Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kaldi þolir vel kulda

Finn­ur Kaldi Jök­uls­son hef­ur stund­um velt því fyr­ir sér að verða jökla­leið­sögu­mað­ur til að standa und­ir nafni. Það myndi líka að sumu leyti henta hon­um vel enda er hann við­kvæm­ur fyr­ir hita.

Kaldi þolir vel kulda
Fékk nafnið frá langaafa sínum Finnur Kaldi heitir eftir skáldanafni langaaf síns, Jóns kalda frá Kaldaðarnesi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Kalda-nafnið kemur frá langafa mínum. Þetta er ekki ættarnafn heldur tók hann það upp sem skáldanafn. Langafi minn var sem sagt Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, rithöfundur og þýðandi, sem kallaði sig Jón kaldi frá Kaldaðarnesi og ég er skírður þessu nafni eftir honum. Ég er stoltur af nafninu og ánægður með það en það kemur fyrir að fólk trúi mér ekki þegar ég kynni mig, það heldur að ég sé bara að gera grín en svo er auðvitað ekki, ég heiti bara Finnur Kaldi Jökulsson. Það hefur samt ekki bakað mér nein vandræði, nema kannski einhver skemmtileg vandræði. Ég er í námi í Listaháskólanum og stunda mína list og kannski mun nafnið hjálpa til við að koma mér á framfæri, það er auðvitað eftirminnilegt. Ég merki alltaf mín verk Finnur Kaldi, en list er auðvitað ekki bara nafnið, maður verður að geta eitthvað og gera eitthvað.

Maður heyrir stundum brandara um fólk sem er starfandi í einhverjum starfsgreinum sem passa við nöfnin þeirra. Ég hef stundum hugsað um að það væri gaman að vera jöklaleiðsögumaður, bara út af nafninu mínu. Það gæti líka hentað mér vel, ég er mjög viðkvæmur fyrir hita en þoli vel kulda, það er kannski tengt nafninu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu