Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjölskyldusýning, umbreyting og íslensk ópera

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 21. ág­úst - 10. sept­em­ber.

Fjölskyldusýning, umbreyting og íslensk ópera

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu þrjár vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna samkomubanns.

Ég kem alltaf aftur

Hvar? Iðnó
Hvenær? 29. & 30. ágúst kl. 16.00 & 18.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Árið 1980 kom pólski leikstjórinn Tadeusz heitinn Kantor til ársins og flutti leiksýninguna Ég kem aldrei aftur á Listahátíð í Reykjavík. Nú, 30 árum síðar, flytur leikhópurinn Reykjavík Ensemble verkið Ég kem alltaf aftur sem er virðingarvottur við Kantor og framlag hans til sviðslista á 20. öld. Leiksýningin er sýnd sem verk í vinnslu, en takmark hennar er að heiðra listræna sýn Kantors og í senn varpa fram spurningum um núverandi félagslegan raunveruleika Pólverja og annarra innflytjenda. Reykjavík Ensemble er alþjóðlegur leikhópur sem hefur það markmið að fagna fjölmenningunni sem hefur fest rætur sínar á Íslandi.

Umbreyting

Hvar? Flæði
Hvenær? Til 25. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Ástralska listakonan Nara Walker rannsakar kvenleika á þessari listsýningu. Til sýnis eru olíuverk sem endurspegla uppruna, fortíð, uppeldi, margbreytileika sjálfsins og umbreytingu í tímans rás. Einnig verður spilað 20 mínútna hljóðverk sem samanstendur af upptöku ellefu kvenradda um hitt kynið. Öll verkin tala saman til að segja sögu og varpa fram lifðum veruleika.

Lucy in Blue

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 22. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sækadelísku og hárprúðu ærslabelgirnir í Lucy in Blue hafa notið dyggs stuðnings í gegnum árin og gáfu út samnefnda plötu árið 2016 auk plötunnar In Flight 2019. Flutt verður áður óheyrt efni sem kemur út á næstu breiðskífu sveitarinnar. Ekki fleiri en 100 manns verður hleypt inn.

Hjartsláttur

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? 22. ágúst–4. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sýningin Hjartsláttur leiðir saman verk frá rúmlega fjörutíu ára myndlistarferli Ástu Ólafsdóttur, frá námsárum hennar til dagsins í dag. Öll endurspegla þau á sinn hátt óþreytandi eltingarleik Ástu við fjölbreyttar víddir veruleikans; þögnina, tómið, hljóð og tilfinningar, en líka vald, jafnvægi og aðra menningarheima.

Villiblómið

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? 28. ágúst til 25. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Villiblómið beinir linsunni að því sem er okkur svo kunnuglegt – hinn fínlegi jarðargróður – eins og hann skýtur rótum í nýjum frásögnum. Í gegnum þessa linsu fá áhorfendur tækifæri til að virkja sæg flókinna tilfinninga og dýpka vitund sína um hinn viðkvæma heim okkar og stöðu okkar í honum.

Fjörutíu skynfæri

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? 29. ágúst til 13. september
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Á sýningunni má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020. Verkin eru lokapunkturinn á þriggja ára lærdómsferli nemenda og miðla persónulegri sýn þeirra á viðfangsefni sem snerta bæði félagslegan veruleika, tilfinningalíf, umhverfismál, iðnbyltingu, óvissu og framtíðina.

Ekkert er sorglegra en manneskjan

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 6., 10., 13., 19., 21. og 23. september
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Hamingjan, og fálmkennd leit manneskjunnar að henni, er viðfangsefni þessarar nýju íslensku óperu sem er flutt af næstu kynslóð af sviðslistafólki. Á sýningunni ráfa fjórar fígúrur um sviðið, leitandi að merkingu og velta því fyrir sér hvað færir þeim ánægju. 

Af fingrum fram: Björgvin Halldórsson

Hvar? Salurinn
Hvenær? 10. & 11. september kl. 20.30
Aðgangseyrir: Frá 4.950 kr.

Björgvin Halldórsson hefur verið hluti af íslenskri dægurtónlist í fjölda áratuga, en hann var ein af fyrstu poppstjörnum landsins á 7. áratugnum. Björgvin er meðal annars þekktur fyrir jólalögin sín fjölmörgu sem hann aðlagaði úr eldri ítölskum lögum. Hann mætir í Salinn þar sem hann tekur þátt í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram.

Fjölskyldu-myndlistarsýningin Draumar

Hvar? Ófeigur gullsmiðja
Hvenær? Til 12. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Draumar er samsýning Huldu Vilhjálmsdóttur, Valgarðs Bragasonar og barna þeirra, Nínu Maríu og Braga Þórs. Á þriðja tug verka er til sýnis, en þeir einkennast allir af mikilli litadýrð og frjálsri tjáningu. Meðal verka er eitt stórt málverk sem fjölskyldan vann saman þar sem mismunandi stíltegundir þeirra blandast saman.

VHS biðst forláts

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 11. september kl. 19.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Á þessari uppist­ands­sýn­ing­u leika þre­menn­ing­arn­ir Vilhelm Neto, Hákon Örn og Stefán Ingvar sér með at­höfn­ina að baki því að biðj­ast af­sök­un­ar. VHS tilheyrir hópi yngri grínista landsins sem eru meðvitaðir um eigin forréttindi og gera fyrst og fremst grín að eigin reynslu eða athugunum úr nærumhverfinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár