Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hópsýkingin á Landakoti: Allir sjúklingar á einni deildinni veiktust af Covid-19

Að­bún­að­ur og mönn­un voru ófull­nægj­andi á Landa­koti. Loftræst­ing er eng­in, hús­næð­ið þröngt og starfs­menn og tæki gengu á milli deilda. Kæfis­vefn­vél, sem eyk­ur dropa­fram­leiðslu og dreif­ir úða­ögn­um frá önd­un­ar­fær­um, var not­uð á smit­að­an ein­stak­ling.

Hópsýkingin á Landakoti: Allir sjúklingar á einni deildinni veiktust af Covid-19

Samkvæmt niðurstöðum í skýrslu Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti eru ástæður hennar sagðar margþættar. Talið er að nokkur smit hafi borist þangað inn á skömmum tíma. Í mati skýrsluhöfundar, Lovísu Bjarkar Ólafsdóttur sérfræðilæknis í smitsjúkdómum og sýkingarvörnum, kemur fram að ástand húsnæðis, loftskipta og aðbúnaðar á Landakoti sé ófullnægjandi og líklegt sé að þessir þættir séu megin orsök þess hversu mikil dreifing varð á smiti innan stofnunarinnar. Þá segir í niðurstöðum Lovísu Bjarkar að mönnun á Landkoti hafi verið ónóg og æskilegt hefði verið að bæta mönnun þannig að hægt hefði verið að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum.

Kæfisvefnvél notuð á smitaðan einstakling 

Talið er að Covid-19 smit á Landakoti hafi borist þangað inn á skömmum tíma, líklega eftir 15. október, og með nokkrum einstaklingum. Þá er einnig talið hugsanlegt að sum smit milli starfsmanna hafi átt uptök sín utan vinnustaðar, í samskiptum við fjölskyldur þeirra og vini.  

Á tímabilinu 22.-29. október greindust 98 Covid-19 tilfelli tengd hópsýkingunni á Landakoti, 52 starfsmenn og 46 sjúklingar. Um mjög hátt smithlutfall var að ræða og er það rakið til þess að gríðarlega mikil dreifing hafi verið á smitefni innan Landakots. Á einni legudeild, sem nefnd er R smituðust þannig allir sjúklingar og 52 prósent starfsmanna og á deild sem nefnd er Q 93 prósent sjúklinga og 46 prósent starfsmanna.

Kæfisvefnsvélameðferð var beitt hjá einkennalausum einstaklingi sem lá inni á deild Q, sem greindist síðar COVID-19 smitaður. Kæfisvefnsvélinni var beitt alla daga frá 12.-21. október inni á deild Q. Þekkt er að kæfisvefnsvél eykur dropaframleiðslu einstaklinga og að vélin dreifi úðaögnum frá öndunarfærum sem geta svifið í loftinu í meira en klukkustund. Á Landakoti er engin loftræsting og dregur Lovísa Björk þá ályktun að sú staðreynd hafi magnað upp smitdreifingu og aukið sýkingarhættu.

Minna en metri á milli rúma

Þá eru lang flestar sjúkrastofur á Landakoti fjölbýli, þar sem eru fá klósett fyrir sjúklinga. Í versta tilfellinu eru aðeins þrjú klósett á deild þar sem eru níu tvíbýli og tvö einbýli og 19 sjúklingar voru inniliggjandi.

Sjúklingar hafa ekki aðgang að einkasalerni eða einkasturtu. Á deild R, þar sem allir inniliggjandi sjúklingar smituðust, eru 3 klósett en inniliggjandi sjúklingar voru 14. Á deild Q voru 15 sjúklingar inniliggjandi en klósett þar eru 4. 

Rúmanýting á Landakoti var 100 prósent í september en almennt er talið æskilegt að rúmanýting sé aðeins 85 prósent. Eftir fyrri bylgjuna í vor var hins vegar ákveðið að breyta legurýmum á Landakoti þannig að þríbýlum var breytt í tvíbýli og einbýlum fjölgað. 

Húsnæðið er svo þröngt að stundum var minna en metri á milli rúma sjúklinga, stundum ekki nema 0,6 metri. Ekki var skjóltjald milli allra rúma í fjölbýlum og ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær skjóltjöld voru sett upp, eða hvenær þau voru þrifin. 

Innan hverrar deildar eru borðstofur þar sem flestir sjúklingar á hverri deild borða saman. Fjölmargir snertifletir eru fyrir sjúklinga aðrir, dagstofur, tækjasalur og rými fyrir hópameðferðir. Í hópmeðferðum voru sjúklingar sem þær sóttu saman ekki með andlitsgrímur, en starfsmenn báru slíkar. Leiðir Lovísa Björk líkum að því að smitdreifing hafi orðið milli sjúklinga í slíkum aðstæðum, jafnvel þó að tveggja metra fjarlægð hafi verið virt, sökum lélegrar loftræstingar á Landakoti.

Starfsmenn sátu þröngt saman 

Enn fremur eru aðstöðu starfsmanna verulega ábótavant, til að mynda eru búningsklefar þröngir og aðeins eru þrjár sturtur fyrir alla starfsmenn. Kaffistofur eru litlar, fjórar af fimm um eða undir 12 fermetrar að stærð, og og erfitt að halda tveggja metra fjarlægðarmörkum í matmálstímum. Allt þetta er til þess fallið að auka á dreifingu smits.

Í úttekt á aðstöðu starfsfólks 14. október síðastliðinn kom fram að sökum þess að matsalur er lokaður vegna endurbóta matast starfsfólk inni á umræddum, þröngum kaffistofum. Á einni deild sátu til að mynda fjórir starfsmenn saman við lítið borð að matast, og því án gríma og fjarlægðarmörk undir tveimur metrum. Ekki var kassi með grímum tiltækur á þremur kaffistofum. Þá voru stólar á tveimur kaffistofum með áklæði sem ekki var hægt að þrífa. Ekki var aðgengi að sjúkrahússpritti eða sótthreinsiklútum fyrir starfsmenn að grípa til.

Þá er ekki algjör hólfaskipting milli starfsmanna deilda, vegna manneklu. Þá er talsvert um sameiginlegan búnað sem sækja þarf og flytja milli deilda og það hafa starfsmenn gert og þar með þurft að rjúfa hólfaskiptingu.

Sjúklingar útskrifaðir af deild þar sem allir sýktust

Flest tilfelli veirunnar sem hafa greinst eru af sama afbrigði sem er mjög algengt á Íslandi. Líklegast er að þeir sjúklingar sem fengu upphafseinkenni í byrjun, frá 21. október, hafi verið útsettir fyrir smiti frá 16. til 18. október. Á sama tíma var nýgengi smita í samfélaginu mjög hátt.

Líkt og fyrr segir smituðust allir sjúklingar á deild R. Sjúklingar af þeirri deild voru útskrifaðir og sendir inn á aðrar stofnanir dagana 16. og 20. október. Allir hinna útskrifuðu greindust síðar með Covid-19.  Töluverður fjöldi var með væg eða óljós einkenni sem gætu samrýmst Covid-19 fyrir greiningu. Talið er að útsetning smita hafi hafist fyrir 16. október, jafnvel frá og með 5. október. 

Auk þess voru sjúklingar útskrifaðir af deild U þann 20. október og af deild T þann 22. október. Á deild U var hlutfall smitaðra 26,3 prósent á tímabilinu 12. október til 22. október, þegar enn var verið að útskrifa sjúklinga af deildinni. Á deild T var hlutfall smitaðra mun hærra eða 87,5 prósent dagana 12. október til 22. október.

Samkvæmt smitrakningu fundust nokkur tilfelli þar sem fólk hefur getað verið útsett fyrir smiti utan Landakots á þessu tímabili og hefðu getað borið veiruna inn á Landakot. Þá eru nokkur tilfelli þar sem starfsfólk tengist smituðum fjölskyldu- eða vinaböndum, sem hefðu þá getað orðið fyrir smiti utan Landakots. 

Bein lýsing af blaðamannafundinum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár