Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Biden kominn yfir í Georgíu

Nið­ur­stöð­ur úr póst­kosn­ingu virð­ast tryggja Joe Biden for­seta­embætt­ið, að mati frétta­stofa vest­an­hafs.

Biden kominn yfir í Georgíu
Joe Biden Frambjóðandi Demókrata hefur náð yfirhöndinni í Georgíu. Mynd: afp

Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, er nú með fleiri atkvæði í ríkinu Georgíu en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Verði það niðurstaðan þegar öll atkvæði í ríkinu hafa verið talin dugar það honum til að tryggja sér forsetaembættið.

Mjótt hefur verið á mununum í nokkrum lykilríkjum vegna þess fjölda atkvæða sem bárust í póstkosningu. Biden leiðir nú í Georgíu með aðeins 917 atkvæðum, en Trump hafði yfirhöndina framan af talningunni. Aðeins á eftir að telja nokkur þúsund atkvæði í ríkinu.

Sá frambjóðandi sem vinnur í Georgíu fær þar með 16 svokallaða kjörmenn, en 270 þarf til þess að tryggja sér forsetaembættið. Margar fréttastofur, þar á meðal AP og Fox News, hafa lýst því yfir að Biden sé nú þegar með 264 kjörmenn. Þessi niðurstaða í Georgíu mundi því tryggja honum sigurinn samkvæmt því.

Biden yrði með þessu fyrsti frambjóðandi Demókrata til að vinna í Georgíu síðan Bill Clinton vann árið 1992. Biden er einnig talinn hafa sigrað í ríkjunum Wisconsin og Michigan og hafa fréttastofurnar AP, Politico og Fox News lýst hann sigurvegara í Arizona. Beðið er eftir niðurstöðum úr Nevada, þar sem Biden hefur verið með yfirhöndina, en sigur þar mundi tryggja honum 6 kjörmenn.

Einnig er mjótt á mununum í Pennsylvaníu, en sigurvegarinn þar hlýtur 20 kjörmenn. Trump hefur verið yfir þar, en Biden hefur saxað á forskotið þegar 275 þúsund atkvæði eru eftir ótalin.

Trump hefur hins vegar haldið því fram að stór hluti atkvæðanna séu ólögleg, kallað eftir því að talning atkvæða verði stöðvuð og vill að hæstiréttur taki ákvörðun um framhaldið. Í færslu á Twitter segist hann auðveldlega vinna ef tekið sé tillit til löglegra atkvæða. Twitter hefur eins og oft áður merkt færslu hans sem misvísandi upplýsingar.

Ef litið er til heildarfjölda greiddra atkvæða í Bandaríkjunum hefur Biden hlotið rúmlega 4 milljónum fleiri atkvæði en Trump. Niðurstöður kosninganna velta hins vegar á kjörmönnum sem deilt er niður á einstök ríki í landinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár