Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Endalokin blasa við Bíó Paradís eftir að lykilmenn úr GAMMA þrefölduðu leiguverð

Fyrr­ver­andi lyk­il­menn hjá GAMMA eru eig­end­ur hús­næð­is Bíó Para­dís­ar við Hverf­is­götu og hafa ákveð­ið að tæp­lega þre­falda leig­una til þess að nálg­ast mark­aðs­verð. All­ir fá upp­sagna­bréf. „Ef þetta væri ein­hver ann­ar fjár­fest­ir myndi hann ör­ugg­lega gera slíkt hið sama,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Bíó Para­dís­ar.

Endalokin blasa við Bíó Paradís eftir að lykilmenn úr GAMMA þrefölduðu leiguverð
Eigendur vildu markaðsverð Bíó Paradís hefur notið lágs leiguverðs, en ekki lengur.

Tjaldið virðist vera að falla hjá Bíó Paradís við Hverfisgötu eftir tíu ára sögu. Starfsfólk hefur fengið uppsagnarbréf og við blasir að síðustu sýningar verði í vor. 

Ástæðan er að eigendur hafa hátt í þrefaldað leiguverð til þess að nálgast markaðsverð.

Húsnæði Bíó Paradísar, sem áður hýsti kvikmyndahúsið Regnbogann, er í eigu félagsins Karls mikla ehf. Eigendur þess eru bræðurnir Gísli Hauksson og Arnar Hauksson, sem voru lykilstarfsmenn GAMMA. Þeir fara samtals með helmingshlut í Karli mikla, en til viðbótar á faðir þeirra fjórðung og Pétur Árni Jónsson, sem meðal annars á Viðskiptablaðið, á annan fjórðung, en hann er framkvæmdastjóri Heildar fasteignafélags, sem hefur verið í eigu GAMMA.

Félagið Karl Mikli var rekið með tæplega 90 milljóna króna hagnaði á síðasta birta rekstrarári, 2018, en tapaði tæpum 23 milljónum árið áður. Félagið á fasteignir upp á tæpa 1,5 milljarða króna gegn ríflega milljarðs króna skuldum, samkvæmt ársreikningi. Fyrst og fremst er um að ræða söluhagnað fasteignar.

Hrönn SveinsdóttirFramkvæmdastjóri Bíó Paradísar hefur biðlað til ríkis og borgar.

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, segir í samtali við Stundina að hækkun leiguverðs taki gildi þann fyrsta júlí næstkomandi og því sé það eina ábyrga í stöðunni að segja upp starfsfólki og undirbúa lokun. 

Sátt við eigendur hússins

Spurð um hvaða skýring sé gefin af núverandi eiganda húsnæðisins segir hún að þetta hafi legið fyrir undanfarin fimm ár eða frá því að núverandi eigendur keyptu húsnæðið. 

„Þetta mál snýst ekki um eigenda hússins,“ segir Hrönn. „Ef þetta væri einhver annar fjárfestir myndi hann örugglega gera slíkt hið sama. Við höfum í raun verið mjög heppin með þetta húsnæði. Þetta var hálfgert vandræðahús sem var byggt sem kvikmyndahús og erfitt að gera eitthvað annað úr því.  Húsið er ekki í sérlega góðu ásigkomulagi.  Núverandi eigendur voru tilbúnir að leigja okkur undir markaðsverði en gerðu mér ljóst að að  fimm árum liðnum þann 30.júní 2020 myndi leigan verða hækkuð.“ 

„Ef þetta væri einhver annar fjárfestir myndi hann örugglega gera slíkt hið sama.“

Hrönn segir að Bíó Paradís hafi leitað til bæði ríkis og borgar undanfarin fimm ár og af miklum ákafa þetta síðasta ár. „Við höfum verið í stöðugu sambandi en því miður hefur ekkert gerst, við erum ekki með neitt  á borði. Við höfum ekkert þaðan sem breytir stöðunni.“  Hún bætir við að það þurfi að auka framlög ríkis og borgar í þetta hús til þess að það gangi upp. „Við höfum rekið okkur með 20 prósent framlagi og 80 prósent sjálfaflafé. Ég veit ekki um neitt annað menningarhús sem gerir það. En okkur gengur mjög vel, við höfum aldrei tekið á móti jafnmörgum gestum og aðsóknin eykst ár frá ári.“ 

Hrönn bætir við að þau hafi tilkynnt starfsfólki um stöðuna í gær. „Þetta var hópuppsögn svo allir fengju sinn lögbundna þriggja mánaða uppsagnarfrest og í maí og júní göngum við frá eigum hússins.“   

Spurð hvort þetta sé endapunkturinn fyrir Bíó Paradís svarar Hrönn að þau séu enn í viðræðum við borgina. „Við erum enn að tala við þau og við vonum að það sé enn hægt að bjarga þessari starfsemi, fyrsta og eina heimili kvikmyndanna á Íslandi.“ 

Sýna verðlaunamyndir

Bíó Paradís sýnir fjölbreyttar kvikmyndir með áherslu á myndir sem hafa unnið verðlaun á erlendum kvikmyndahátíðum eins og til dæmis i Cannes og í Berlín frekar en hefðbundna Hollywood myndir.  Einnig eru haldnar þar fjölmargar kvikmyndahátíðir eins og til dæmis Frönsk, þýsk og japönsk kvikmyndahátíð auk kvikmyndahátíðar fyrir börn. Bíóið er heimili íslenskra kvikmyndagerðamanna og þar eru sýndar kvikmyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir eftir íslenska leikstjóra.  Að auki er þar rekið kaffi og vínveitingahús og stendur kvikmyndahúsið fyrir viðburðum af ýmsu tagi innan húsnæðisins. 

„Við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn“

Fjöldi fólks hefur lýst harmi sínum með yfirvofandi lokun Bíó Paradísar á Facebook.

„Þetta er búið að vera tíu ára þróunarstarf,“ segir Hrönn. „Ef þetta lokar þá sýnir það okkur hreinlega að Ísland á sér ekki vettvang fyrir innlenda og erlenda kvikmyndagerð. Við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn sem kemur úr öllum áttum, þetta bíó hefur sannað gildi sitt fyrir það hlutverk sem það gegnir. Við viljum sanna að það sé svigrúm í borginni fyrir menningarhús af þessum toga. Ef þetta er einhvers virði þá verðum við að bjarga því.“

Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að um væri að ræða ferföldun leiguverðs. Hið rétta er að tilboð um leigusamning gerir ráð fyrir því að leiguverð hátt í þrefaldist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár