Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji skipti um endurskoðanda: „KPMG hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart mútum“

Í verklags­regl­um KP­MG er tek­in skýr af­staða gegn mútu­greiðsl­um. Hvorki end­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­ið né Sam­herji hafa svar­að því af hverju út­gerð­in hætti að skipta við KP­MG fyrr á þessu ári.

Samherji skipti um endurskoðanda: „KPMG hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart mútum“
13 með stöðu sakborninga 13 einstaklingar eru með stöðu sakborninga í rannsóknum yfirvalda í Namibíu og á Íslandi á Samherjamálinu. Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau sjást hér í dómsal í Namibíu fyrr á árinu.

Endurskoðandafyrirtækið KPMG vinnur samkvæmt verkferlum sem fela það í sér að félagið líður ekki mútugreiðslur og spillingu í neinni mynd. Um þetta er fjallað í gagnsæisskýrslum sem KPMG vinnur eftir á Íslandi og alþjóðlega. 

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jón S. Helgason, neitar að svara spurningum um hvernig það atvikaðist að KPMG hætti að vera endurskoðandi félagsins Samherja Holding ehf, sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja til að mynda í Namibíu, en vísar í umrædda gagnsæisskýrslu þar sem verkferlum KPMG er lýst.  „Fyrir liggur að KPMG var um margra ára skeið endurskoðandi Samherja. Áður hefur einnig komið fram að KPMG er bundið trúnaði um málefni viðskiptavina sinna,“ segir Jón í svari til Stundarinnar um af hverju viðskiptasambandi KPMG og Samherja er lokið. Jón bætir við: „Upplýsingar um þá ferla sem KPMG starfar eftir má meðal annars finna í gagnsæisskýrslu KPMG. KPMG fylgir ákvæðum alþjóðlegra endurskoðunarstaðla (ISA) og staðals um gæði í endurskoðun (ISQC1) um reglulegt mat á viðskiptasamböndum.“

Jón hefur áður sagt við Stundina að Samherji hafi ákveðið að finna sér annan endurskoðanda en KPMG.  Endurskoðandinn sem varð fyrir valinu er lítt þekkt fyrirtæki í Skútuvogi, BDO ehf.

Ekkert umburðarlyndi gagnvart spillingu

Jón vísar ekki til neinna atriða eða orða í umræddri gagnsæisskýrslu en meðal þess sem fram kemur í þessari skýrslu árið 2018 eru eftirfarandi orð. „Tekið er sérstaklega fram að KPMG hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart mútum og spillingu. Við bönnum þátttöku í hvaða tegund af mútum sem er, jafnvel þó slíkt væri að einhverju leyti löglegt samkvæmt landslögum. Við höfum heldur ekki neitt umburðarlyndi hvað varðar mútur af hálfu þriðja aðila, þar á meðal viðskiptavina okkar, birgja eða opinberra aðila.“

„Við höfum heldur ekki neitt umburðarlyndi hvað varðar mútur af hálfu þriðja aðila“ 

Áhugavert er það sem þarna segir um að KPMG taki ekkert tillit til staðbundinna laga eða hátta sem kunni að heimila spillingu. Með þessu er átt við að engu skipti þó að mútugreiðslur séu kannski að einhverju leyti hluti af menningu viðkomandi ríkja eða landa; KPMG vilji ekki undir nokkrum kringumstæðum bendla sig við slíkt. 

Nýjar upplýsingar geta leitt til „slita viðskiptasambands“

Samherjamálið í Namibíu er nú til rannsóknar þar í landi og á Íslandi og eru 13 einstaklingar með réttarstöðu sakborninga í löndunum tveimur, sjö í Namibíu og sex á Íslandi.

Namibíumennirnir sjö sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um mútuþægni og aðkomu að peningaþvætti; Íslendinganir, núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja, eru grunaðir um aðkomu að því að hafa greitt mútur til Namibíumannanna. 

Aftur skal undirstrikað að Jón hjá KPMG vísar ekki til neinna sérstakra orða í skýrslunni sem hann vísar til og því er ekki hægt að fullyrða að KPMG hafi, með einum eða öðrum hætti, sett Samherja stólinn fyrir dyrnar á grundvelli þess að fyrirtækið hafi greitt mútur í Namibíu.

Umrædd orð er hins vegar að finna í verklagsreglum KPMG og Samherjafélagið hafði verið viðskiptavinur KPMG í þrettán ár áður en viðskiptasambandinu lauk nú í september eftir að sagt hafði verið frá Samherjamálinu í Kveik, Stundinni og Al Jazeera í samvinnu við Wikileaks í nóvember í fyrra. 

Þá segir enn fremur í skýrslunni undir liðnum „slit viðskiptasambands“ að nýjar upplýsingar sem KPMG berst geti leitt til þess að KPMG segi upp sambandi við viðskiptavin: „Ef við fáum upplýsingar sem gefa til kynna að við ættum að segja okkur frá verkefni eða sambandi við viðskiptavin höfum við um það samráð innanhúss og greinum möguleg skref sem taka þarf samkvæmt lögum eða reglugerðum. Við höfum einnig samráð eftir því sem við á við stjórnendur viðskiptavinarins og önnur viðeigandi yfirvöld.“

Fyrir liggur að KPMG var endurskoðandi Samherja á því tímabili sem þær gjörðir sem nú eru til rannsóknar í Namibíu og á Íslandi áttu sér stað og vann KPMG meðal annars fyrir Samherja í Namibíu. Af hverju KPMG er ekki lengur endurskoðandi Samherja liggur hins vegar ekki fyllilega fyrir. 

Stundin hefur sent Björgólfi Jóhannssyni, öðrum forstjóra Samherja, ítrekaðar beiðnir um að svara því af hverju Samherji Holding skipti um endurskoðanda. Þessu hefur ekki verið svarað enn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár