Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skógar, jöklar, stjörnukerfi Ptólómeusar og stafræn fagurfræði

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 11. sept­em­ber til 1. októ­ber.

Skógar, jöklar, stjörnukerfi Ptólómeusar og stafræn fagurfræði

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna samkomubanns.


Epicycle

Hvar? Harpa
Hvenær? 23. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Gyða Valtýsdóttir, handhafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019, kemur fram ásamt tónlistarfólki í fremstu röð á þessum einstöku tónleikum. Hér rennur saman ævafornt og nýtt, heillandi útsetningar Gyðu á tónlist tónskálda á borð við galdranunnuna Hildegard von Bingen og franska dulhyggjumanninn Olivier Messiaen í bland við magnaða tónheima tónlistarfólks eins og Skúla Sverrissonar, Daníels Bjarnasonar, Kjartans Sveinssonar og Ólafar Arnalds, sem ásamt fleirum eiga tónlist á nýrri plötu Gyðu, Epicycle II. Titillinn vísar til stjörnukerfis Ptólómeusar og vel má líkja hljóðheimi Gyðu við víðfeðmt og tilfinningaríkt sólkerfi, og efni plötunnar við hvernig allir tengjast órjúfanlegum böndum.


Takk Vigdís

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 27. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Takk Vigdís er nýjasta myndlistarsýning Loga Bjarnasonar, en hún samanstendur af grindverki sem var í eigu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Verkið er í senn ádeila og hugleiðing að því sem samfélagið leggur verðmæti í. Hvort verkið teljist til þjóðminja eða samtímalistar verða gestir að ákveða fyrir sig.


Listþræðir

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 12. september–24. janúar 
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Á aldarafmæli Ásgerðar Búadóttur gefst tilefni til að horfa sérstaklega til vefnaðar og þráðlistar í íslenskri samtímalist og þess hvernig listamenn hafa notað þráðinn, þennan fjölbreytta efnivið; spunnið hann, litað, ofið og formað eftir öllum kúnstarinnar reglum. Á sýningunni er til sýnis fjöldi listaverka úr safneign þar sem unnið er með þráð sem efnivið.


Hyper Cyber

Hvar? Þula
Hvenær? Til 17. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningunni Hyper Cyber er skjám og tölvumyndmáli gert hátt undir höfði. Stafrænir hlutir eru einfaldaðir með því að taka út hið stafræna og það eina sem eftir situr er kunnuglegt myndmál og lýsandi skjáir með enga virkni. Sýningin er rannsókn Þórdísar Erlu Zoëga á stafrænni fagurfræði í daglegu lífi.


Tréð

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 13. & 19. september kl. 13.00 & 15.00
Aðgangseyrir: 3.100 kr.

Tréð er einlæg fjölskyldusýning um veruleika flóttabarnsins Alex, eftir leikhópinn LaLaLab. Sagan fylgir Alex er hann missir fjölskyldu sína og heimili í stórum jarðskjálfta og ákveður að bjarga því litla sem hann á eftir, meðal annars sítrónutré fjölskyldunnar, og leggur í langt ferðalag. Á því lendir hann í ýmsum hrakförum við að finna sér og tré sínu nýtt heimili.


Ísland pólerað

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 17., 20. & 25. sept, 4. & 11. okt
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Ísland pólerað er fyrsta sýning fjölmenningarleikfélagsins Reykjavík Ensemble í fullri lengd, en það var frumsýnt í mars. Leikverkið kjarnast um sögu pólsks innflytjanda og þær áskoranir sem felast í því að aðlagast íslensku samfélagi. Efniviður sýningarinnar er leikinn á þremur tungumálum, ensku, íslensku og pólsku, og koma flytjendurnir frá ólíkum heimshornum. 


Borgarhljóðvist í formi ensks lystigarðs

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 25. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning Davíðs Brynjars Franzsonar beinir athygli okkar að þætti borgarhljóðvistar í upplifun okkar af stað og tíma. Hljóðritanir frá ólíkum tímum dags, úr nánasta umhverfi hóps alþjóðlegra listamanna, hafa verið útfærðar af Davíð yfir í þrívítt hljóðumhverfi sýningarinnar í anda hugmyndafræði enska lystigarðsins á 18. öld. 


Af fingrum fram: Jónas Sig

Hvar? Salurinn
Hvenær? 16. & 17. janúar kl. 20.30
Aðgangseyrir: 5.500 kr.

Fyrrum Sólstrandargæinn Jónas Sig hóf sólóferil sinn 2007, en hann hefur vakið mikla athygli fyrir beinskeytta texta og tilfinningaþrungna tónlist þar sem er fjallað á opinskáan máta um þunglyndi og áskoranir lífsins. Hann mætir í Salinn þar sem hann tekur þátt í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram.


Skógar / Jöklar

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 15. nóvember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Takashi Nakagawa er búsettur í Kyoto, Japan. Hann hefur ferðast til um 50 landa með myndavél í farteskinu. Verk hans hafa birst í alþjóðlegum miðlum og hefur hann unnið til fjölmargra verðlauna, svo sem Ferðaljósmyndari ársins hjá tímaritinu National Geographic. Takashi Nakagawa finnur listsköpun sinni helst farveg í ljósmyndun og með innsetningum.


RIFF

Hvar? Bíó Paradís, Norræna húsið og www.riff.is
Hvenær? 24. september–4. október

Alþjóðleg kvikmyndahátíð Reykjavíkur, RIFF verður haldin í 17. skipti og verða rúmlega 100 stuttmyndir, heimildarmyndir og kvikmyndir sýndar í ár, bæði íslenskar og erlendar. Opnunarmynd hátíðarinnar í ár er Þriðji pólinn eftir þau Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason sem fjallar um Högna Egilsson og Önnu Töru Edwards sem bæði þjást af geðhvörfum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár