Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bíó Paradís opnar á ný við Hverfisgötu

Sam­komu­lag hef­ur náðst við eig­end­ur húss­ins sem hýs­ir Bíó Para­dís um að starf­semi haldi áfram í sept­em­ber.

Bíó Paradís opnar á ný við Hverfisgötu
Bíó Paradís Fyrirhugaðri lokun var mótmælt á fjölmennum fundi í febrúar, áður en faraldurinn reið yfir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bíó Paradís mun opna við Hverfisgötu á ný í haust. Nýtt samkomulag hefur náðst við eigendur hússins og uppfærslur hafa verið gerðar á samstarfssamningum við ríki og borg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Stefnt er að því að opna kvikmyndahúsið á ný um miðjan september þegar tíu ár verða liðin frá því að starfsemi þar hófst. Bíó Paradís var lokað þegar Covid-19 faraldurinn hófst, en eigendur hússins höfðu ætlað að þrefalda leiguverð 1. maí, sem hefði bundið enda á veru starfseminnar í rýminu.

„Vegna aðstæðna þurfti Bíó Paradís að segja upp öllu starfsfólki síðastliðið vor, en þá höfðu aðilar ekki náð saman um leigukjör og nauðsynlegar endurbætur og viðhald húsnæðisins til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. „Það hefur nú tekist, eftir að málsaðilar slógu af ítrustu kröfum sínum og mættust á miðri leið. Áframhaldandi starfsemi í kvikmyndamenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur því verið tryggð.“

Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segist himinlifandi með niðurstöðuna og þakkar öllu stuðningsfólki kvikmyndahússins, ráðuneytinu, Reeykjavíkurborg og eigendum hússins, félaginu Karli Mikla ehf. „Við getum ekki beðið eftir að fara að sinna kvikmyndamenningunni aftur og halda áfram að færa landsmönnum öllum fjölbreytta kvikmyndaupplifun í betri aðstöðu,“ segir hún.

„Þetta er sannkallað gleðiefni,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynningunni. „Við erum með þessu að tryggja að Bíó Paradís sinni áfram þeirri mikilvægu menningarstarfsemi sem hún hefur sinnt undanfarin áratug. Bíóið er sannkölluð vagga kvikmyndamenningar í Reykjavík og á landinu öllu. Þá er ótrúlega mikilvægt að Hverfisgatan verði áfram heimili kvikmyndanna og haldi áfram að sjá kvikmyndaþyrstum gestum fyrir fjölbreyttu framboði af allskonar bíómyndum frá öllum heimshornum.“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir mikilvægt að styðja við íslenska kvikmyndamenningu sem standi nú í blóma. „Í því samhengi gegnir Bíó Paradís mikilvægu hlutverki, í samstarfi við atvinnugreinina, Kvikmyndamiðstöð Íslands og Kvikmyndasafn Íslands. Við ráðgerum að kynna með haustinu heildstæða kvikmyndastefnu fyrir Ísland, þar sem m.a. er gert ráð fyrir rekstri öflugs kvikmyndamenningarhúss. Starfsemi Bíós Paradísar fellur vel að því markmiði og ég hlakka til að sjá dyr þess opnast á ný.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár