Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eigandi hússins sem brann tjáir sig: „Útlendingarnir borga en ekki Íslendingarnir“

Krist­inn Jón Gísla­son, eig­andi HD verks ehf. sem á með­al ann­ars Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1, seg­ist vera með sann­an­ir fyr­ir því að einn leigj­and­inn hafi kveikt í hús­inu. Hann seg­ir brun­ann vera harm­leik en vill ekki tjá sig frek­ar.

Eigandi hússins sem brann tjáir sig: „Útlendingarnir borga en ekki Íslendingarnir“
Kristinn Jón Gíslason Eigandi hússins sem brann segist ekki hafa áhuga á að leigja Íslendingum. Mynd: Facebook

„Ég var bara að leigja sjálfur út herbergin. Og leigi yfirleitt útlendingum af því að ég hef ekki áhuga á því að leigja Íslendingum. Útlendingarnir borga en ekki Íslendingarnir.“ Þetta segir Kristinn Jón Gíslason í samtali við Stundina. Hann er eigandi HD verks ehf, sem á meðal annars eignina á Bræðrarborgarstíg 1 í Vesturbæ Reykjavíkur sem brann til kaldra kola í síðustu viku. Þrír létust í eldsvoðanum, en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða.

Kristinn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um brunann hingað til, en hann segir að það sé von á fréttatilkynningu eftir helgi þar sem hann útskýri sína hlið á málinu. Hann segist hafa undir höndum myndir og upptöku sem sýna að einn leigjandinn beri ábyrgð á eldsvoðanum. „Það mætti kannski koma betur fram að því miður þá lítur allt út fyrir að maður sem greinilega varð mjög veikur andlega kveikti í húsinu,“ segir Kristinn.

Þrír létust í eldsboðaHús í Vesturbæ Reykjavíkur brann til kaldra kola 25. júní síðastliðinn. Þrír brunnu inni.

„Það er líklega staðan, að hann hafi bara kveikt í herberginu sínu og labbað út og fór upp á sendiráðinu, og ég er með myndband og allt sem er búið að senda mér. Þetta skal ég birta eftir helgina. Þetta er ansi óréttlátur fréttaflutningur sem er í gangi.“

Pólverjar „borga betur“

Alls eru 73 einstaklingar skráðir með lögheimili í húsinu. Aðspurður hvort fyrirtæki sæi um útleigu á herbergjum hússins svarar Kristinn neitandi. „Það var engin verkleiga eða neitt þarna, ég var bara að leigja á eigin vegum. Og ég yfirleitt leigi Pólverjum því að ég er búinn að vera að vinna með Pólverjum og flutti inn Pólverja hérna þegar ég var að byrja með staðina mína. Mér finnst þetta gott fólk til að vera og búa með. Og ástæðan fyrir því að ég leigi þeim miklu frekar en Íslendingum er bara því þeir koma betur fram, ganga betur um og borga betur.“

„Mér finnst þetta gott fólk til að vera og búa með“

Kristinn vill ekki tjá sig frekar um málið en segir að nýlegar myndir af innviðum húsins sýni hvernig það var endurinnrétt nýlega. „En eins og þetta er núna þá er mér ráðlagt af öllum að svara ekki fréttamönnum,“ segir hann og bætir við að lokum: „En algjör harmleikur.“

Annað hús félagsins rýmt í júní

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að það hefði komið á óvart hversu ákáfur og útbreiddur eldurinn var þegar slökkviliðið mætti á staðinn. „Svo náttúrulega þegar maður fer að rýna í þetta í dag þá kemur í ljós að húsið er einangrað með sagi að hluta til og það hefur töluvert að segja.“ Taldi hann eigendur hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar.

Húsið að Bræðraborgarstíg 1 er í eigu félagsins HD verk ehf, sem aftur er í eigu félagsins H2o ehf. Það félag á Kristinn að fullu. HD verk á einnig húsið að Bræðraborgarstíg 3, þar sem rekið hefur verið gistiheimili sem áður hefur verið til umfjöllunar í Stundinni. Þess ber þó að geta að þegar Stundin fjallaði um gistiheimilið að Bræðraborgarstíg árið 2015 var félagið HD verk ehf í eigu annarra aðila en Kristins Jóns.

Þá á félagið HD verk ehf einnig fasteignir að Dalvegi 24 og 26, Hjallabrekku 1 og Kársnesbraut 96-A. Í fréttum RÚV kemur fram að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi látið rýma Dalveg 24 fyrir þremur vikum vegna ófullnægjandi brunavarna. Efling stéttarfélag hefur haft húsið að Bræðraborgarstíg og einnig húsnæðið að Dalvegi til skoðunar en þar munu starfsmenn starfsmannaleigu sem áður hét Menn í vinnu hafa haft búsetu. Hið sama á við um húsnæðið að Hjallabrekku en þar bjuggu fjölmargir erlendir verkamenn, sem grunur lék á að væru hér á landi í vinnumansali hjá Mönnum í vinnu.

Auk einstaklinganna þriggja sem létust særðust þrír til viðbótar. Einn karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglu og var úrskurðaður fyrr í dag í sjö daga áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Alþýðusamband Íslands hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á málinu, en sambandið vill að atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar í málinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Unga par­ið sem lést í brun­an­um var að safna fyr­ir brúð­kaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár