„Það var ekki meðvitað sem ég breytti um lífsstíl en það ferðalag hefur veitt mér svo mikla hamingju að ég hefði aldrei trúað því hefði mér verið sagt það fyrir fimmtán árum.“ Þetta segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, sem fyrir áratug var það sem hún kallaði „algjör sófakartafla“. Síðan þá hefur hún tekið þátt í fimm Ironman-keppnum, hlaupið 100 kílómetra hlaup, 100 mílna hlaup, hjólað yfir Ísland þvert og endilangt, synt yfir Ermarsundið og gengið Vasagönguna í Svíþjóð, auk annars.
Halldóra stundar í dag útivist og íþróttir af slíku kappi að sumum gæti þótt nóg um. „Mín hamingja felst í útiveru og hreyfingu,“ segir Halldóra. Hún forgangsraðar í lífi sínu til að hámarka þá hamingju sem hún fær út úr því að vera úti í náttúrunni og hreyfa sig. Hún horfir lítð sem ekkert á sjónvarp og les bækur með eyrunum, ef svo má að orði komast.
Athugasemdir