Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skipverji rýfur samskiptabann útgerðarinnar og segist hafa verið látinn vinna með Covid-19

Út­gerð­in Hrað­frysti­hús­ið Gunn­vör bann­aði skip­verj­um á Júlí­usi Geir­munds­syni að ræða veik­indi sín við fjöl­miðla. Ung­ur há­seti, Arn­ar Hilm­ars­son, hef­ur rof­ið bann­ið og seg­ir: „Tján­ing mín á mál­inu er óend­an­lega verð­mæt­ari en starf mitt þarna um borð.“

Skipverji rýfur samskiptabann útgerðarinnar og segist hafa verið látinn vinna með Covid-19
Arnar Hilmarsson Fór í viðtal og braut þar með samskiptabann vinnuveitanda síns, Hraðfrystihússins Gunnvarar. Mynd: Skjáskot / RÚV

„Það alvarlegasta var að halda mönnum nauðugum við vinnu á meðan þeir voru veikir,“ segir Arnar Hilmarsson, 21 árs skipverji á Júlíusi Geirmundssyni, í viðtali við RÚV í kvöld um Covid-smit um borð. Skipverjum hefur verið meinað af útgerðinni að tjá sig um málið og þar með ákvörðun útgerðarinnar að halda þeim um borð í þrjár vikur á meðan veikindi geisuðu, með einkennum sem líktust helst Covid-19. Nú eru þrettán skipverjar enn smitaðir af Covid-19. 22 af 25 skipverjar smituðust á tímabilinu af Covid-19, þar af Arnar. 

Arnar sagði frá málinu í viðtali þrátt fyrir bann útgerðarinnar og þrátt fyrir að skipverjar hafi ástæðu til að óttast um atvinnuöryggi sitt ef þeir tjá sig. „Tjáning mín á málinu er óendanlega verðmætari en starf mitt þarna um borð,“ segir Arnar.

Fyrst þegar grunur lék á Covid-smiti um borð setti skipstjórinn sig í samband við smitsjúkdómalækni. Þá voru skipverjar settir í einangrun í klefa sínum, en þar sem þeir deila klefa þurftu aðrir að sofa á milli vakta í setustofu. 

Jafnvel eftir að vitað var að Covid-smit væri um borð, voru skipverjarnir látnir vinna áfram með slæmum afleiðingum fyrir heilsu þeirra, þar sem uppgufun og raki fóru illa í sýkt í lungun á þeim. „Andmæli beinlínis gegn skipstjórunum á frystitogara líðst ekki,“ útskýrir Arnar.

Erfiðast að sjá harðasta manninn óvinnufæran

Arnar lýsir því í viðtalinu að hann hafi fengið svima, hausverk, hálsbólgu og hósta, en þekkt er að Covid-einkenni verða alvarlegri með aldrinum. Elsti skipverjinn er á sjötugsaldri. Á meðan þeir voru veikir voru þeir látnir standa vaktina meðan þeir gátu.

„Sá sem varð veikastur er einn harðasti maður, sem ég veit um, og hann lét sig hafa það í einhverjar þrjár vaktir að vinna veikur. Svo var hann einfaldlega orðinn svo slæmur að hann bara gat það mögulega ekki. Það var bara erfitt að horfa upp á hann færa sig upp af bekknum og upp í sjúkraklefa,“ segir hann.

Þá segir Arnar að viðbrögð Hraðfrystihússins Gunnvarar við veikindum skipverja séu lýsandi fyrir framkomu fyrirtækisins.

„Hegðun HG í þessum kórónuvírusskandal núna er í nákvæmu samræmi við hegðun fyrirtækisins gagnvart starfsmönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfsmanna í fortíðinni.“

Hraðfrystihúsið Gunnvör fékk forvarnaverðlaun tryggingafélagsins TM árið 2012 og sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Einar Valur Kristjánsson, að starfsfólkið væri lykillinn að viðurkenningunni. „Þetta er klapp á bakið og segir okkur að við séum að gera rétt,“ sagði hann.

Þá sagði að mat sérfræðinga TM væri að öryggishegðun væri mjög sterk innan HG og að öryggisvitund, ásamt forvörnum, skiluðu árangri með fækkun slysa og veikinda.

Um leið og áhöfninni hefur verið meinað að tjá sig hefur Einar Valur neitað að svara fyrir ákvarðanir útgerðarinnar.

Einar Valur er varaformaður atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins, sem fjallar um sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, iðnaðar- og orku­mál, nýsköpun og tækni­­þróun í stefnumótun á landsfundum flokksins. 

Ráðuneyti veiti umsögn um málshöfðun

Lögreglan á Vestfjörðum íhugar nú að gera frumkvæðisrannsókn á athæfi útgerðarinnar.

Starfsaðstæður og réttindi sjómanna eru ekki með sama hætti og í öðrum starfsgeirum. Samkvæmt sjómannalögum „skal skipverji hlýða skipunum yfirboðara sinna er að starfinu lúta“ og „getur þröngvað skipverjum til hlýðni með valdi ef það er nauðsynlegt til að halda góðri reglu á skipinu“. En á móti eru lagðar skyldur á herðar skipstjóranum í sömu lögum. „Skipstjóri skal hafa eftirlit með heilbrigðismálum og hreinlæti á skipinu.“

Ef ætlunin er að ákæra á grundvelli sjómannalaga verður það ekki gert nema eftir að fengin hafi verið umsögn frá sjávarútvegsráðuneytinu, en ráðherra sjávarútvegsmála er Kristján Þór Júlíusson.

Ítarlegt viðtal við Arnar má sjá á vef Rúv.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár