Fyrrverandi starfsmaður sendiráðs Póllands á Íslandi segir að Gerard Pokruszyński sendiherra tali með niðrandi hætti um samkynhneigða og hafi gert henni lífið leitt í starfi eftir að hún var viðstödd gleðigöngu Hinsegin daga. Mál hennar er í ferli hjá utanríkisráðuneyti Póllands.
Styr hefur staðið um störf sendiherrans að undanförnu. Þrír starfsmenn hafa nýverið yfirgefið sendiráðið, en 14. júlí var Jakub Pilch ræðismanni sagt upp án fyrirvara. Mótmæltu ýmis félagasamtök Pólverja á Íslandi ákvörðuninni og segja forsvarsmenn þeirra sendiherrann hafa öskrað á sig og neitað að taka við bréfi um málið.
Margrét Adamsdóttir, sem sagði upp hjá sendráðinu í vor, segist ekki geta sagt til af hverju Pilch og annar starfsmaður séu ekki lengur að störfum. Hún segir hins vegar andrúmsloftið hafa breyst eftir að sendiherrann fylgdi Guðna Th. Jóhannessyni forseta og Elizu Reid forsetafrú í opinbera ferð til …
Athugasemdir