Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Talið að um íkveikju hafi verið að ræða

Flest bend­ir til að um íkveikju hafi ver­ið að ræða þeg­ar kvikn­aði í þriggja hæða húsi á Bræðra­borg­ar­stíg í gær. Þrír eru látn­ir og tveir á gjör­gæslu. Einn er í haldi lög­reglu vegna máls­ins.

Talið að um íkveikju hafi verið að ræða

Þrír eru látnir eftir brunann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í gær. Tveir eru eru á gjörgæsludeild Landspítalans og samkvæmt heimildum Stundarinnar er að minnsta kosti annar þeirra mjög alvarlega slasaður og í bráðri lífshættu. Ennfremur herma heimildir Stundarinnar að flest bendi til að um íkveikju hafi verið að ræða.

Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru þrír látnir eftir brunann sem kom upp í húsinu um miðjan dag í gær. Eftir því sem Stundin kemst næst mun einn þeirra þriggja vera manneskja sem hoppaði út um glugga á þriðju hæð hússins í tilraun til að bjarga sér frá eldinum. Hinir tveir sem létust munu annars vegar hafa verið staddir á annarri hæð hússins og hins vegar á þriðju hæð. Slökkviliðsmenn þurftu frá að hverfa í leit að mönnunum vegna aðstæðna í húsinu en slökkviliðsmenn voru í hættu vegna hruns af efri hæðum og af þaki en einnig sökum hættu á að gólf kynni að hrynja undan þeim.  

Flest bendir til þess að um íkveikju hafi verið að ræða og líklega mun eldurinn hafa komið upp á annarri hæð hússins. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarssvæðisins, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að það hefði komið mönnum hans á óvart hversu mikill eldurinn var orðinn og hversu hratt hann breiddist út, þegar þeir komu á staðinn.

Tvennt eru á gjörgæslu eftir brunann og mun annað þeirra vera í bráðri lífshættu. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Tveir voru handteknir á vettvangi fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu en sleppt eftir skýrslutökur. Einn er í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á eldsvoðanum. Ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir manninum verður tekin síðar í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Unga par­ið sem lést í brun­an­um var að safna fyr­ir brúð­kaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár