Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eigandi hússins sem brann tjáir sig: „Útlendingarnir borga en ekki Íslendingarnir“

Krist­inn Jón Gísla­son, eig­andi HD verks ehf. sem á með­al ann­ars Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1, seg­ist vera með sann­an­ir fyr­ir því að einn leigj­and­inn hafi kveikt í hús­inu. Hann seg­ir brun­ann vera harm­leik en vill ekki tjá sig frek­ar.

Eigandi hússins sem brann tjáir sig: „Útlendingarnir borga en ekki Íslendingarnir“
Kristinn Jón Gíslason Eigandi hússins sem brann segist ekki hafa áhuga á að leigja Íslendingum. Mynd: Facebook

„Ég var bara að leigja sjálfur út herbergin. Og leigi yfirleitt útlendingum af því að ég hef ekki áhuga á því að leigja Íslendingum. Útlendingarnir borga en ekki Íslendingarnir.“ Þetta segir Kristinn Jón Gíslason í samtali við Stundina. Hann er eigandi HD verks ehf, sem á meðal annars eignina á Bræðrarborgarstíg 1 í Vesturbæ Reykjavíkur sem brann til kaldra kola í síðustu viku. Þrír létust í eldsvoðanum, en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða.

Kristinn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um brunann hingað til, en hann segir að það sé von á fréttatilkynningu eftir helgi þar sem hann útskýri sína hlið á málinu. Hann segist hafa undir höndum myndir og upptöku sem sýna að einn leigjandinn beri ábyrgð á eldsvoðanum. „Það mætti kannski koma betur fram að því miður þá lítur allt út fyrir að maður sem greinilega varð mjög veikur andlega kveikti í húsinu,“ segir Kristinn.

Þrír létust í eldsboðaHús í Vesturbæ Reykjavíkur brann til kaldra kola 25. júní síðastliðinn. Þrír brunnu inni.

„Það er líklega staðan, að hann hafi bara kveikt í herberginu sínu og labbað út og fór upp á sendiráðinu, og ég er með myndband og allt sem er búið að senda mér. Þetta skal ég birta eftir helgina. Þetta er ansi óréttlátur fréttaflutningur sem er í gangi.“

Pólverjar „borga betur“

Alls eru 73 einstaklingar skráðir með lögheimili í húsinu. Aðspurður hvort fyrirtæki sæi um útleigu á herbergjum hússins svarar Kristinn neitandi. „Það var engin verkleiga eða neitt þarna, ég var bara að leigja á eigin vegum. Og ég yfirleitt leigi Pólverjum því að ég er búinn að vera að vinna með Pólverjum og flutti inn Pólverja hérna þegar ég var að byrja með staðina mína. Mér finnst þetta gott fólk til að vera og búa með. Og ástæðan fyrir því að ég leigi þeim miklu frekar en Íslendingum er bara því þeir koma betur fram, ganga betur um og borga betur.“

„Mér finnst þetta gott fólk til að vera og búa með“

Kristinn vill ekki tjá sig frekar um málið en segir að nýlegar myndir af innviðum húsins sýni hvernig það var endurinnrétt nýlega. „En eins og þetta er núna þá er mér ráðlagt af öllum að svara ekki fréttamönnum,“ segir hann og bætir við að lokum: „En algjör harmleikur.“

Annað hús félagsins rýmt í júní

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að það hefði komið á óvart hversu ákáfur og útbreiddur eldurinn var þegar slökkviliðið mætti á staðinn. „Svo náttúrulega þegar maður fer að rýna í þetta í dag þá kemur í ljós að húsið er einangrað með sagi að hluta til og það hefur töluvert að segja.“ Taldi hann eigendur hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar.

Húsið að Bræðraborgarstíg 1 er í eigu félagsins HD verk ehf, sem aftur er í eigu félagsins H2o ehf. Það félag á Kristinn að fullu. HD verk á einnig húsið að Bræðraborgarstíg 3, þar sem rekið hefur verið gistiheimili sem áður hefur verið til umfjöllunar í Stundinni. Þess ber þó að geta að þegar Stundin fjallaði um gistiheimilið að Bræðraborgarstíg árið 2015 var félagið HD verk ehf í eigu annarra aðila en Kristins Jóns.

Þá á félagið HD verk ehf einnig fasteignir að Dalvegi 24 og 26, Hjallabrekku 1 og Kársnesbraut 96-A. Í fréttum RÚV kemur fram að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi látið rýma Dalveg 24 fyrir þremur vikum vegna ófullnægjandi brunavarna. Efling stéttarfélag hefur haft húsið að Bræðraborgarstíg og einnig húsnæðið að Dalvegi til skoðunar en þar munu starfsmenn starfsmannaleigu sem áður hét Menn í vinnu hafa haft búsetu. Hið sama á við um húsnæðið að Hjallabrekku en þar bjuggu fjölmargir erlendir verkamenn, sem grunur lék á að væru hér á landi í vinnumansali hjá Mönnum í vinnu.

Auk einstaklinganna þriggja sem létust særðust þrír til viðbótar. Einn karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglu og var úrskurðaður fyrr í dag í sjö daga áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Alþýðusamband Íslands hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á málinu, en sambandið vill að atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar í málinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Unga par­ið sem lést í brun­an­um var að safna fyr­ir brúð­kaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
3
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár