Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Skattleggja þá staðreynd að við förum á blæðingar“

Tvær stúlk­ur í Lang­holts­skóla skora á stjórn­völd að fella nið­ur skatta á tíða­vör­um og tryggja ungu fólki þær í skól­um og fé­lags­mið­stöðv­um án end­ur­gjalds. Þær hafa sent inn um­sögn um fjár­laga­frum­varp­ið og segja stjórn­völd græða á ein­stak­ling­um sem fara á blæð­ing­ar.

Anna María Allawawi Sonde og Saga María Sæþórsdóttir Stúlkurnar hafa bent bæði Reykjavíkurborg og Alþingi á kostnaðinn sem leggst á ungt fólk vegna tíðarvara.

Anna María Allawawi Sonde, 14 ára, og Saga María Sæþórsdóttir, 15 ára, vilja að Alþingi felli niður skatt á tíðavörum og að ungu fólki verði boðið upp á fríar tíðavörur í skólum og félagsmiðstöðvum. Þær sendu inn umsögn við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar með áskorun á Alþingi og vilja að Ísland verði til fyrirmyndar fyrir önnur lönd í þessum efnum.

„Spurning okkar til Alþingis er bara hvort ykkur finnist réttlátt að það sé verið að skattleggja þá staðreynd að við förum á blæðingar,“ segir Anna María. „Og fjárhagsleg staða foreldra á ekki að koma niður á ungum stelpum og ungu fólki.“

Anna María og Saga María eru báðar í Langholtsskóla og spratt barátta þeirra upp úr verkefni sem Anna María var að vinna í skólanum um „bleika skattinn“ svokallaða, en þar til nýlega voru getnaðarvarnir og tíðavörur skattlagðar á efra þrepi virðisaukaskatts. Hafa þær nú verið færðar í neðra þrepið og bera …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár