Ó, hve nokkrar vikur geta skipt miklu máli jafnt í lífi einstaklinga sem heilla ríkja og þjóða!
Sunnudaginn 9. maí árið 1920 virtist til að mynda allt leika í lyndi fyrir hinu nýja ríki Pólverja. Fyrir aðeins einu og hálfu ári í nóvember 1918 höfðu Pólverjar gripið tækifærið þegar allt var á fallanda fæti í Evrópu við lok fyrri heimsstyrjaldar. Þeir brutust þá undan meira en aldarlöngu oki nágranna sinna.
Nýr fáni var hafinn á loft í hvítum og rauðum einkennislitum hins gamla Póllands. Á friðarráðstefnu sigurvegaranna í Versölum 1919 var mættur pólskur forsætisráðherra, píanóleikarinn frægi Ignacy Paderewski, og skrifaði undir nýja skipan mála í Evrópu líkt og Wilson Bandaríkjaforseti, Clemenceau, forseti Frakklands, og Lloyd George, forsætisráðherra Bretlands.
Blóm í byssuhlaupum
En Pólverjar létu ekki sitja við þau nýju landamerki sem ákveðin höfðu verið í Versölum.
Athugasemdir