Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjórir af hverjum tíu föngum inni fyrir fíkniefnabrot

Pró­fess­or í fé­lags­fræði seg­ir þung­ar refs­ing­ar ekki draga úr vanda vegna fíkni­efna og riðla sam­ræmi þeg­ar kem­ur að of­beld­is- og kyn­ferð­is­brot­um. End­ur­skoða þurfi fleiri refs­ing­ar en að­eins vegna vörslu­skammta.

Fjórir af hverjum tíu föngum inni fyrir fíkniefnabrot
Helgi Gunnlaugsson Prófessor í félagsfræði segir uppnám í samfélaginu vegna tilkomu e-pillunnar hafa valdið þungum dómum í fíkniefnamálum.

Fjórir af hverjum tíu föngum á Íslandi sitja inni vegna fíkniefnabrota. Í lok síðustu aldar var hlutfallið einn af hverjum tíu. Rannsóknir sýna að þungar refsingar dragi ekki úr samfélagslegum vanda vegna fíkniefna.

Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, í grein í Morgunblaðinu í dag. Helgi sat í starfshópi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til að stytta boðunarlista Fangelsismálastofnunar til afplánunar refsinga. Í greininni kemur fram að listinn hafi lengst mjög á síðustu árum og skipti nú hundruðum dómþola. Boðunarlistinn feli að stórum hluta í sér vægari refsingar á meðan dómþolar fyrir alvarleg brot hefja afplánun í fangelsi að jafnaði fljótt.

„Aukin samfélagsþjónusta, rýmkaðar heimildir til sáttamiðlunar og fullnusta dóma með sérskilyrðum eins og vímuefnameðferð í stað vistar í fangelsi, voru örfáar leiðir sem við lögðum til,“ skrifar Helgi. „Rannsóknir sýna að vist í fangelsi hefur óveruleg varnaðaráhrif [...]. Aftur á móti bendir ýmislegt til að aðrir afplánunarkostir en vist í fangelsi geti dregið úr ítrekun brota fyrir utan að fela jafnframt í sér minni kostnað fyrir samfélagið.“

Hópurinn hafi því lagt til rýmri heimildir við aðra afplánunarkosti en vistun í fangelsi fyrir vægari brot. Engar breytingar hafi verið lagðar til varðandi afplánun alvarlegustu brotanna, svo sem ofbeldisglæpa, nauðgana og morða. Ekki hafi þó náðst sátt um tillögu sem heimili reynslulausn vegna alvarlegustu fíkniefnabrotanna.

„Í lok síðustu aldar sátu einungis innan við tíu prósent fanga í fangelsi fyrir fíkniefnabrot“

„Hlutfall fanga fyrir fíkniefnabrot hefur vaxið mjög í fangelsum landsins á síðustu árum,“ skrifar Helgi. „Árið 2019 var hlutfallið komið í 40 prósent allra fanga og vel á annað hundrað afplánaði dóm fyrir brot af því tagi. Í lok síðustu aldar sátu einungis innan við tíu prósent fanga í fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Rekja má vaxandi hlutfall fíknifanga til þess uppnáms sem varð í samfélaginu með tilkomu e-pillunnar á tíunda áratugnum. Þungir dómar féllu í kjölfarið sem ekki hefur tekist að vinda ofan af eftir því sem málum hefur fjölgað og magn efna aukist. Þungir dómar fyrir fíkniefnabrot hafa óneitanlega átt þátt í að riðla samræmi í mati á refsingum milli ólíkra brotategunda. Kröfur um hertar refsingar fyrir ofbeldis- og kynferðisbrot á síðustu árum verða meðal annars að skoðast í ljósi þróunar dóma í fíkniefnamálum.“

Helgi segir rannsóknir sýna að fíkniefnavandinn sé að stórum hluta félags- og heilbrigðismál og að þungar refsingar dragi ekki úr vandanum. „Endurskoðun refsilöggjafarinnar í fíkniefnamálum þarf því án vafa að taka til fleiri þátta en einungis afnáms refsinga við vörslu á fíkniefnum til eigin nota,“ skrifar hann og bætir því við að það fyrirkomulag sem nú er á, að Fangelsismálastofnun geti tekið ákvörðun um að breyta óskilorðsbundnum dómum í samfélagsþjónustu hafi reynst vel.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár