Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Æfir sig með því að passa Kasper

In­dy Alda Yansa­ne seg­ir að hund­ar séu í upp­á­haldi hjá sér. Hún pass­ar hund­inn Kasper reglu­lega og seg­ir að hún sofi bet­ur með hann á heim­il­inu.

Æfir sig með því að passa Kasper
Alltaf leiðinlegt að skila Kasper Indy Öldu þykir ósköp notalegt að fá að passa hundinn Kasper. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kasper er hundur vinar míns sem ég passa af og til. Ég hef mjög gaman af hundum, reyndar dýrum almennt, en hundar eru í uppáhaldi. Ég á því miður ekki hund sjálf enn þá, ég bý bara ein og er í námi, en ég hef verið að passa Kasper, meðal annars til að átta mig á því hvernig það er að eiga hund. Þetta er svolítið eins og æfing, ég er að þjálfa mig upp. Það er nefnilega meira en að segja það að halda hund.

Það hefur verið mjög gott að fá að passa Kasper í þessu COVID-ástandi því það gefur mér aukinn drifkraft að þurfa að vakna snemma og fara út með hann. Ég er eins og sagði bara ein og hef verið svolítið lítil í mér svo ég hef verið að passa hann meira þess vegna.

Það er afskaplega notalegt að hafa svona tryggan vin við hlið sér, ég sef meira að segja betur með hann inni á heimilinu. Mér finnst alltaf leiðinlegt að þurfa að skila honum. Ég deili vinnustúdíói með eiganda hans þannig ég hitti Kasper flesta daga. Ég er að læra tannsmíði og núna á meðan COVID stendur yfir hef ég nýtt stúdíóið til að læra þar. Ég útskrifaðist í fyrravor úr gullsmíði svo hver veit nema ég nýti námið svo til að smíða bling upp í fólk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár