Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þorsteinn Már barði í borðið: Það sem Seðlabankamálið snerist um

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hef­ur fært um­ræð­una um Seðla­banka­mál­ið inn í þann far­veg að það snú­ist um við­skipti með karfa og sam­særi RÚV og Seðla­banka Ís­lands. Um­ræð­ur í að­al­með­ferð skaða­bóta­máls Sam­herja gegn Seðla­banka Ís­lands hafa hins veg­ar sprengt þá sögu­skýr­ingu.

Þorsteinn Már barði í borðið: Það sem Seðlabankamálið snerist um
Kýpur ekki karfi Aðalmeðferðin í skaðabótamáli Samherja gegn Seðlabanka Íslands hefur sýnt að rannsóknin á félaginu snerist í um viðskipti með fisk í gegnum Kýpur en karfaviðskipti frá Íslandi. Mynd: Davíð Þór

Varnir Þorsteins Más Baldvinssonar og Samherja í opinberri umræðu um Seðlabankamálið svokallaða hafa að stóru leyti snúist um að tala um fisktegundina karfa og rangar ályktanir og umfjöllun um sölu útgerðarinnar á þessari tegund. Svo áberandi hefur þetta tal um karfa verið að einn blaðamaður hefur búið til nýyrðið „karfatuð“ til að lýsa því. 

Tal Þorsteins Más um karfann gengur í stuttu máli út á það að upphaf rannsóknarinnar á gjaldeyrisskilum Samherja árið 2012 megi alfarið rekja til umfjöllunar Kastljóss um viðskipti félagsins með karfa frá Íslandi og gögn sem blaðamaður RÚV hafi komið til bankans. Þessi umfjöllun hafi ekki átt við rök að styðjast og að þar af leiðandi hafi öll rannsóknin á gjaldeyrisskilum félagsins verið byggð á sandi. 

Á bak við þessa karfaumræðu liggur sú kenning Þorsteins Más að Seðlabankamálið eigi rætur sínar að rekja til samsæris á milli Seðlabankans og Ríkisútvarpsins. Hann hefur sagt að skjallegar heimildir um að rannsóknin á gjaldeyrisskilum hafi hafist fyrir árið 2012 og hafi upphaflega ekki snúist um sölu á karfa séu „eftiráskýringar“ af því þetta rímar ekki við karfakenningu hans. Þorsteinn Már hefur ítrekað lýst yfir furðu sinni á því að Seðlabankamálið hafi verið byggt upp á gögnum um karfaviðskipti félagsins því honum þótti þetta smávægilegt. 

„Ég er ekki að tala neitt um karfa“

Afhjúpandi aðalmeðferðAðalmeðferðin í málinu hefur verið afhjúpandi um megininntakk Seðlabankamálsins. Hér má sjá myndskeið með Þorsteini Má, forstjóra Samherja, í héraðsdómi í dag. Davíð Þór

Seðlabankinn er ekki að tala um karfa

Í aðalmeðferð skaðabótamáls Samherja gegn Seðlabanka Íslands í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag reyndi lögmaður Seðlabankans, Jóhannes Karl Sveinsson, að ná utan um helsta inntak rannsóknar Seðlabankans þegar hann spurði Þorstein Má út í rannsókn málsins.

Þegar rannsókn Seðlabankans á málinu fór fram, árin 2012 til 2015, var Samherji líka að reyna að átta sig á því um hvað nákvæmlega rannsókn bankans á útgerðinni snerist. Þetta sagði Þorsteinn Már fyrir dómi í dag. Meðal annars út af þessu réði Samherji afbrotafræðinginn Jón Óttar Ólafsson til að kortleggja þetta og eftir atvikum að komast að því hvort og þá hvað hafi misfarist í rekstrinum til að hægt væri að bæta úr því.

Ástæðan fyrir því að Þorsteini Má hefur verið sú umhugað um að halda þeirri söguskýringu á lofti að Seðlabankamálið hafi snúist um viðskipti með karfa er líklega sú að það sem var undir í rannsókninni var miklu stærra mál. Gögnin um karfaviðskiptin voru pappírar sem bentu til að Samherji stundaði milliverðlagningu frá Íslandi en tilgáta Seðlabankans um meint brot á gjaldeyrislögunum var stærri en þetta. 

Á einu augnabliki í samskiptum Þorsteins Más og Jóhannesar Karls í dag sagði lögmaðurinn, eftir að Þorsteinn Már hafði enn og aftur byrjað að tala um karfa þegar rætt var um Afíkuveiðar og Kýpur:  „Ég er ekki að tala neitt um karfa“. Þetta kemur fram í grein Kjarnans. 

Átti allur gjaldeyririnn að fara til Íslands?

Þorsteinn Már veit líklega að rannsókn Seðlabankans snerist um annað og meira en viðskpti með karfa þó svo gögnin frá verðlagsstofu skiptaverðs um karfaviðskipti félagsins hafi átt þátt í að leiða til húsleitarinnar hjá félaginu árið 2012. Stærsta atriðið í rannsókn Samherja snerist um veiði og sölu á fiski í Afríku en Samherji rak stóra útgerð þar á árunum 2007 til 2013, Kötlu Seafood.

Í húsleitarheimildinni frá árið 2012 sagði meðal annars að Seðlabankinn teldi líklegt að frekari rannsókn málsins myndi sýna fram á að erlendum dótturfélögum Samherja, meðal annars eignarhaldsfélög og sölufyrirtæki á Kýpur væri stýrt frá Íslandi en ekki viðkomandi löndum og að gjaldeyririnn sem yrði til í starfseminni ætti því að skila sér allur til Íslands samkvæmt reglunum um gjaldeyrismál sem settar voru eftir hrunið árð 2008. „Að mati Seðlabanka Íslands er óumflýjanlegt að rannska ítarlega hversu umfangsmikil meint brot eru. Jafnframt leikur grunur á um að annars vegar að raunveruleg framkvæmdastjórn hinna erlendu félaga, Icefresh GmBh, og Seagold Ltd., sé á Íslandi og hins vegar að þau félög, sem beiðni þessi lýtur að, séu starfrækt sem ein heild.“

Þegar talið barst að Afríkuveiðum Samherja og sölu fyrirtækisins á þessum fiski í gegnum Kýpur komst hiti í leikinn og Þorsteinn Már Baldvinsson snöggreiddist, samkvæmt frásögn RÚV, og barði í borðið sem hann sat við í dómssalnum.

Jóhannes Karl sagði meðal annars að fyrirtæki Samherja á Kýpur hefði selt fisk frá Afríku fyrir 50 milljarða króna á þeim tíma sem rannsóknin tekur til. Kenning Seðlabankans hafi verið sú að allur þessi gjaldeyrir hefði átt að fara til Íslands. Þorsteinn Már sagði jafnframt að Seðlabankinn hefði sakað Samherja um að skila ekki 85 milljörðum króna af gjaldeyri.

Þessar umræður pirruðu Þorstein Má og sagði hann að þetta hefði ekki verið það sem húsleit Seðlabanka Íslands snerist um heldur um meinta milliverðlagningu á sölu karfa frá Íslandi.

Þetta segir Þorsteinn þrátt fyrir að það komi skýrt fram í húsleitarheimild Seðlabanka Íslands að það sem sé undir í rannsókninni sé hvort erlendum félögum Samherja, meðal annars í Afríkurekstrinum, hefði verið stjórnað frá Íslandi og þá hvort gjaldeyririnn í starfsemi þeirra hefði átt að koma til Íslands.

Þorsteinn neitaði því að Samherji seldi í gegnum Kýpur

Viðbrögð Þorsteins Má við umræðunni um fiskveiðar Samherja í Afríku og sölu á fiski sem þar var veiddur í gegnum Kýpur þurfa raunar ekki að koma á óvart þar sem efnið er viðkvæmt fyrir honum og hefur verið lengi. Hann vill að umræðan um Seðlabankamálið einskorðist við karfaviðskipti Samherja frá Íslandi og ekki tugmilljarða viðskipti með fisk veiddan í Afríku í gegnum Kýpur. 

 „Við stofnuðum aldrei sölufyrirtæki á Kýpur“

Í febrúar og apríl í fyrra þegar Stundin fjallaði um viðskipti Samherja á Kýpur neitaði Þorsteinn Már því að fyrirtækið seldi fisk í gegnum Kýpur. „Við stofnuðum aldrei sölufyrirtæki á Kýpur og það er alveg ljóst hvar sölufyrirtæki Samherja eru,“ sagði Þorsteinn Már aðspurður um reksturinn á Kýpur. 

Í ásreikningi helsta eignarhaldsfélags Samherja á Kýpur, Esju Seafood, sagði hins vegar að sala á fiski væri einn helsti tilgangur félagsins: „Helsti tilgangur fyrirtækisins hélt áfram að vera sala á fiski, framleiga á fiskiskipum, eignarhald á langtímafjárfestingum og fjármögnun dótturfélaga og annarra tengdra félaga.“

Félög Samherja á Kýpur áttu einnig í viðskiptum með fisk frá Íslandi. Árið 2014 keypti Esja Seafood til dæmis fiskafurðir af félögum Samherja á Íslandi og í öðrum löndum fyrir tæplega 16,6 milljónir dollara, eða rúmlega 2,1 milljarð íslenskra króna og árið áður námu þessi viðskipti 14 milljónum dollara, eða rúmlega 1,6 milljörðum króna.

Stundin hefur ekki fengið úr því skorið af hverju Þorsteinn Már sagði við Stundina að Samherji væri ekki með fisksölufyrirtæki á Kýpur þegar það liggur fyrir að svo er þar sem félagið hefur selt hestamakrílinn sem það hefur veitt í Afríku í gegnum eyjuna. 

„Við skulum segja samskiptum okkar lokið.“

Eftir að Stundin birti þessa grein um Kýpurviðskipti Samherja í fyrra sendi Þorsteinn Már smáskilaboð til blaðamanns Stundarinnar þar sem hann sagði  að samskiptunum væri „lokið“ og hefur hann staðið við þetta. „Til hamingju með greinina í dag. Við skulum segja samskiptum okkar lokið.“

Þetta er því umræða, Kýpur og Afríkuveiðarnar, er því umræða sem Þorsteini Má er ekkert sérstaklega vel við. 

Aðalmeðferðin í dag sýnir meðal annars að það eru Afríkuveiðar og Kýpurviðskipti Samherja sem Seðlabankamálið snerist í grunninn einna mest um; viðskipti sem námu tugum milljörðum króna og spurninguna um skilaskyldu á þessum fjármunum til Íslands í höftum.

Kýpur og Afríka voru aðalatriðið og karfinn var aukaatriði í stóra samhenginu. 

Málinu gegn Samherja var á endanum vísað frá á grundvelli formgalla við lagasetningu á lögum um gjaldeyrismál þar sem samþykki Björgvins G. Sigurðssonar, þáverandi viðskiptaráðherra, á reglum skorti og reglurnar öðluðust því ekki gildi eins og vera bar. Ekki var því á endanum hægt að notast við þessar reglur í framkvæmd gjaldeyrishaftanna sökum þessa formgalla. Allar sektir og mögulegar refsingar sem leiddu af þessum gölluðu reglum, sem í reynd aldrei öðluðust formlegt gildi, voru því ógildar.  

Þetta lá hins vegar ekki fyrir þegar málið var til rannsóknar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár