Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Önnur úrslit kvöldsins: Afglæpavæðing vímuefna, lágmarkslaun og Uber-ökumenn

Kjós­end­ur í ríkj­um Banda­ríkj­anna tóku ýms­ar stefnu­mark­andi ákvarð­an­ir í gær sem binda hend­ur kjör­inna full­trúa.

Önnur úrslit kvöldsins: Afglæpavæðing vímuefna, lágmarkslaun og Uber-ökumenn
Á kjörstað Kosið var um fleira en forseta í Bandaríkjunum í gær. Mynd: Shutterstock

Kosið var um fjölda tillagna í ríkjum Bandaríkjanna í nótt til viðbótar við kosningar um forseta, þingmenn og aðrar opinberar stöður.

Í ríkinu Oregon var samþykkt tillaga um að afglæpavæða öll vímuefni, þar á meðal smærri skammta af heróíni. Stuðningsmenn tillögunnar telja að stefna Bandaríkjanna í „stríðinu gegn eiturlyfjum“ hafi fyllt fangelsi landsins af fólki sem þurfi meðferð frekar en refsingu og að stefnunni hafi sérstaklega verið beint gegn svörtu fólki. Þá varð ríkið það fyrsta í Bandaríkjunum til að lögleiða notkun ofskynjunarsveppa í lækningaskyni og undir handleiðslu sérfræðinga.

Í Flórída, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti fékk meirihluta atkvæða, völdu kjósendur að hækka lágmarkslaun í skrefum upp í 15 dali á klukkutíma. Breytingarnar taka gildi á sex árum. Lágmarkslaun munu hækka úr 8,56 dölum í 10 í september 2021, eða úr andvirði 1200 íslenskra króna í 1400. Þaðan hækka launin um einn dal á ári þar til þau ná 15 dölum haustið 2026, eða andvirði 2100 króna. Er Flórída áttunda ríkið til að hækka launin í 15 dali, en á landsvísu eru lágmarkslaun aðeins 7,5 dalir og hafa verið óbreytt frá 2009.

Í Kaliforníu, þar sem kjósendur studdu Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, með yfirburðum, er útlit fyrir að kjósendur hafi samþykkt tillögu sem skilgreinir bílstjóra svokallaðra skutlþjónusta sem verktaka, en ekki launþega. Nær breytingin til starfsmanna fyrirtækja eins og Uber, Lyft og Postmates, sem þurfa ekki að greiða fyrir réttindi eins og veikindadaga og borga yfir lágmarkslaunum. Lögðu fyrirtækin andvirði 25 milljarða íslenskra króna í kosningabaráttuna, sem var sú dýrasta sinnar tegundar, og höfðu erindi sem erfiði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár