Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Þegar maður fer, þá fer enginn með manni“

Ævi, nýtt dans­verk Ingu Mar­en­ar Rún­ars­dótt­ur, fjall­ar um lífs­hlaup manns­ins frá upp­hafi til enda. Hún eign­að­ist sjálf dótt­ur við upp­haf ferl­is­ins við verk­ið, en í lok þess missti hún ömmu sína.

„Þegar maður fer, þá fer enginn með manni“
Ævi Inga Maren túlkar æviskeið mannsins ein á sviði í Borgarleikhúsinu. Mynd: Einar Hrafn Stefánsson

Inga Maren Rúnarsdóttir, dansari og danshöfundur, stendur ein á sviðinu í verki sem hún frumsýndi í samstarfi við Íslenska dansflokkinn í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Verkið ber titilinn Ævi, enda er viðfangsefnið ekki af smærri endanum; hvert einasta æviskeið mannskepnunnar.

Hugmyndin að verkinu er byggð á sjónvarpsþáttaröðinni Ævi, sem Sigríður Halldórsdóttir vann í samvinnu við RÚV. „Þegar hún var að smíða þessa þætti í huganum vorum við nýbúnar að eignast börn á sama tíma,“ segir Inga Maren. „Hún sagði mér frá hugmyndinni þegar við vorum úti að labba með barnavagn. Ég pældi ekki meira í því eftir það, en þegar ég eignaðist annað barn nokkrum árum seinna byrjaði að birtast mér dansverk í huganum. Ég réði ekkert við það.“

Inga Maren segir verkið vera túlkun á sama viðfangsefni og þættirnir voru um. „Sigríður var búin að greina æviskeiðin niður í sjö hluta og ég nýti mér það með nokkrum breytingum,“ …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár