Eignarhaldsfélag á aflandssvæðinu Kýpur í Miðjarðarhafinu, sem stundum hefur sagt vera skattaskjól í gegnum tíðina vegna hagstæðs skattaumhverfis, á tæplega helmingshlut í ísfirska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði sem til stendur að skrá á hlutabréfamarkað í Noregi á fyrri helmingi næsta árs.
Fyrirtækið á Kýpur heitir Bremesco Holdings Limited og er í eigu pólska fyrirtækisins MK Investments Sp.z.o.o í borginni Slupsk í Póllandi. Bremesco setti rúmlega 20 milljónir evra, rúmlega 3,3 milljarða króna, í hlutabréfin í Arctic Fish á sínum tíma og átti um hríð nær allt félagið. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Bremesco Holdings Limited, frá 2018, eru hlutabréfin í Arctic Fish enn þá bókfærð á þessu kostnaðarverði.
Árið 2016 kom norski laxeldisrisinn Norway Royal Salmon inn í fyrirtækið sem eigandi meirihluta hlutafjár.
Eigandi fyrirtækisins á Kýpur er pólskur athafnamaður sem heitir Jerzy Malek en hann situr jafnframt í stjórn Arctic …
Athugasemdir