Hið furðulega mál sem upp virðist komið innan lögreglunnar á Suðurnesjum er enn eitt augljóst dæmi þess hve nauðsynlegt er að hreinsa til í þessu samfélagi okkar og þá helst á æðstu stöðum.
Þar bramboltast óhæfur lögreglustjóri, ber að ofan með eintóm hneykslismál á bakinu, við að prenta út klám eða einhvern annan dónaskap meðan matarklúbbur næstráðenda plottar nánast opinskátt gegn honum.
Báðir aðilar sakaðir um einelti þvers og kruss.
Og þetta er það fólk sem á að sjá um að við höldum okkur innan ramma laganna.
Og taka okkur föst ef okkur verður alvarlega á!
Nú skal ég viðurkenna að ég þekki lítt eða ekki til þeirra einstaklinga sem koma við sögu í þessu furðulega máli, þótt auðvitað hafi ég fylgst hneykslaður með bægslagangi og hneykslismálum lögreglustjórans gegnum tíðina – og rakið var skilmerkilega í samantekt í Stundinni fyrir skömmu.
Mikilvægt að matarklúbburinn fái frið
En maður þarf …
Athugasemdir