Listakonan María Guðjohnsen hefur getið sér gott orð fyrir hönnun sína og býður nýjasta sýning hennar upp á svokallaðan „gagnaukinn veruleika“ (e. augmented reality, eða AR til styttingar) þar sem áhorfandinn nýtur aðstoðar snjallsímaforrits.
Verk Maríu einkennast af draumkenndum veruleika sem sækir innblástur í framtíðina, tölvugrafík og vísindaskáldskap. Hún hefur sett upp fjölda sýninga, bæði í Reykjavík og í Berlín, en sérhæfing hennar er á sviði grafískrar- og þrívíddarhönnunar.
„Ég er alltaf að leita að leiðum til þess að skoða þessi skil á milli raunveruleikans og sýndarveruleikans,“ segir María. „Í þetta skipti er ég að nota AR tækni til þess að sýna nýja vídd á hefðbundin prentverk. Yfirleitt þegar ég bý til þessar myndir þá bý ég ekki aðeins til tvívíða ljósmynd heldur skapa ég heilan heim í kringum myndina. Tæknin er linsa til þess að skyggnast inn í hann.“
Athugasemdir