Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skógar, jöklar, stjörnukerfi Ptólómeusar og stafræn fagurfræði

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 11. sept­em­ber til 1. októ­ber.

Skógar, jöklar, stjörnukerfi Ptólómeusar og stafræn fagurfræði

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna samkomubanns.


Epicycle

Hvar? Harpa
Hvenær? 23. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Gyða Valtýsdóttir, handhafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019, kemur fram ásamt tónlistarfólki í fremstu röð á þessum einstöku tónleikum. Hér rennur saman ævafornt og nýtt, heillandi útsetningar Gyðu á tónlist tónskálda á borð við galdranunnuna Hildegard von Bingen og franska dulhyggjumanninn Olivier Messiaen í bland við magnaða tónheima tónlistarfólks eins og Skúla Sverrissonar, Daníels Bjarnasonar, Kjartans Sveinssonar og Ólafar Arnalds, sem ásamt fleirum eiga tónlist á nýrri plötu Gyðu, Epicycle II. Titillinn vísar til stjörnukerfis Ptólómeusar og vel má líkja hljóðheimi Gyðu við víðfeðmt og tilfinningaríkt sólkerfi, og efni plötunnar við hvernig allir tengjast órjúfanlegum böndum.


Takk Vigdís

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 27. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Takk Vigdís er nýjasta myndlistarsýning Loga Bjarnasonar, en hún samanstendur af grindverki sem var í eigu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Verkið er í senn ádeila og hugleiðing að því sem samfélagið leggur verðmæti í. Hvort verkið teljist til þjóðminja eða samtímalistar verða gestir að ákveða fyrir sig.


Listþræðir

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 12. september–24. janúar 
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Á aldarafmæli Ásgerðar Búadóttur gefst tilefni til að horfa sérstaklega til vefnaðar og þráðlistar í íslenskri samtímalist og þess hvernig listamenn hafa notað þráðinn, þennan fjölbreytta efnivið; spunnið hann, litað, ofið og formað eftir öllum kúnstarinnar reglum. Á sýningunni er til sýnis fjöldi listaverka úr safneign þar sem unnið er með þráð sem efnivið.


Hyper Cyber

Hvar? Þula
Hvenær? Til 17. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningunni Hyper Cyber er skjám og tölvumyndmáli gert hátt undir höfði. Stafrænir hlutir eru einfaldaðir með því að taka út hið stafræna og það eina sem eftir situr er kunnuglegt myndmál og lýsandi skjáir með enga virkni. Sýningin er rannsókn Þórdísar Erlu Zoëga á stafrænni fagurfræði í daglegu lífi.


Tréð

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 13. & 19. september kl. 13.00 & 15.00
Aðgangseyrir: 3.100 kr.

Tréð er einlæg fjölskyldusýning um veruleika flóttabarnsins Alex, eftir leikhópinn LaLaLab. Sagan fylgir Alex er hann missir fjölskyldu sína og heimili í stórum jarðskjálfta og ákveður að bjarga því litla sem hann á eftir, meðal annars sítrónutré fjölskyldunnar, og leggur í langt ferðalag. Á því lendir hann í ýmsum hrakförum við að finna sér og tré sínu nýtt heimili.


Ísland pólerað

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 17., 20. & 25. sept, 4. & 11. okt
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Ísland pólerað er fyrsta sýning fjölmenningarleikfélagsins Reykjavík Ensemble í fullri lengd, en það var frumsýnt í mars. Leikverkið kjarnast um sögu pólsks innflytjanda og þær áskoranir sem felast í því að aðlagast íslensku samfélagi. Efniviður sýningarinnar er leikinn á þremur tungumálum, ensku, íslensku og pólsku, og koma flytjendurnir frá ólíkum heimshornum. 


Borgarhljóðvist í formi ensks lystigarðs

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 25. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning Davíðs Brynjars Franzsonar beinir athygli okkar að þætti borgarhljóðvistar í upplifun okkar af stað og tíma. Hljóðritanir frá ólíkum tímum dags, úr nánasta umhverfi hóps alþjóðlegra listamanna, hafa verið útfærðar af Davíð yfir í þrívítt hljóðumhverfi sýningarinnar í anda hugmyndafræði enska lystigarðsins á 18. öld. 


Af fingrum fram: Jónas Sig

Hvar? Salurinn
Hvenær? 16. & 17. janúar kl. 20.30
Aðgangseyrir: 5.500 kr.

Fyrrum Sólstrandargæinn Jónas Sig hóf sólóferil sinn 2007, en hann hefur vakið mikla athygli fyrir beinskeytta texta og tilfinningaþrungna tónlist þar sem er fjallað á opinskáan máta um þunglyndi og áskoranir lífsins. Hann mætir í Salinn þar sem hann tekur þátt í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram.


Skógar / Jöklar

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 15. nóvember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Takashi Nakagawa er búsettur í Kyoto, Japan. Hann hefur ferðast til um 50 landa með myndavél í farteskinu. Verk hans hafa birst í alþjóðlegum miðlum og hefur hann unnið til fjölmargra verðlauna, svo sem Ferðaljósmyndari ársins hjá tímaritinu National Geographic. Takashi Nakagawa finnur listsköpun sinni helst farveg í ljósmyndun og með innsetningum.


RIFF

Hvar? Bíó Paradís, Norræna húsið og www.riff.is
Hvenær? 24. september–4. október

Alþjóðleg kvikmyndahátíð Reykjavíkur, RIFF verður haldin í 17. skipti og verða rúmlega 100 stuttmyndir, heimildarmyndir og kvikmyndir sýndar í ár, bæði íslenskar og erlendar. Opnunarmynd hátíðarinnar í ár er Þriðji pólinn eftir þau Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason sem fjallar um Högna Egilsson og Önnu Töru Edwards sem bæði þjást af geðhvörfum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár