Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þorsteinn Már barði í borðið: Það sem Seðlabankamálið snerist um

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hef­ur fært um­ræð­una um Seðla­banka­mál­ið inn í þann far­veg að það snú­ist um við­skipti með karfa og sam­særi RÚV og Seðla­banka Ís­lands. Um­ræð­ur í að­al­með­ferð skaða­bóta­máls Sam­herja gegn Seðla­banka Ís­lands hafa hins veg­ar sprengt þá sögu­skýr­ingu.

Þorsteinn Már barði í borðið: Það sem Seðlabankamálið snerist um
Kýpur ekki karfi Aðalmeðferðin í skaðabótamáli Samherja gegn Seðlabanka Íslands hefur sýnt að rannsóknin á félaginu snerist í um viðskipti með fisk í gegnum Kýpur en karfaviðskipti frá Íslandi. Mynd: Davíð Þór

Varnir Þorsteins Más Baldvinssonar og Samherja í opinberri umræðu um Seðlabankamálið svokallaða hafa að stóru leyti snúist um að tala um fisktegundina karfa og rangar ályktanir og umfjöllun um sölu útgerðarinnar á þessari tegund. Svo áberandi hefur þetta tal um karfa verið að einn blaðamaður hefur búið til nýyrðið „karfatuð“ til að lýsa því. 

Tal Þorsteins Más um karfann gengur í stuttu máli út á það að upphaf rannsóknarinnar á gjaldeyrisskilum Samherja árið 2012 megi alfarið rekja til umfjöllunar Kastljóss um viðskipti félagsins með karfa frá Íslandi og gögn sem blaðamaður RÚV hafi komið til bankans. Þessi umfjöllun hafi ekki átt við rök að styðjast og að þar af leiðandi hafi öll rannsóknin á gjaldeyrisskilum félagsins verið byggð á sandi. 

Á bak við þessa karfaumræðu liggur sú kenning Þorsteins Más að Seðlabankamálið eigi rætur sínar að rekja til samsæris á milli Seðlabankans og Ríkisútvarpsins. Hann hefur sagt að skjallegar heimildir um að rannsóknin á gjaldeyrisskilum hafi hafist fyrir árið 2012 og hafi upphaflega ekki snúist um sölu á karfa séu „eftiráskýringar“ af því þetta rímar ekki við karfakenningu hans. Þorsteinn Már hefur ítrekað lýst yfir furðu sinni á því að Seðlabankamálið hafi verið byggt upp á gögnum um karfaviðskipti félagsins því honum þótti þetta smávægilegt. 

„Ég er ekki að tala neitt um karfa“

Afhjúpandi aðalmeðferðAðalmeðferðin í málinu hefur verið afhjúpandi um megininntakk Seðlabankamálsins. Hér má sjá myndskeið með Þorsteini Má, forstjóra Samherja, í héraðsdómi í dag. Davíð Þór

Seðlabankinn er ekki að tala um karfa

Í aðalmeðferð skaðabótamáls Samherja gegn Seðlabanka Íslands í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag reyndi lögmaður Seðlabankans, Jóhannes Karl Sveinsson, að ná utan um helsta inntak rannsóknar Seðlabankans þegar hann spurði Þorstein Má út í rannsókn málsins.

Þegar rannsókn Seðlabankans á málinu fór fram, árin 2012 til 2015, var Samherji líka að reyna að átta sig á því um hvað nákvæmlega rannsókn bankans á útgerðinni snerist. Þetta sagði Þorsteinn Már fyrir dómi í dag. Meðal annars út af þessu réði Samherji afbrotafræðinginn Jón Óttar Ólafsson til að kortleggja þetta og eftir atvikum að komast að því hvort og þá hvað hafi misfarist í rekstrinum til að hægt væri að bæta úr því.

Ástæðan fyrir því að Þorsteini Má hefur verið sú umhugað um að halda þeirri söguskýringu á lofti að Seðlabankamálið hafi snúist um viðskipti með karfa er líklega sú að það sem var undir í rannsókninni var miklu stærra mál. Gögnin um karfaviðskiptin voru pappírar sem bentu til að Samherji stundaði milliverðlagningu frá Íslandi en tilgáta Seðlabankans um meint brot á gjaldeyrislögunum var stærri en þetta. 

Á einu augnabliki í samskiptum Þorsteins Más og Jóhannesar Karls í dag sagði lögmaðurinn, eftir að Þorsteinn Már hafði enn og aftur byrjað að tala um karfa þegar rætt var um Afíkuveiðar og Kýpur:  „Ég er ekki að tala neitt um karfa“. Þetta kemur fram í grein Kjarnans. 

Átti allur gjaldeyririnn að fara til Íslands?

Þorsteinn Már veit líklega að rannsókn Seðlabankans snerist um annað og meira en viðskpti með karfa þó svo gögnin frá verðlagsstofu skiptaverðs um karfaviðskipti félagsins hafi átt þátt í að leiða til húsleitarinnar hjá félaginu árið 2012. Stærsta atriðið í rannsókn Samherja snerist um veiði og sölu á fiski í Afríku en Samherji rak stóra útgerð þar á árunum 2007 til 2013, Kötlu Seafood.

Í húsleitarheimildinni frá árið 2012 sagði meðal annars að Seðlabankinn teldi líklegt að frekari rannsókn málsins myndi sýna fram á að erlendum dótturfélögum Samherja, meðal annars eignarhaldsfélög og sölufyrirtæki á Kýpur væri stýrt frá Íslandi en ekki viðkomandi löndum og að gjaldeyririnn sem yrði til í starfseminni ætti því að skila sér allur til Íslands samkvæmt reglunum um gjaldeyrismál sem settar voru eftir hrunið árð 2008. „Að mati Seðlabanka Íslands er óumflýjanlegt að rannska ítarlega hversu umfangsmikil meint brot eru. Jafnframt leikur grunur á um að annars vegar að raunveruleg framkvæmdastjórn hinna erlendu félaga, Icefresh GmBh, og Seagold Ltd., sé á Íslandi og hins vegar að þau félög, sem beiðni þessi lýtur að, séu starfrækt sem ein heild.“

Þegar talið barst að Afríkuveiðum Samherja og sölu fyrirtækisins á þessum fiski í gegnum Kýpur komst hiti í leikinn og Þorsteinn Már Baldvinsson snöggreiddist, samkvæmt frásögn RÚV, og barði í borðið sem hann sat við í dómssalnum.

Jóhannes Karl sagði meðal annars að fyrirtæki Samherja á Kýpur hefði selt fisk frá Afríku fyrir 50 milljarða króna á þeim tíma sem rannsóknin tekur til. Kenning Seðlabankans hafi verið sú að allur þessi gjaldeyrir hefði átt að fara til Íslands. Þorsteinn Már sagði jafnframt að Seðlabankinn hefði sakað Samherja um að skila ekki 85 milljörðum króna af gjaldeyri.

Þessar umræður pirruðu Þorstein Má og sagði hann að þetta hefði ekki verið það sem húsleit Seðlabanka Íslands snerist um heldur um meinta milliverðlagningu á sölu karfa frá Íslandi.

Þetta segir Þorsteinn þrátt fyrir að það komi skýrt fram í húsleitarheimild Seðlabanka Íslands að það sem sé undir í rannsókninni sé hvort erlendum félögum Samherja, meðal annars í Afríkurekstrinum, hefði verið stjórnað frá Íslandi og þá hvort gjaldeyririnn í starfsemi þeirra hefði átt að koma til Íslands.

Þorsteinn neitaði því að Samherji seldi í gegnum Kýpur

Viðbrögð Þorsteins Má við umræðunni um fiskveiðar Samherja í Afríku og sölu á fiski sem þar var veiddur í gegnum Kýpur þurfa raunar ekki að koma á óvart þar sem efnið er viðkvæmt fyrir honum og hefur verið lengi. Hann vill að umræðan um Seðlabankamálið einskorðist við karfaviðskipti Samherja frá Íslandi og ekki tugmilljarða viðskipti með fisk veiddan í Afríku í gegnum Kýpur. 

 „Við stofnuðum aldrei sölufyrirtæki á Kýpur“

Í febrúar og apríl í fyrra þegar Stundin fjallaði um viðskipti Samherja á Kýpur neitaði Þorsteinn Már því að fyrirtækið seldi fisk í gegnum Kýpur. „Við stofnuðum aldrei sölufyrirtæki á Kýpur og það er alveg ljóst hvar sölufyrirtæki Samherja eru,“ sagði Þorsteinn Már aðspurður um reksturinn á Kýpur. 

Í ásreikningi helsta eignarhaldsfélags Samherja á Kýpur, Esju Seafood, sagði hins vegar að sala á fiski væri einn helsti tilgangur félagsins: „Helsti tilgangur fyrirtækisins hélt áfram að vera sala á fiski, framleiga á fiskiskipum, eignarhald á langtímafjárfestingum og fjármögnun dótturfélaga og annarra tengdra félaga.“

Félög Samherja á Kýpur áttu einnig í viðskiptum með fisk frá Íslandi. Árið 2014 keypti Esja Seafood til dæmis fiskafurðir af félögum Samherja á Íslandi og í öðrum löndum fyrir tæplega 16,6 milljónir dollara, eða rúmlega 2,1 milljarð íslenskra króna og árið áður námu þessi viðskipti 14 milljónum dollara, eða rúmlega 1,6 milljörðum króna.

Stundin hefur ekki fengið úr því skorið af hverju Þorsteinn Már sagði við Stundina að Samherji væri ekki með fisksölufyrirtæki á Kýpur þegar það liggur fyrir að svo er þar sem félagið hefur selt hestamakrílinn sem það hefur veitt í Afríku í gegnum eyjuna. 

„Við skulum segja samskiptum okkar lokið.“

Eftir að Stundin birti þessa grein um Kýpurviðskipti Samherja í fyrra sendi Þorsteinn Már smáskilaboð til blaðamanns Stundarinnar þar sem hann sagði  að samskiptunum væri „lokið“ og hefur hann staðið við þetta. „Til hamingju með greinina í dag. Við skulum segja samskiptum okkar lokið.“

Þetta er því umræða, Kýpur og Afríkuveiðarnar, er því umræða sem Þorsteini Má er ekkert sérstaklega vel við. 

Aðalmeðferðin í dag sýnir meðal annars að það eru Afríkuveiðar og Kýpurviðskipti Samherja sem Seðlabankamálið snerist í grunninn einna mest um; viðskipti sem námu tugum milljörðum króna og spurninguna um skilaskyldu á þessum fjármunum til Íslands í höftum.

Kýpur og Afríka voru aðalatriðið og karfinn var aukaatriði í stóra samhenginu. 

Málinu gegn Samherja var á endanum vísað frá á grundvelli formgalla við lagasetningu á lögum um gjaldeyrismál þar sem samþykki Björgvins G. Sigurðssonar, þáverandi viðskiptaráðherra, á reglum skorti og reglurnar öðluðust því ekki gildi eins og vera bar. Ekki var því á endanum hægt að notast við þessar reglur í framkvæmd gjaldeyrishaftanna sökum þessa formgalla. Allar sektir og mögulegar refsingar sem leiddu af þessum gölluðu reglum, sem í reynd aldrei öðluðust formlegt gildi, voru því ógildar.  

Þetta lá hins vegar ekki fyrir þegar málið var til rannsóknar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár