Heimilismenn búsetuúrræðis Útlendingastofnunnar á Ásbrú segja aðstæður þeirra hafa versnað til muna vegna Covid. Þeir segja að ástandið hafi verið slæmt áður en fyrir viku síðan versnaði það gífurlega. Þetta kemur fram í færslu Refugees in Iceland á Facebook.
Að þeirra sögn fá þeir ekki að yfirgefa herbergi sín nema með einnota grímu en hver íbúi fékk aðeins eina grímu afhenda. Týni þeir grímunni, fá þeir ekki nýja og geta þess vegna ekki yfirgefið herbergi sín.
Þá hefur öllum sameiginlegum rýmum verið lokað, þar á meðal eldhúsinu. Þetta þýðir að heimilismenn geta ekki eldað sinn eigin mat. Þess í stað fá þeir mat frá Útlendingastofnun tvisvar á dag. Heimilismennirnir segja að ef íbúar nái ekki í matinn á tilsettum tíma fái þeir engan mat. Þá hefur heimild þeirra á kortum sem ætluð eru til að versla í búðum verið lækkuð.
„Við erum manneskjur líka.“
Þeir segja matinn ekki henta vissum …
Athugasemdir