Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kaldi þolir vel kulda

Finn­ur Kaldi Jök­uls­son hef­ur stund­um velt því fyr­ir sér að verða jökla­leið­sögu­mað­ur til að standa und­ir nafni. Það myndi líka að sumu leyti henta hon­um vel enda er hann við­kvæm­ur fyr­ir hita.

Kaldi þolir vel kulda
Fékk nafnið frá langaafa sínum Finnur Kaldi heitir eftir skáldanafni langaaf síns, Jóns kalda frá Kaldaðarnesi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Kalda-nafnið kemur frá langafa mínum. Þetta er ekki ættarnafn heldur tók hann það upp sem skáldanafn. Langafi minn var sem sagt Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, rithöfundur og þýðandi, sem kallaði sig Jón kaldi frá Kaldaðarnesi og ég er skírður þessu nafni eftir honum. Ég er stoltur af nafninu og ánægður með það en það kemur fyrir að fólk trúi mér ekki þegar ég kynni mig, það heldur að ég sé bara að gera grín en svo er auðvitað ekki, ég heiti bara Finnur Kaldi Jökulsson. Það hefur samt ekki bakað mér nein vandræði, nema kannski einhver skemmtileg vandræði. Ég er í námi í Listaháskólanum og stunda mína list og kannski mun nafnið hjálpa til við að koma mér á framfæri, það er auðvitað eftirminnilegt. Ég merki alltaf mín verk Finnur Kaldi, en list er auðvitað ekki bara nafnið, maður verður að geta eitthvað og gera eitthvað.

Maður heyrir stundum brandara um fólk sem er starfandi í einhverjum starfsgreinum sem passa við nöfnin þeirra. Ég hef stundum hugsað um að það væri gaman að vera jöklaleiðsögumaður, bara út af nafninu mínu. Það gæti líka hentað mér vel, ég er mjög viðkvæmur fyrir hita en þoli vel kulda, það er kannski tengt nafninu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár