Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

196. spurningaþraut: Marel, Guardiola, Díana prinsessa, Jane Austen, Hammúrabí konungur

196. spurningaþraut: Marel, Guardiola, Díana prinsessa, Jane Austen, Hammúrabí konungur

Hér er hlekkur á hinar bráðskemmtilegu spurningar síðan í gær.

***

Aukaspurning eitt:

Á myndinni að ofan má sjá „leynivopn“ sem tekið var í notkun í síðari heimsstyrjöld. Hvað kallaðist það?

***

Aðalspurningar:

1.   Fyrirtækið Marel er eitt hið öflugasta á Íslandi og reyndar orðið alþjóðafyrirtæki fyrir löngu. Það var stofnað árið 1983 og snerist upphaflega um ákveðna græju sem gerði hvað?

2.   Hvað heitir höfuðborgin í Tjíle?

3.   Hvað hét sá forseti Tjíle sem var drepinn þegar herforingjar rændi völdum í landinu árið 1973?

4.   Hvaða liði í ensku knattspyrnunni stjórnar Pep Guardiola?

5.   Hvað gerði hin enska Jane Austen sér til frægðar?

6.   Hvað var ættarnafn Díönu prinsessu?

7.   Á pönktímanum kom fram á sjónarsviðið mjög litrík og skemmtileg þýsk söngkona sem söng og trallaði á alþjóðavettvangi í nokkur ár, og sló sérstaklega í gegn með plötunni Unbehagen. Hún hefur ekki verið mikið í sviðsljósi umheimsins síðan, nema helst þegar pönktíminn er rifjaður upp, en gefur þó reglulega út plötur og fæst við ýmislegt fleira. Hvað heitir hún?

8.   Lögbók Hammúrabís konungs var skrifuð á leirtöflur fyrir nærri 4.000 árum og er líklega elsta lögbókin sem vitað er um. En í hvaða borgríki var Hammúrabí konungur?

9.   Hvað hét frægi handritasafnari sem bjargaði ótal mörgum íslenskum handritum frá glötun í byrjun átjándu aldar, þótt sum þeirra brynnu svo reyndar í miklum bruna í Kaupmannahöfn?

10.   Í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi hefur Kathryn Bigelow náð að vinna árið 2010 afrek eitt, sem engri konu hafði áður tekist, og hefur heldur ekki lukkast neinni konu síðan. Hvað mundi það vera?

***

Aukaspurning tvö:

Hver er þessi ungi drengur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Vigtaði fisk.

2.   Santiago.

3.   Allende.

4.   Manchester City.

5.   Skrifaði skáldsögur.

6.   Spencer.

7.   Babýlon.

8.   Nina Hagen.

9.   Árni Magnússon.

10.   Hún var fyrsta og hingað til eina konan sem hefur fengið Óskarsverðlaun sem leikstjóri kvikmyndar.

***

Svör við aukaspurningum:

Fljúgandi sprengjan á efri myndinni var nefnt V1 – fullu nafni Vergeltungswaffen 1 en V1 dugar alveg. V2 er hins vegar alrangt, svo það sé nú sagt. V2 var eldflaug. V1 var þýsk smíð en óþarfi að vita það.

Á neðri myndinni má sjá Winston Churchill.

***

Aftur hlekkurinn á spurningar gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu