Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ekki pláss fyrir fjölmiðla í dómssalnum í Samherjamálinu

Að­al­með­ferð í skaða­bóta­máli Sam­herja gegn Seðla­banka Ís­lands hófst í morg­un. Dómssal­ur­inn í mál­inu er svo lít­ill að ekki er pláss fyr­ir fjöl­miðla inni í hon­um. Í mál­inu geta komð fram nýj­ar upp­lýs­ing­ar, sem hing­að til hafa ekki ver­ið op­in­ber­ar, um rann­sókn Seðla­bank­ans á Sam­herja.

Ekki pláss fyrir fjölmiðla í dómssalnum í Samherjamálinu
Fyrir utan dómssalinn Á myndinni sést hvernig fulltrúar fjölmiðla þurftu að koma sér fyrir utan við dómssalinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun til að fylgjast með aðalmeðferðinni í skaðabótamáli Samherja gegn íslenska ríkinu. Mynd: Davíð Þór

Starfsfólk fjölmiðla kemst ekki fyrir í dómssalnum til að fylgjast með aðalmeðferðinni í skaðabótmáli útgerðarfélagsins Samherja gegn Seðlabanka Íslands. Dómssalurinn er svo lítill að þar er einungis pláss fyrir örfáa áhorfendur í sætum auk þess sem eins metra reglan vegna COVID-19 takmarkar enn frekar þann fjölda sem má vera inni í salnum. Enginn fulltrúi fjölmiðils náði einum af þessum sætum í morgun. Myndir frá vettvangi sýna hvernig fjölmiðlafólk þarf að vera utan dómssalinn og fylgjast með gangi málsins eftir bestu getu með þeim hætti í gegnum opna hurð fyrir utan salinn. 

Skaðabótamál Samherja gegn Seðlabanka Íslands snýst um tilraun útgerðarfélagsins til að sækja 316 millljóna króna bætur frá íslenska ríkinu vegna málsmeðferðar bankans á rannsókn á meintum gjaldeyrisbrotum félagsins á árunum 2012 til 2015. 10 milljónir af fjárkröfunni er miskabótakrafa en 306 milljónir er krafa fyrir alls kyns kostnað eins og laun allra starfsmanna Samherja þegar húsleitir fóru fram í höfuðstöðvum Samherja árið 2012. Þá er einnig gerð krafa um að Seðlabanki Íslands greiði laun starfsmanna útgerðarinnar sem rannsökuðu málið á sínum tíma fyrir hönd Samherja. 

Sú staðreynd að fjölmiðlar komast ekki inn í dómsalinn vegna smæðar hans til að fylgjast með málinu þýðir að aðgengi fjölmiðla að upplýsingum um eðli rannsóknar Seðlabankans á Samherja er takmarkað og skert. Lögmaður Seðlabankans, Jóhannes Karl Sveinsson, mun þurfa að fjalla efnislega um rannsóknina að einhverju leyti í vörnum bankans gegn kröfu Samherja. Þá geta mögulega komið fram nýjar upplýsingar um málið og rannsóknina; upplýsingar sem hingað til hafa ekki verið opinberar. 

Í greinargerð lögmannsins eru meint sakarefni í kærum Seðlabanka tilgreind þótt búið sé að krota yfir umfjallanir um inntak þessara kæruliða sökum þess að málinu gegn stjórnendum Samherja var á endanum vísað frá.  „Í fyrsta lagi laut kæran að meintum brotum gegn skilaskyldu á erlendum gjaldeyri; [...] í öðru lagi laut kæran að fjárfestingum í erlendum gjaldeyri;[...] í þriðja lagi laut kæran að meintum brotum í tengslum við svokallaða milliverðlagningu.“

Seðlabankinn neitar að afhenda upplýsingar

Seðlabankinn hefur ítrekað neitað fjölmiðlum um gögnin í málinu á grundvelli þagnarskyldu um starfsemi bankans og er þessi aðalmeðferð því ein af leiðunum sem er möguleg fyrir fjölmiðla til að fá betri vitneskju um rannsóknina. 

Nú síðast fyrir nokkrum dögum neitaði Seðlabankinn að afhenda Stundinni þær gagnabeiðnir sem Samherji sendi bankanum þar sem útgerðin leitaði eftir upplýsingum frá stofnuninni. 

Í svari Seðlabankans sagði: „Rík þagnarskylda hvílir á starfsmönnum Seðlabankans um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2020. Upplýsingar þær sem þú óskar eftir teljast ekki til opinberra upplýsinga og eru þær háðar þagnarskyldu.“

Vildi opinbera gögnin

Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, hefur sagt opinberlega að hann vildi helst að öll gögnin í Seðlabankamálinu yrðu opinber og hefur hann undirstrikað að skaðabótamál eins og það sem hófst í morgun leiði til þess að opinbera þurfi upplýsingar um málið sem hingað til hafa verið háðar þagnarskyldu.

„Fari Samherji hins vegar í skaðabótamál verður ekki undan þessari umræðu vikist“

Út af þessu sagði Már í bréf til forsætisráðherra í fyrra að hann vildi helst að gögnin í málinu yrðu opinber. „Það er vandmeðfarið að ræða það opinberlega hvort málatilbúnaður Seðlabankans í Samherjamálinu hafi verið tilhæfulaus eins og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum. Ýmis helstu gögn málsins sem skipta máli varðandi þá spurningu eru ekki opinber, eins og t.d. endursendingarbréf sérstaks saksóknara. […] Fari Samherji hins vegar í skaðabótamál verður ekki undan þessari umræðu vikist og að a.m.k. einhver málsskjöl yrðu lögð fyrir dóminn og yrðu í þeim skilningi opinber. Ég hefði reyndar ekkert á móti því að öll gögn málsins yrðu gerð opinber.“

Af þessu verður líkast til ekki en aðalmeðferðin í skaðabótamálinu er ein leið fyrir fjölmiðla til að nálgast upplýsingar um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár