Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Önnur úrslit kvöldsins: Afglæpavæðing vímuefna, lágmarkslaun og Uber-ökumenn

Kjós­end­ur í ríkj­um Banda­ríkj­anna tóku ýms­ar stefnu­mark­andi ákvarð­an­ir í gær sem binda hend­ur kjör­inna full­trúa.

Önnur úrslit kvöldsins: Afglæpavæðing vímuefna, lágmarkslaun og Uber-ökumenn
Á kjörstað Kosið var um fleira en forseta í Bandaríkjunum í gær. Mynd: Shutterstock

Kosið var um fjölda tillagna í ríkjum Bandaríkjanna í nótt til viðbótar við kosningar um forseta, þingmenn og aðrar opinberar stöður.

Í ríkinu Oregon var samþykkt tillaga um að afglæpavæða öll vímuefni, þar á meðal smærri skammta af heróíni. Stuðningsmenn tillögunnar telja að stefna Bandaríkjanna í „stríðinu gegn eiturlyfjum“ hafi fyllt fangelsi landsins af fólki sem þurfi meðferð frekar en refsingu og að stefnunni hafi sérstaklega verið beint gegn svörtu fólki. Þá varð ríkið það fyrsta í Bandaríkjunum til að lögleiða notkun ofskynjunarsveppa í lækningaskyni og undir handleiðslu sérfræðinga.

Í Flórída, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti fékk meirihluta atkvæða, völdu kjósendur að hækka lágmarkslaun í skrefum upp í 15 dali á klukkutíma. Breytingarnar taka gildi á sex árum. Lágmarkslaun munu hækka úr 8,56 dölum í 10 í september 2021, eða úr andvirði 1200 íslenskra króna í 1400. Þaðan hækka launin um einn dal á ári þar til þau ná 15 dölum haustið 2026, eða andvirði 2100 króna. Er Flórída áttunda ríkið til að hækka launin í 15 dali, en á landsvísu eru lágmarkslaun aðeins 7,5 dalir og hafa verið óbreytt frá 2009.

Í Kaliforníu, þar sem kjósendur studdu Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, með yfirburðum, er útlit fyrir að kjósendur hafi samþykkt tillögu sem skilgreinir bílstjóra svokallaðra skutlþjónusta sem verktaka, en ekki launþega. Nær breytingin til starfsmanna fyrirtækja eins og Uber, Lyft og Postmates, sem þurfa ekki að greiða fyrir réttindi eins og veikindadaga og borga yfir lágmarkslaunum. Lögðu fyrirtækin andvirði 25 milljarða íslenskra króna í kosningabaráttuna, sem var sú dýrasta sinnar tegundar, og höfðu erindi sem erfiði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár