Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Strákar sem vilja farða sig

Förð­un­ar­fræð­ing­ur veit­ir leið­bein­ing­ar að ein­faldri förð­un fyr­ir karla, skref fyr­ir skref.

Strákar sem vilja farða sig

Snyrtivörur fyrir húð eru oftast markaðssettar til kvenna enda samræmast þær hugmyndum okkar um kvenleika. Algengt er að húðvörur sem ætlaðar eru körlum séu markaðssettar til að endurspegla virkni og hreysti manna, frekar en til að draga fram fegurðina og fínleikann. Þrátt fyrir að hugmyndir um karlmennsku og kvenleika virðast sem náttúrulegt afsprengi af innra eðli einstaklinga, þá eru þær afurð samfélagsins. Þær eru félagsleg afurð en ekki líffræðileg afleiðing. Hugmyndir um kvenleika og karlmennsku eru múraðar inn í menningu sem fólk leikur síðan eftir, í samspili stofnana, markaðar og annars fólks. 

Nauðsynlegt er að brjóta upp múrinn því hann skapar staðalmyndir sem hamla frelsi og tækifærum fólks. Frelsið fæst meðal annars með því að ögra eða skjöna viðteknar karlmennsku- og kvenleikahugmyndir. Markmiðið með skjönun er þá að höggva í múr fastmótuðu hugmyndanna, til að mynda sprungur fyrir aukið svigrúm einstaklinga. Svigrúm utan staðalmynda sem, í víðara samhengi, veita aukin tækifæri, lífsgæði og styðja jafnrétti.

Ein leið sem strákar eða karlar geta farið í þessum tilgangi er að stíga inn í kvenleikann. Stíga inn á svið sem eignuð eru konum og kvenleika. Ég leitaði til Halldóru Birtu förðunarfræðings og bað hana um að miðla ráðum til stráka og karla sem hafa áhuga á að nota förðunarvörur, hvort sem er til ögrunar eða bara til að vera aðeins sætari. Enda vilja menn stundum vera sætir og fínir og hafa sig til fyrir ákveðin tilefni. Jón Már Ásbjörnsson sat fyrir sem módel, Davíð Þór Guðlaugsson tók myndir af hverju skrefi sem Halldóra Birta lýsir undir hverri mynd.

Rakakrem 

Byrja á að setja rakakrem á allt andlitið og augnkrem undir augun. Þetta ætti að vera hluti af daglegri húðrútínu hvort sem markmiðið er að farða sig eða ekki. 

2 Sólardropar

Þeir sem vilja smá brúnku og verða ferskari án mikillar fyrirhafnar geta bætt við sólardropum og sett á efstu punkta andlitsins sem eru enni, kinnbein, nef og haka.

3 Litað dagkrem 

Fyrir þá sem vilja jafnari húðlit á allt andlitið mælum við með BB kremi eða öðru lituðu dagkremi. Berið það á í þunnu lagi með fingrum yfir allt andlit. Ef það er roði í húðinni er mælt með kremi með gulum undirtón.

4 Hyljari

Til að leiðrétta enn frekar liti í andlitinu eins og rauðar bólur eða bláma undir augum skal nota hyljara í litlu magni á svæðið. Þumalputtareglan er að nota rauðtóna hyljara á bláma (undir augu) en gultóna hyljara á roða (bólur, rósroða o.fl.)

5 Púður

Þeir sem kjósa matta áferð á húðinni og vilja síður glansa þá er mælt með að púðra húðina með glæru/litlausu púðri. Einnig er hægt að fá litað púður en þá er mælt með að nota púður með lítilli þekju svo það verði ekki of þykkt á húðinni. Hér þarf helst að eiga miðlungsstóran bursta í verkið. 

6 Sólarpúður

Best er að nota matt sólarpúður fyrir þá sem vilja skerpa aðeins á brúnkunni. Þetta má nota samhliða brúnku/sólardropunum sem voru nefndir hér áður en líka eitt og sér. Passa bara að nota ekki of mikið svo maður líti ekki út fyrir að vera appelsínugulur í framan. Hér er gott að eiga léttan miðlungsbursta í verkið.

7 Augnbrúnagel

Fyrir þá sem eru með óstýrilátar augabrúnir er gott að nota glært augnbrúnagel og greiða létt í gegn í átt að gagnaugum. Fyrir þá sem eru með ljósar augabrúnir og vilja skerpa þær aðeins má nota örlítið af lituðu geli. 

Flestir myndu sætta sig við það sem búið er að gera hingað til en fyrir þá sem vilja taka þetta skrefinu lengra er hægt að bæta við: 

1 Skygging 

Gott er að nota grábrúnan skyggingalit en hann er líkastur náttúrulegum skugga húðarinnar. Liturinn er settur með þéttum miðlungsstórum bursta undir kinnbein, efst í kollvik og undir kjálka eða höku eða hvar sem óskað er eftir að draga inn ákveðin svæði.

2 Krulla augnhár 

Til að krulla augnhár þarf töluverða æfingu. Opna þarf augað vel og ná flestum augnhárunum inn í greiðuna, klípa svo létt saman nokkrum sinnum. Þetta opnar augun, sérstaklega fyrir þá sem eru með mjög bein og stíf augnhár. 

3 Augnháragel 

Best er að nota glæra gelið sem notað var í augabrúnirnar til að festa betur formið á augnhárunum eftir að búið er að krulla þau. 

4 Setting sprey 

Gott að halda höndinni eins langt frá andlitinu og hún nær og spreyja jafnt yfir allt andlitið til að festa saman allar vörurnar sem voru notaðar á andlitið. 

Bodyshop gaf vörurnar sem Halldóra Birta notaði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu