Franskur olíurisi, Engeyingar, fyrrverandi efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra og fyrrverandi stjórnendur úr GAMMA eru á bak við félag sem stendur að smávirkjunum víða um land. Orkustofnun hefur lagt áherslu á uppbyggingu slíkra virkjana undanfarin ár til að efla raforkuöryggi í dreifðum byggðum.
Félag þessara aðila heitir Arctic Hydro og er með fjölda virkjana í vinnslu sem flestar teljast til smávirkjana. Eitt þessara verkefna er Þverárvirkjun í Vopnafirði sem verður 6 MW að afli. Vopnafjarðarhreppur vinnur nú að breytingum á skipulagi vegna hennar, en niðurstaða frummatsskýrslu var sú að áhrif framkvæmdarinnar á ásýnd og gróður yrðu nokkuð neikvæð, sem og staðbundin áhrif á jarðmyndanir og áhrif á vatnalíf í Þverá. Önnur umhverfisáhrif voru talin óveruleg.
„Í rauninni hefur maður verið með varann á frá upphafi því saga sveitarstjórna og hreppsnefnda á landsbyggðinni er þannig að það koma menn að sunnan sem vilja virkja eða gera eitthvað annað og þá segja allir já og …
Athugasemdir