„Ég átti stóran húsbíl um margra ára skeið úti í Ameríku. Ég bjó sjálfur úti í Bandaríkjunum en það var eftir að ég flutti heim sem ég keypti mér húsbílinn, ætli það hafi ekki verið tíu ár sem ég átti hann þar úti. Ég gat tekið út yfirvinnuna mína í fríum, ég vann sem flugvirki og það var ansi drjúg yfirvinna svo ég hafði tök á að ferðast mikið um Bandaríkin þess vegna.
Þetta var svona húsbíll eins og sést í bíómyndunum, stofa, eldhús, bað og svefnherbergi. Svo var ég með fólksbíl sem ég gat hengt aftan á húsbílinn, framdekkin voru þá bara tekin upp og hann dreginn á eftir. Þannig keyrði maður þar til komið var á stæði fyrir húsbílinn, þá lagði ég honum og svo ferðuðumst við um á minni bílnum út frá því.
Ég á tvö börn úti í Bandaríkjunum og barnabörn og þau komu oftar en …
Athugasemdir