Börnum vísað úr leikskóla vegna skuldavanda foreldra þeirra

Átta börn sem hafa feng­ið boð um leik­skóla­vist í haust fá ekki not­ið vist­un­ar nema for­eldr­um tak­ist að ganga frá van­skil­um. Bú­ið er að segja upp leik­skóla­vist sjö annarra barna af sömu sök­um.

Börnum vísað úr leikskóla vegna skuldavanda foreldra þeirra
Fjárhagserfiðleikar setja vistun barna á leikskólum í uppnám Leikskólavist fimmtán barna á leikskólum Reykjavíkurborgar er í uppnámi vegna vanskila foreldra þeirra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Leikskólavist 15 barna í Reykjavík gæti verið í uppnámi vegna vanskila foreldra þeirra á leikskólagjöldum. Er það staðan þrátt fyrir að verklagsreglur borgarinnar kveði á um að tryggt skuli að börn verði ekki af nauðsynlegri grunnþjónustu vegna erfiðrar fjárhagsstöðu foreldra eða skuldavanda. Borgarfulltrúi Sósíalista segir sláandi hversu mörg börn sé um að ræða og það sé ekki í lagi að skuldavandi foreldra bitni á börnum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósísíalistaflokksins, lagði 2. apríl síðastliðinn fram fyrirspurn í borgarráði um fjölda þeirra sem ekki nytu þjónustu frá Reykjavíkurborg eða fyrirtækja í eigu borgarinnar vegna vanskila. Svar við fyrirspurninni barst ekki fyrr en 17. ágúst síðastliðinn, fjórum og hálfum mánuði eftir að fyrirspurnin var lögð fram. Í svarinu kemur fram að leitað hafi verið svara hjá þeim sviðum borgarinnar sem veiti gjaldskylda þjónustu, auk Orkuveitu Reykjavíkur.

Vistunarsamningar 39 barna í uppsagnarferli vegna vanskila

Í svari skóla- og frístundasviðs kom fram að samkvæmt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár