Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Æfir sig með því að passa Kasper

In­dy Alda Yansa­ne seg­ir að hund­ar séu í upp­á­haldi hjá sér. Hún pass­ar hund­inn Kasper reglu­lega og seg­ir að hún sofi bet­ur með hann á heim­il­inu.

Æfir sig með því að passa Kasper
Alltaf leiðinlegt að skila Kasper Indy Öldu þykir ósköp notalegt að fá að passa hundinn Kasper. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kasper er hundur vinar míns sem ég passa af og til. Ég hef mjög gaman af hundum, reyndar dýrum almennt, en hundar eru í uppáhaldi. Ég á því miður ekki hund sjálf enn þá, ég bý bara ein og er í námi, en ég hef verið að passa Kasper, meðal annars til að átta mig á því hvernig það er að eiga hund. Þetta er svolítið eins og æfing, ég er að þjálfa mig upp. Það er nefnilega meira en að segja það að halda hund.

Það hefur verið mjög gott að fá að passa Kasper í þessu COVID-ástandi því það gefur mér aukinn drifkraft að þurfa að vakna snemma og fara út með hann. Ég er eins og sagði bara ein og hef verið svolítið lítil í mér svo ég hef verið að passa hann meira þess vegna.

Það er afskaplega notalegt að hafa svona tryggan vin við hlið sér, ég sef meira að segja betur með hann inni á heimilinu. Mér finnst alltaf leiðinlegt að þurfa að skila honum. Ég deili vinnustúdíói með eiganda hans þannig ég hitti Kasper flesta daga. Ég er að læra tannsmíði og núna á meðan COVID stendur yfir hef ég nýtt stúdíóið til að læra þar. Ég útskrifaðist í fyrravor úr gullsmíði svo hver veit nema ég nýti námið svo til að smíða bling upp í fólk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár