Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ísfirska Arctic Fish ætlar á hlutabréfamarkað í Noregi

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arctic Fish skoð­ar skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­að í Nor­egi. Fé­lag­ið er í helm­ingseigu Norway Royal Salmon. Fyr­ir­tæk­ið er eitt þeirra sem var hygl­að við birt­ingu og gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi í fyrra.

Ísfirska Arctic Fish ætlar á  hlutabréfamarkað í Noregi
Bæta við sig Norway Royal Salmon er sagt vilja auka við eignarhluta sinn í Arctic Fish á Ísafirði. Charles Höstlund er forstjóri félagsins.

Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish á Ísafirði hyggst skrá hlutabréf sín á hlutabréfamarkað í Noregi á næstunni. Félagið er í 50 prósent eigu norska laxeldisrisans Norway Royal Salmon (NRS) sem er skráð á aðalahlutabréfamarkaðinn í Noregi. Deild innan norski bankans DNB sem heitir DNB Markets, verðbréfafyrirtækið Pareto Securities og íslenski bankinn Arion eru ráðgjafar Arctic Fish við skoðun á hugmyndinni að skráningunni. Þetta kemur fram í tilkynningu til norska hlutabréfamarkaðarins. Stefnt er að því að skráningin á hlutabréfamarkaðinn í Noregi, Merkur-markaðinn svokallaða sem er ekki aðal hlutabréfamarkaðurinn, eigi sér stað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. 

Forstjóri Norway Royal Salmon, Charles Høstlund, segir í í tilkynningunni að fyrirtækið hafi mikla trú á Arctic Fish. „NRS hefur mikla trú á fjárfestingu okkar í íslensku laxeldi, í gegnum Arctic Fish sem við eigum 50 prósent í. Við viljum taka næsta skref með þessu félagi og höfum þess vegna fengið fjárhagslega ráðgjafa til að skoða mögulega skráningu á Arctic Fish á Merkur-markaðinn. Möguleg afleiðing af þessu er að NRS muni auka við eignarhlut sinn í Arctic Fish.“

Ef af skráningunni verður mun Arctic Fish fylgja í spor Arnarlax á Bíldudal sem einnig er skráð á Merkur-markaðinn. 

NRS ætlar ekki að selja

Í markaðstilkynningunni kemur fram að NRS muni ekki selja hlutabréfin sem félagið á í Arctic Fish með hlutabréfaskráningunni. Norway Royal Salmon er því ekki að leitast við að selja sig út úr Arctic Fish heldur þvert á móti.

Í tilkynningunni kemur fram að félagið Arctic Fish sé með leyfi til að framleiða 11.800 tonn af eldislaxi og sé með leyfisumsóknir fyrir 21.100 tonnum til viðbótar. Arctic Fish gæti því tæplega þrefaldað framleiðslu sína ef félagið fær þau leyfi sem félagið er með umsóknir um að fá. 

Þetta er tekið fram í tilkynningunni vegna þess að helstu eignir laxeldissfyrirtækja eru framleiðslukvótarnir í laxeldi sem fyrirtækið ræður yfir. Þá eru laxeldiskvótar sem fyrirtæki eru með í umsóknarferli líka mikilvægir þegar leitast er eftir því að selja hlutabréf í félaginu. Fjárfestar sjá því að framleiðsla Arctic Fish getur þrefaldast og er hægt að framreikna verðmæti þessara  framleiðslukvóta.  

Eitt af fyrirtækjunum sem var hyglað

Arctic Fish er eitt af þeim laxeldisfyrirtækjum sem nutu góðs af því sumarið 2019 þegar skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu lét fresta birtingu og þar með gildistöku nýrra laga um fiskeldi til að þrjú laxeldisfyrirtæki gætu skilað inn gögnum til Skipulagsstofnunar fyrir gildistöku laganna. 

Í tilfelli Arctic Fish snerust gögnin um 8.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi sem verið hefur umdeilt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár