Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

196. spurningaþraut: Marel, Guardiola, Díana prinsessa, Jane Austen, Hammúrabí konungur

196. spurningaþraut: Marel, Guardiola, Díana prinsessa, Jane Austen, Hammúrabí konungur

Hér er hlekkur á hinar bráðskemmtilegu spurningar síðan í gær.

***

Aukaspurning eitt:

Á myndinni að ofan má sjá „leynivopn“ sem tekið var í notkun í síðari heimsstyrjöld. Hvað kallaðist það?

***

Aðalspurningar:

1.   Fyrirtækið Marel er eitt hið öflugasta á Íslandi og reyndar orðið alþjóðafyrirtæki fyrir löngu. Það var stofnað árið 1983 og snerist upphaflega um ákveðna græju sem gerði hvað?

2.   Hvað heitir höfuðborgin í Tjíle?

3.   Hvað hét sá forseti Tjíle sem var drepinn þegar herforingjar rændi völdum í landinu árið 1973?

4.   Hvaða liði í ensku knattspyrnunni stjórnar Pep Guardiola?

5.   Hvað gerði hin enska Jane Austen sér til frægðar?

6.   Hvað var ættarnafn Díönu prinsessu?

7.   Á pönktímanum kom fram á sjónarsviðið mjög litrík og skemmtileg þýsk söngkona sem söng og trallaði á alþjóðavettvangi í nokkur ár, og sló sérstaklega í gegn með plötunni Unbehagen. Hún hefur ekki verið mikið í sviðsljósi umheimsins síðan, nema helst þegar pönktíminn er rifjaður upp, en gefur þó reglulega út plötur og fæst við ýmislegt fleira. Hvað heitir hún?

8.   Lögbók Hammúrabís konungs var skrifuð á leirtöflur fyrir nærri 4.000 árum og er líklega elsta lögbókin sem vitað er um. En í hvaða borgríki var Hammúrabí konungur?

9.   Hvað hét frægi handritasafnari sem bjargaði ótal mörgum íslenskum handritum frá glötun í byrjun átjándu aldar, þótt sum þeirra brynnu svo reyndar í miklum bruna í Kaupmannahöfn?

10.   Í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi hefur Kathryn Bigelow náð að vinna árið 2010 afrek eitt, sem engri konu hafði áður tekist, og hefur heldur ekki lukkast neinni konu síðan. Hvað mundi það vera?

***

Aukaspurning tvö:

Hver er þessi ungi drengur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Vigtaði fisk.

2.   Santiago.

3.   Allende.

4.   Manchester City.

5.   Skrifaði skáldsögur.

6.   Spencer.

7.   Babýlon.

8.   Nina Hagen.

9.   Árni Magnússon.

10.   Hún var fyrsta og hingað til eina konan sem hefur fengið Óskarsverðlaun sem leikstjóri kvikmyndar.

***

Svör við aukaspurningum:

Fljúgandi sprengjan á efri myndinni var nefnt V1 – fullu nafni Vergeltungswaffen 1 en V1 dugar alveg. V2 er hins vegar alrangt, svo það sé nú sagt. V2 var eldflaug. V1 var þýsk smíð en óþarfi að vita það.

Á neðri myndinni má sjá Winston Churchill.

***

Aftur hlekkurinn á spurningar gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár