inn á skömmum tíma, líklega eftir 15. október, og með nokkrum einstaklingum. Þá er einnig talið hugsanlegt að sum smit milli starfsmanna hafi átt uptök sín utan vinnustaðar, í samskiptum við fjölskyldur þeirra og vini.  

Á tímabilinu 22.-29. október greindust 98 Covid-19 tilfelli tengd hópsýkingunni á Landakoti, 52 starfsmenn og 46 sjúklingar. Um mjög hátt smithlutfall var að ræða og er það rakið til þess að gríðarlega mikil dreifing hafi verið á smitefni innan Landakots. Á einni legudeild, sem nefnd er R smituðust þannig allir sjúklingar og 52 prósent starfsmanna og á deild sem nefnd er Q 93 prósent sjúklinga og 46 prósent starfsmanna.

Kæfisvefnsvélameðferð var beitt hjá einkennalausum einstaklingi sem lá inni á deild Q, sem greindist síðar COVID-19 smitaður. Kæfisvefnsvélinni var beitt alla daga frá 12.-21. október inni á deild Q. Þekkt er að kæfisvefnsvél eykur dropaframleiðslu einstaklinga og að vélin dreifi úðaögnum frá öndunarfærum sem geta svifið í loftinu í meira en klukkustund. Á Landakoti er engin loftræsting og dregur Lovísa Björk þá ályktun að sú staðreynd hafi magnað upp smitdreifingu og aukið sýkingarhættu.

Minna en metri á milli rúma

Þá eru lang flestar sjúkrastofur á Landakoti fjölbýli, þar sem eru fá klósett fyrir sjúklinga. Í versta tilfellinu eru aðeins þrjú klósett á deild þar sem eru níu tvíbýli og tvö einbýli og 19 sjúklingar voru inniliggjandi.

Sjúklingar hafa ekki aðgang að einkasalerni eða einkasturtu. Á deild R, þar sem allir inniliggjandi sjúklingar smituðust, eru 3 klósett en inniliggjandi sjúklingar voru 14. Á deild Q voru 15 sjúklingar inniliggjandi en klósett þar eru 4. 

Rúmanýting á Landakoti var 100 prósent í september en almennt er talið æskilegt að rúmanýting sé aðeins 85 prósent. Eftir fyrri bylgjuna í vor var hins vegar ákveðið að breyta legurýmum á Landakoti þannig að þríbýlum var breytt í tvíbýli og einbýlum fjölgað. 

Húsnæðið er svo þröngt að stundum var minna en metri á milli rúma sjúklinga, stundum ekki nema 0,6 metri. Ekki var skjóltjald milli allra rúma í fjölbýlum og ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær skjóltjöld voru sett upp, eða hvenær þau voru þrifin. 

Innan hverrar deildar eru borðstofur þar sem flestir sjúklingar á hverri deild borða saman. Fjölmargir snertifletir eru fyrir sjúklinga aðrir, dagstofur, tækjasalur og rými fyrir hópameðferðir. Í hópmeðferðum voru sjúklingar sem þær sóttu saman ekki með andlitsgrímur, en starfsmenn báru slíkar. Leiðir Lovísa Björk líkum að því að smitdreifing hafi orðið milli sjúklinga í slíkum aðstæðum, jafnvel þó að tveggja metra fjarlægð hafi verið virt, sökum lélegrar loftræstingar á Landakoti.

Starfsmenn sátu þröngt saman 

Enn fremur eru aðstöðu starfsmanna verulega ábótavant, til að mynda eru búningsklefar þröngir og aðeins eru þrjár sturtur fyrir alla starfsmenn. Kaffistofur eru litlar, fjórar af fimm um eða undir 12 fermetrar að stærð, og og erfitt að halda tveggja metra fjarlægðarmörkum í matmálstímum. Allt þetta er til þess fallið að auka á dreifingu smits.

Í úttekt á aðstöðu starfsfólks 14. október síðastliðinn kom fram að sökum þess að matsalur er lokaður vegna endurbóta matast starfsfólk inni á umræddum, þröngum kaffistofum. Á einni deild sátu til að mynda fjórir starfsmenn saman við lítið borð að matast, og því án gríma og fjarlægðarmörk undir tveimur metrum. Ekki var kassi með grímum tiltækur á þremur kaffistofum. Þá voru stólar á tveimur kaffistofum með áklæði sem ekki var hægt að þrífa. Ekki var aðgengi að sjúkrahússpritti eða sótthreinsiklútum fyrir starfsmenn að grípa til.

Þá er ekki algjör hólfaskipting milli starfsmanna deilda, vegna manneklu. Þá er talsvert um sameiginlegan búnað sem sækja þarf og flytja milli deilda og það hafa starfsmenn gert og þar með þurft að rjúfa hólfaskiptingu.

Sjúklingar útskrifaðir af deild þar sem allir sýktust

Flest tilfelli veirunnar sem hafa greinst eru af sama afbrigði sem er mjög algengt á Íslandi. Líklegast er að þeir sjúklingar sem fengu upphafseinkenni í byrjun, frá 21. október, hafi verið útsettir fyrir smiti frá 16. til 18. október. Á sama tíma var nýgengi smita í samfélaginu mjög hátt.

Líkt og fyrr segir smituðust allir sjúklingar á deild R. Sjúklingar af þeirri deild voru útskrifaðir og sendir inn á aðrar stofnanir dagana 16. og 20. október. Allir hinna útskrifuðu greindust síðar með Covid-19.  Töluverður fjöldi var með væg eða óljós einkenni sem gætu samrýmst Covid-19 fyrir greiningu. Talið er að útsetning smita hafi hafist fyrir 16. október, jafnvel frá og með 5. október. 

Auk þess voru sjúklingar útskrifaðir af deild U þann 20. október og af deild T þann 22. október. Á deild U var hlutfall smitaðra 26,3 prósent á tímabilinu 12. október til 22. október, þegar enn var verið að útskrifa sjúklinga af deildinni. Á deild T var hlutfall smitaðra mun hærra eða 87,5 prósent dagana 12. október til 22. október.

Samkvæmt smitrakningu fundust nokkur tilfelli þar sem fólk hefur getað verið útsett fyrir smiti utan Landakots á þessu tímabili og hefðu getað borið veiruna inn á Landakot. Þá eru nokkur tilfelli þar sem starfsfólk tengist smituðum fjölskyldu- eða vinaböndum, sem hefðu þá getað orðið fyrir smiti utan Landakots. 

Bein lýsing af blaðamannafundinum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár