Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjórir af hverjum tíu föngum inni fyrir fíkniefnabrot

Pró­fess­or í fé­lags­fræði seg­ir þung­ar refs­ing­ar ekki draga úr vanda vegna fíkni­efna og riðla sam­ræmi þeg­ar kem­ur að of­beld­is- og kyn­ferð­is­brot­um. End­ur­skoða þurfi fleiri refs­ing­ar en að­eins vegna vörslu­skammta.

Fjórir af hverjum tíu föngum inni fyrir fíkniefnabrot
Helgi Gunnlaugsson Prófessor í félagsfræði segir uppnám í samfélaginu vegna tilkomu e-pillunnar hafa valdið þungum dómum í fíkniefnamálum.

Fjórir af hverjum tíu föngum á Íslandi sitja inni vegna fíkniefnabrota. Í lok síðustu aldar var hlutfallið einn af hverjum tíu. Rannsóknir sýna að þungar refsingar dragi ekki úr samfélagslegum vanda vegna fíkniefna.

Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, í grein í Morgunblaðinu í dag. Helgi sat í starfshópi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til að stytta boðunarlista Fangelsismálastofnunar til afplánunar refsinga. Í greininni kemur fram að listinn hafi lengst mjög á síðustu árum og skipti nú hundruðum dómþola. Boðunarlistinn feli að stórum hluta í sér vægari refsingar á meðan dómþolar fyrir alvarleg brot hefja afplánun í fangelsi að jafnaði fljótt.

„Aukin samfélagsþjónusta, rýmkaðar heimildir til sáttamiðlunar og fullnusta dóma með sérskilyrðum eins og vímuefnameðferð í stað vistar í fangelsi, voru örfáar leiðir sem við lögðum til,“ skrifar Helgi. „Rannsóknir sýna að vist í fangelsi hefur óveruleg varnaðaráhrif [...]. Aftur á móti bendir ýmislegt til að aðrir afplánunarkostir en vist í fangelsi geti dregið úr ítrekun brota fyrir utan að fela jafnframt í sér minni kostnað fyrir samfélagið.“

Hópurinn hafi því lagt til rýmri heimildir við aðra afplánunarkosti en vistun í fangelsi fyrir vægari brot. Engar breytingar hafi verið lagðar til varðandi afplánun alvarlegustu brotanna, svo sem ofbeldisglæpa, nauðgana og morða. Ekki hafi þó náðst sátt um tillögu sem heimili reynslulausn vegna alvarlegustu fíkniefnabrotanna.

„Í lok síðustu aldar sátu einungis innan við tíu prósent fanga í fangelsi fyrir fíkniefnabrot“

„Hlutfall fanga fyrir fíkniefnabrot hefur vaxið mjög í fangelsum landsins á síðustu árum,“ skrifar Helgi. „Árið 2019 var hlutfallið komið í 40 prósent allra fanga og vel á annað hundrað afplánaði dóm fyrir brot af því tagi. Í lok síðustu aldar sátu einungis innan við tíu prósent fanga í fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Rekja má vaxandi hlutfall fíknifanga til þess uppnáms sem varð í samfélaginu með tilkomu e-pillunnar á tíunda áratugnum. Þungir dómar féllu í kjölfarið sem ekki hefur tekist að vinda ofan af eftir því sem málum hefur fjölgað og magn efna aukist. Þungir dómar fyrir fíkniefnabrot hafa óneitanlega átt þátt í að riðla samræmi í mati á refsingum milli ólíkra brotategunda. Kröfur um hertar refsingar fyrir ofbeldis- og kynferðisbrot á síðustu árum verða meðal annars að skoðast í ljósi þróunar dóma í fíkniefnamálum.“

Helgi segir rannsóknir sýna að fíkniefnavandinn sé að stórum hluta félags- og heilbrigðismál og að þungar refsingar dragi ekki úr vandanum. „Endurskoðun refsilöggjafarinnar í fíkniefnamálum þarf því án vafa að taka til fleiri þátta en einungis afnáms refsinga við vörslu á fíkniefnum til eigin nota,“ skrifar hann og bætir því við að það fyrirkomulag sem nú er á, að Fangelsismálastofnun geti tekið ákvörðun um að breyta óskilorðsbundnum dómum í samfélagsþjónustu hafi reynst vel.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár