Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vandræðahús í Vesturbænum logar: „Maður hefur horft fram á máttleysi borgaryfirvalda“

Grun­ur er á sak­næmu at­hæfi, þar sem þrír ein­stak­ling­ar eru í haldi lög­reglu og fjór­ir eru á slysa­deild, eft­ir elds­voða í Vest­ur­bæn­um. Ná­grann­ar lýsa yf­ir langvar­andi áhyggj­um af ástandi húss­ins á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og fyrr­ver­andi íbúi kvart­aði und­an því í frétt Stund­ar­inn­ar fyr­ir fjór­um ár­um.

„Ég og aðrir nágrannar höfum spáð þó nokkuð lengi að það yrði kveikt í á endanum,“ segir íbúi í nágrenni hússins á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í Vesturbæ Reykjavíkur, sem hefur staðið í björtu báli frá því um klukkan þrjú í dag. 

Húsið, Bræðraborgarstígur 1, er forskalað timburhús, með steypuhúð, sem þykir sérstaklega varasamt ef eldur kemur upp. Það er í eigu starfsmannaleigu og hafa meðal annars erlendir verkamenn hafst þar við. 

Lögreglan hefur girt svæðið umhverfis húsinu af til þess að vernda störf slökkviliðs, en  fjöldi fólks hefur safnast saman til þess að fylgjast með.

„Þetta minnir mig á reyktan silung,“ sagði maður um miðjan aldur við félaga sinn, er þeir stóðu ásýndar ásamt tveimur ungum drengjum. 

Þrír handteknir - fjórir á slysadeild

Samkvæmt tilkynningu lögreglu hafa fjórir verið fluttir á slysadeild og þrír íbúar hússins verið handteknir vegna gruns um saknæmt athæfi. Þrír einstaklingar hoppuðu út um glugga af efstu hæð í húsinu, samkvæmt sjónarvotti. Fyrstu tilkynningar um eldinn bárust klukkan 15:15, en klukkutíma síðar bar reyk yfir Vesturbæinn og miðborgina. Sjónarvottur á vettvangi fullyrti við Stundina að lögreglan hefði haft afskipti í húsnæðinu fyrr í dag, áður en eldurinn blossaði upp.

Um er að ræða sama hús og hýsti áður Leikskólann 101, sem var lokað árið 2013 eftir að myndbandsupptaka birtist af starfsmanni beita barn harðræði, meðal annars með því að refsa barni með því að loka það inni.

Lögreglan oft á vettvang

Íbúi í nágrenninu, sem Stundin ræddi við á vettvangi, segist hafa búist við áföllum í húsinu síðustu ár.

„Það hefur verið vítaverður sóðaskapur og ógeð í þessu húsi, svo það kemur engum neitt á óvart sem hér býr. Maður hefur horft fram á máttleysi borgaryfirvalda til að gera nokkuð í því sem blasir hér við öllum sem fram hjá fara að þetta hús er í algjörri niðurníðslu og hirðuleysi. Það hefur verið ekkert viðhald hér árum saman. Það hafa verið útköll frá lögreglu til þess að sinna fólki hér sem er í neyslu. Það er ekkert sem neinn getur gert,“ sagði eldri maður sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við íbúa hússins.

Starfsmaður stéttarfélagsins Eflingar, Benjamin Julian, segir á Facebook síðu sinni að íbúar hússins hefðu verið starfsmenn tiltekinnar starfsmannaleigu: „Í þessu húsi búa menn sem vinna hjá arftaka Menn í vinnu -- Seiglu ehf. Ömurlegur harmleikur. Það þarf miklu, miklu strangara aðhald með þessu ógeðslega rekstrarformi.“

Kona sem býr í hverfinu sagði: „Ég hef heyrt að löggan hafi þurft að hafa afskipti af húsinu áður. Ég bara vona að enginn hafi verið þarna inni.“

Stundin fjallaði um aðstæður í húsnæðinu árið 2015. Fyrrverandi íbúi kvartaði þá undan raka, myglu og slælegum frágangi. 

„Rafmagnið í húsinu ber merki um mikið fúsk, snúrur hanga niður af veggjum og er illa gengið frá,“ sagði hann í frétt Stundarinnar fyrir fjórum árum.

Íbúinn, Jóhannes Ingibjartsson, lýsti því að á annarri og þriðju hæð hússins væri búið að innrétta fjölmörg herbergi sem fólk, nær eingöngu útlendingar, leigði dýrum dómi. Jóhannes sgaði í samtali við Stundina að hann hefði verið eini Íslendingurinn sem bjó í húsinu og hefði hann leigt lítið herbergi á 90 þúsund krónur á mánuði.

Sjá einnig: Kvartar undan óhæfum mannabústað í Vesturbænum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Unga par­ið sem lést í brun­an­um var að safna fyr­ir brúð­kaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár