Anna María Allawawi Sonde, 14 ára, og Saga María Sæþórsdóttir, 15 ára, vilja að Alþingi felli niður skatt á tíðavörum og að ungu fólki verði boðið upp á fríar tíðavörur í skólum og félagsmiðstöðvum. Þær sendu inn umsögn við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar með áskorun á Alþingi og vilja að Ísland verði til fyrirmyndar fyrir önnur lönd í þessum efnum.
„Spurning okkar til Alþingis er bara hvort ykkur finnist réttlátt að það sé verið að skattleggja þá staðreynd að við förum á blæðingar,“ segir Anna María. „Og fjárhagsleg staða foreldra á ekki að koma niður á ungum stelpum og ungu fólki.“
Anna María og Saga María eru báðar í Langholtsskóla og spratt barátta þeirra upp úr verkefni sem Anna María var að vinna í skólanum um „bleika skattinn“ svokallaða, en þar til nýlega voru getnaðarvarnir og tíðavörur skattlagðar á efra þrepi virðisaukaskatts. Hafa þær nú verið færðar í neðra þrepið og bera …
Athugasemdir