Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Biden kominn yfir í Georgíu

Nið­ur­stöð­ur úr póst­kosn­ingu virð­ast tryggja Joe Biden for­seta­embætt­ið, að mati frétta­stofa vest­an­hafs.

Biden kominn yfir í Georgíu
Joe Biden Frambjóðandi Demókrata hefur náð yfirhöndinni í Georgíu. Mynd: afp

Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, er nú með fleiri atkvæði í ríkinu Georgíu en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Verði það niðurstaðan þegar öll atkvæði í ríkinu hafa verið talin dugar það honum til að tryggja sér forsetaembættið.

Mjótt hefur verið á mununum í nokkrum lykilríkjum vegna þess fjölda atkvæða sem bárust í póstkosningu. Biden leiðir nú í Georgíu með aðeins 917 atkvæðum, en Trump hafði yfirhöndina framan af talningunni. Aðeins á eftir að telja nokkur þúsund atkvæði í ríkinu.

Sá frambjóðandi sem vinnur í Georgíu fær þar með 16 svokallaða kjörmenn, en 270 þarf til þess að tryggja sér forsetaembættið. Margar fréttastofur, þar á meðal AP og Fox News, hafa lýst því yfir að Biden sé nú þegar með 264 kjörmenn. Þessi niðurstaða í Georgíu mundi því tryggja honum sigurinn samkvæmt því.

Biden yrði með þessu fyrsti frambjóðandi Demókrata til að vinna í Georgíu síðan Bill Clinton vann árið 1992. Biden er einnig talinn hafa sigrað í ríkjunum Wisconsin og Michigan og hafa fréttastofurnar AP, Politico og Fox News lýst hann sigurvegara í Arizona. Beðið er eftir niðurstöðum úr Nevada, þar sem Biden hefur verið með yfirhöndina, en sigur þar mundi tryggja honum 6 kjörmenn.

Einnig er mjótt á mununum í Pennsylvaníu, en sigurvegarinn þar hlýtur 20 kjörmenn. Trump hefur verið yfir þar, en Biden hefur saxað á forskotið þegar 275 þúsund atkvæði eru eftir ótalin.

Trump hefur hins vegar haldið því fram að stór hluti atkvæðanna séu ólögleg, kallað eftir því að talning atkvæða verði stöðvuð og vill að hæstiréttur taki ákvörðun um framhaldið. Í færslu á Twitter segist hann auðveldlega vinna ef tekið sé tillit til löglegra atkvæða. Twitter hefur eins og oft áður merkt færslu hans sem misvísandi upplýsingar.

Ef litið er til heildarfjölda greiddra atkvæða í Bandaríkjunum hefur Biden hlotið rúmlega 4 milljónum fleiri atkvæði en Trump. Niðurstöður kosninganna velta hins vegar á kjörmönnum sem deilt er niður á einstök ríki í landinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár