Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Æfir sig með því að passa Kasper

In­dy Alda Yansa­ne seg­ir að hund­ar séu í upp­á­haldi hjá sér. Hún pass­ar hund­inn Kasper reglu­lega og seg­ir að hún sofi bet­ur með hann á heim­il­inu.

Æfir sig með því að passa Kasper
Alltaf leiðinlegt að skila Kasper Indy Öldu þykir ósköp notalegt að fá að passa hundinn Kasper. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kasper er hundur vinar míns sem ég passa af og til. Ég hef mjög gaman af hundum, reyndar dýrum almennt, en hundar eru í uppáhaldi. Ég á því miður ekki hund sjálf enn þá, ég bý bara ein og er í námi, en ég hef verið að passa Kasper, meðal annars til að átta mig á því hvernig það er að eiga hund. Þetta er svolítið eins og æfing, ég er að þjálfa mig upp. Það er nefnilega meira en að segja það að halda hund.

Það hefur verið mjög gott að fá að passa Kasper í þessu COVID-ástandi því það gefur mér aukinn drifkraft að þurfa að vakna snemma og fara út með hann. Ég er eins og sagði bara ein og hef verið svolítið lítil í mér svo ég hef verið að passa hann meira þess vegna.

Það er afskaplega notalegt að hafa svona tryggan vin við hlið sér, ég sef meira að segja betur með hann inni á heimilinu. Mér finnst alltaf leiðinlegt að þurfa að skila honum. Ég deili vinnustúdíói með eiganda hans þannig ég hitti Kasper flesta daga. Ég er að læra tannsmíði og núna á meðan COVID stendur yfir hef ég nýtt stúdíóið til að læra þar. Ég útskrifaðist í fyrravor úr gullsmíði svo hver veit nema ég nýti námið svo til að smíða bling upp í fólk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár