Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjölskyldusýning, umbreyting og íslensk ópera

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 21. ág­úst - 10. sept­em­ber.

Fjölskyldusýning, umbreyting og íslensk ópera

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu þrjár vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna samkomubanns.

Ég kem alltaf aftur

Hvar? Iðnó
Hvenær? 29. & 30. ágúst kl. 16.00 & 18.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Árið 1980 kom pólski leikstjórinn Tadeusz heitinn Kantor til ársins og flutti leiksýninguna Ég kem aldrei aftur á Listahátíð í Reykjavík. Nú, 30 árum síðar, flytur leikhópurinn Reykjavík Ensemble verkið Ég kem alltaf aftur sem er virðingarvottur við Kantor og framlag hans til sviðslista á 20. öld. Leiksýningin er sýnd sem verk í vinnslu, en takmark hennar er að heiðra listræna sýn Kantors og í senn varpa fram spurningum um núverandi félagslegan raunveruleika Pólverja og annarra innflytjenda. Reykjavík Ensemble er alþjóðlegur leikhópur sem hefur það markmið að fagna fjölmenningunni sem hefur fest rætur sínar á Íslandi.

Umbreyting

Hvar? Flæði
Hvenær? Til 25. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Ástralska listakonan Nara Walker rannsakar kvenleika á þessari listsýningu. Til sýnis eru olíuverk sem endurspegla uppruna, fortíð, uppeldi, margbreytileika sjálfsins og umbreytingu í tímans rás. Einnig verður spilað 20 mínútna hljóðverk sem samanstendur af upptöku ellefu kvenradda um hitt kynið. Öll verkin tala saman til að segja sögu og varpa fram lifðum veruleika.

Lucy in Blue

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 22. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sækadelísku og hárprúðu ærslabelgirnir í Lucy in Blue hafa notið dyggs stuðnings í gegnum árin og gáfu út samnefnda plötu árið 2016 auk plötunnar In Flight 2019. Flutt verður áður óheyrt efni sem kemur út á næstu breiðskífu sveitarinnar. Ekki fleiri en 100 manns verður hleypt inn.

Hjartsláttur

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? 22. ágúst–4. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sýningin Hjartsláttur leiðir saman verk frá rúmlega fjörutíu ára myndlistarferli Ástu Ólafsdóttur, frá námsárum hennar til dagsins í dag. Öll endurspegla þau á sinn hátt óþreytandi eltingarleik Ástu við fjölbreyttar víddir veruleikans; þögnina, tómið, hljóð og tilfinningar, en líka vald, jafnvægi og aðra menningarheima.

Villiblómið

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? 28. ágúst til 25. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Villiblómið beinir linsunni að því sem er okkur svo kunnuglegt – hinn fínlegi jarðargróður – eins og hann skýtur rótum í nýjum frásögnum. Í gegnum þessa linsu fá áhorfendur tækifæri til að virkja sæg flókinna tilfinninga og dýpka vitund sína um hinn viðkvæma heim okkar og stöðu okkar í honum.

Fjörutíu skynfæri

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? 29. ágúst til 13. september
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Á sýningunni má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020. Verkin eru lokapunkturinn á þriggja ára lærdómsferli nemenda og miðla persónulegri sýn þeirra á viðfangsefni sem snerta bæði félagslegan veruleika, tilfinningalíf, umhverfismál, iðnbyltingu, óvissu og framtíðina.

Ekkert er sorglegra en manneskjan

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 6., 10., 13., 19., 21. og 23. september
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Hamingjan, og fálmkennd leit manneskjunnar að henni, er viðfangsefni þessarar nýju íslensku óperu sem er flutt af næstu kynslóð af sviðslistafólki. Á sýningunni ráfa fjórar fígúrur um sviðið, leitandi að merkingu og velta því fyrir sér hvað færir þeim ánægju. 

Af fingrum fram: Björgvin Halldórsson

Hvar? Salurinn
Hvenær? 10. & 11. september kl. 20.30
Aðgangseyrir: Frá 4.950 kr.

Björgvin Halldórsson hefur verið hluti af íslenskri dægurtónlist í fjölda áratuga, en hann var ein af fyrstu poppstjörnum landsins á 7. áratugnum. Björgvin er meðal annars þekktur fyrir jólalögin sín fjölmörgu sem hann aðlagaði úr eldri ítölskum lögum. Hann mætir í Salinn þar sem hann tekur þátt í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram.

Fjölskyldu-myndlistarsýningin Draumar

Hvar? Ófeigur gullsmiðja
Hvenær? Til 12. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Draumar er samsýning Huldu Vilhjálmsdóttur, Valgarðs Bragasonar og barna þeirra, Nínu Maríu og Braga Þórs. Á þriðja tug verka er til sýnis, en þeir einkennast allir af mikilli litadýrð og frjálsri tjáningu. Meðal verka er eitt stórt málverk sem fjölskyldan vann saman þar sem mismunandi stíltegundir þeirra blandast saman.

VHS biðst forláts

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 11. september kl. 19.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Á þessari uppist­ands­sýn­ing­u leika þre­menn­ing­arn­ir Vilhelm Neto, Hákon Örn og Stefán Ingvar sér með at­höfn­ina að baki því að biðj­ast af­sök­un­ar. VHS tilheyrir hópi yngri grínista landsins sem eru meðvitaðir um eigin forréttindi og gera fyrst og fremst grín að eigin reynslu eða athugunum úr nærumhverfinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu