Þekkt eru áhrif D-vítamíns að styðja við varnir gegn öndunarfærasjúkdómum. Því hafa vísindamenn rætt möguleikann á að inntaka þess geti hjálpað gegn útbreiðslu COVID-19, eins og kemur fram í nýlegri grein í læknatímaritinu The Lancet.
Eins og stendur eru rannsóknir ekki komnar nógu langt til að staðfesta þetta, en tímaritið telur sig þó geta hvatt til inntöku D-vítamíns innan skynsamlegra marka, enda styðji það einnig við heilbrigði beina og vöðva. Því sé engu að tapa, en mögulega til mikils að vinna.
Athugasemdir