Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Breyttu reglunum eftir mótmæli Kynnisferða

Nýj­ar leið­bein­ing­ar hafa ver­ið gefn­ar út til að heim­ila Kynn­is­ferð­um og öðr­um hóp­bif­reið­um að flytja komufar­þega frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Strætó er það óheim­ilt. Embætti land­lækn­is mæl­ir ekki með að fólk sæki far­þega á einka­bíl.

Breyttu reglunum eftir mótmæli Kynnisferða
Kynnisferðir Fyrirtækið mótmælti nýju reglunum og hefur því nú verið heimilað aftur að flytja komufarþega. Mynd: Shutterstock

Sóttvarnaráðstöfunum hefur verið breytt eftir erindi frá Kynnisferðum þannig að heimilt er að flytja komufarþega frá Keflavíkurflugvelli og öðrum landamærastöðum með hópbifreið. Embætti landlæknis mælir hins vegar ekki með því að fólk sæki farþega á einkabílum.

Stundin greindi frá því í síðustu viku að Kynnisferðir, eða Reykjavík Excursions, fyrirtækið sem rekur Flybus rútuferðirnar til og frá Keflavíkurflugvelli, hefði haldið áfram að flytja komufarþega frá vellinum til höfuðborgarsvæðisins eftir að nýjar reglur um sóttvarnir tóku gildi. Samkvæmt þeim er óheimilt fyrir komufarþega að taka strætisvagn eða rútu frá Leifsstöð þar sem þeir teljast í sóttkví frá því að þeir yfirgefa landamærastöð.

Sendu Kynnisferðir erindi til yfirvalda til að mótmæla reglunum og fór það til meðferðar á meðan fyrirtækið keyrði áfram. Ferðamálastofa, Samgöngustofa, embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra birtu svo í gær leiðbeiningar þar sem akstur komufarþega með hópbifreiðum er aftur heimilaður. Heimilt er nú að flytja farþega sem eru komnir í sóttkví með hópbifreið með því skilyrði að einungis helmingur leyfðra sæta sé fylltur og að farþegar séu með andlitsgrímur.

Samkeppnisaðilar Kynnisferða fluttu ekki farþega eftir að reglunum var breytt á miðvikudag í síðustu viku. Airport Direct stöðvaði rútuferðir frá flugvellinum samkvæmt þjónustuveri og Strætó birti tilkynningu þess efnis að komufarþegum væri óheimilt að nota almenningssamgöngur á leið sinni á sóttkvíarstað.

Nýju reglurnar gilda hins vegar ekki um Strætó þar sem vagnarnir teljast til almenningssamgangna en ekki hópbifreiða.

Mæla ekki með að sækja fólk á völlinn

Bannið við akstri komufarþega með hópbifreiðum var fyrst birt í upplýsingum á vefsíðu embættis landlæknis sem tóku gildi miðvikudaginn 19. ágúst. Hefur orðið „hópbifreiðar“ nú verið fjarlægt af síðunni, en áfram er óheimilt fyrir komufarþega að ferðast með áætlunarflugi innanlands og almenningssamgöngum. „Nota má leigubíla auk einkabíla og bílaleigubíla,“ segir á síðunni.

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar til embættisins um hvað þetta þýðir kemur fram að komufarþega sé heimilt að keyra sinn eigin einkabíl frá flugvellinum. „En ef einhver getur komið með bíl fyrir þig og skilið eftir á vellinum þá er það líka hægt,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði. „Eða þú getur tekið leigubíl eða bílaleigubíl. Eins hefur flugrútan verið að ganga og hægt að nota hana þó viðkomandi sé í sóttkví. Ef einhver sækir þig þá myndi sá lenda í sóttkví (og gæti smitast) ef þú reynist smitaður svo við mælum ekki með því.“

„Ef einhver sækir þig þá myndi sá lenda í sóttkví (og gæti smitast) ef þú reynist smitaður svo við mælum ekki með því“

Kynnisferðir eru í meirihlutaeigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem oftast er kölluð Engeyjarættin. Félagið Alfa hf. á 65 prósent hlut í fyrirtækinu og eru stærstu hluthafar þess Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, Guðríður Jónsdóttir, móðir Bjarna, Jón Benediktsson, bróðir Bjarna, Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, og börn Einars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu