Dómurinn í máli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, gegn Seðlabanka Íslands getur haft fordæmisgildi í 18 sambærilegum málum þar sem einstaklingum og lögaðilum var gert að greiða fjársektir vegna brota á lögum um gjaldeyrismál á árunum eftir hrunið. Umræddur dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn.
Sektargreiðslurnar reyndust svo ekki hafa lagastoð vegna mistaka sem gerð voru haustið 2008 við setningu reglna um gjaldeyrismál þegar láðist að láta þáverandi ráðherra bankamála staðfesta reglurnar. Allar sektargreiðslurnar voru afturkallaðar á þessum forsendum.
Eins og Stundin greindi frá í nóvember í fyrra afturkallaði Seðlabanki Íslands alls 19 ákvarðanir um sektargreiðslur vegna brota á lögum á um gjaldeyrismál í apríl árið 2019. Um var að ræða: „Sjö ákvarðanir í málum 11 lögaðila að fjárhæð 40.685.000 kr. og 12 ákvarðanir í jafnmörgum málum einstaklinga að fjárhæð 2.870.000 kr.,“ eins og sagði í svari Seðlabanka Íslands til Stundarinnar í nóvember 2019.
Tveir af einstaklingunum sem sektir …
Athugasemdir