Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skipverji rýfur samskiptabann útgerðarinnar og segist hafa verið látinn vinna með Covid-19

Út­gerð­in Hrað­frysti­hús­ið Gunn­vör bann­aði skip­verj­um á Júlí­usi Geir­munds­syni að ræða veik­indi sín við fjöl­miðla. Ung­ur há­seti, Arn­ar Hilm­ars­son, hef­ur rof­ið bann­ið og seg­ir: „Tján­ing mín á mál­inu er óend­an­lega verð­mæt­ari en starf mitt þarna um borð.“

Skipverji rýfur samskiptabann útgerðarinnar og segist hafa verið látinn vinna með Covid-19
Arnar Hilmarsson Fór í viðtal og braut þar með samskiptabann vinnuveitanda síns, Hraðfrystihússins Gunnvarar. Mynd: Skjáskot / RÚV

„Það alvarlegasta var að halda mönnum nauðugum við vinnu á meðan þeir voru veikir,“ segir Arnar Hilmarsson, 21 árs skipverji á Júlíusi Geirmundssyni, í viðtali við RÚV í kvöld um Covid-smit um borð. Skipverjum hefur verið meinað af útgerðinni að tjá sig um málið og þar með ákvörðun útgerðarinnar að halda þeim um borð í þrjár vikur á meðan veikindi geisuðu, með einkennum sem líktust helst Covid-19. Nú eru þrettán skipverjar enn smitaðir af Covid-19. 22 af 25 skipverjar smituðust á tímabilinu af Covid-19, þar af Arnar. 

Arnar sagði frá málinu í viðtali þrátt fyrir bann útgerðarinnar og þrátt fyrir að skipverjar hafi ástæðu til að óttast um atvinnuöryggi sitt ef þeir tjá sig. „Tjáning mín á málinu er óendanlega verðmætari en starf mitt þarna um borð,“ segir Arnar.

Fyrst þegar grunur lék á Covid-smiti um borð setti skipstjórinn sig í samband við smitsjúkdómalækni. Þá voru skipverjar settir í einangrun í klefa sínum, en þar sem þeir deila klefa þurftu aðrir að sofa á milli vakta í setustofu. 

Jafnvel eftir að vitað var að Covid-smit væri um borð, voru skipverjarnir látnir vinna áfram með slæmum afleiðingum fyrir heilsu þeirra, þar sem uppgufun og raki fóru illa í sýkt í lungun á þeim. „Andmæli beinlínis gegn skipstjórunum á frystitogara líðst ekki,“ útskýrir Arnar.

Erfiðast að sjá harðasta manninn óvinnufæran

Arnar lýsir því í viðtalinu að hann hafi fengið svima, hausverk, hálsbólgu og hósta, en þekkt er að Covid-einkenni verða alvarlegri með aldrinum. Elsti skipverjinn er á sjötugsaldri. Á meðan þeir voru veikir voru þeir látnir standa vaktina meðan þeir gátu.

„Sá sem varð veikastur er einn harðasti maður, sem ég veit um, og hann lét sig hafa það í einhverjar þrjár vaktir að vinna veikur. Svo var hann einfaldlega orðinn svo slæmur að hann bara gat það mögulega ekki. Það var bara erfitt að horfa upp á hann færa sig upp af bekknum og upp í sjúkraklefa,“ segir hann.

Þá segir Arnar að viðbrögð Hraðfrystihússins Gunnvarar við veikindum skipverja séu lýsandi fyrir framkomu fyrirtækisins.

„Hegðun HG í þessum kórónuvírusskandal núna er í nákvæmu samræmi við hegðun fyrirtækisins gagnvart starfsmönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfsmanna í fortíðinni.“

Hraðfrystihúsið Gunnvör fékk forvarnaverðlaun tryggingafélagsins TM árið 2012 og sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Einar Valur Kristjánsson, að starfsfólkið væri lykillinn að viðurkenningunni. „Þetta er klapp á bakið og segir okkur að við séum að gera rétt,“ sagði hann.

Þá sagði að mat sérfræðinga TM væri að öryggishegðun væri mjög sterk innan HG og að öryggisvitund, ásamt forvörnum, skiluðu árangri með fækkun slysa og veikinda.

Um leið og áhöfninni hefur verið meinað að tjá sig hefur Einar Valur neitað að svara fyrir ákvarðanir útgerðarinnar.

Einar Valur er varaformaður atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins, sem fjallar um sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, iðnaðar- og orku­mál, nýsköpun og tækni­­þróun í stefnumótun á landsfundum flokksins. 

Ráðuneyti veiti umsögn um málshöfðun

Lögreglan á Vestfjörðum íhugar nú að gera frumkvæðisrannsókn á athæfi útgerðarinnar.

Starfsaðstæður og réttindi sjómanna eru ekki með sama hætti og í öðrum starfsgeirum. Samkvæmt sjómannalögum „skal skipverji hlýða skipunum yfirboðara sinna er að starfinu lúta“ og „getur þröngvað skipverjum til hlýðni með valdi ef það er nauðsynlegt til að halda góðri reglu á skipinu“. En á móti eru lagðar skyldur á herðar skipstjóranum í sömu lögum. „Skipstjóri skal hafa eftirlit með heilbrigðismálum og hreinlæti á skipinu.“

Ef ætlunin er að ákæra á grundvelli sjómannalaga verður það ekki gert nema eftir að fengin hafi verið umsögn frá sjávarútvegsráðuneytinu, en ráðherra sjávarútvegsmála er Kristján Þór Júlíusson.

Ítarlegt viðtal við Arnar má sjá á vef Rúv.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu