U.S. Press Freedom Tracker er verkefni á vegum tvennra samtaka sem standa vörð um tjáningarfrelsi vestanhafs: Freedom of the press foundation og Committee to protect journalists. Hlutverk þeirra er að skrásetja og taka saman tilkynnt brot gegn fjölmiðlafólki, hvort sem um er að ræða árásir einstaklinga, hópa eða yfirvalda.
Frá því að mótmælin vegna dauða George Floyd hófust á dögunum er búið að skrá vel á fimmta hundrað brota gegn blaðamönnum og í langflestum tilvikum er það lögreglan sem hefur ráðist gegn þeim.
Þegar þetta er skrifað eru nýjustu staðfestu tölur frá 15. júní en þá var búið að skrá alls rúmlega 430 tilvik sem flokkast svona: „59+“ handtökur, 92 líkamsárásir (þar af 57 af hendi lögreglu), 54 tilvik þar sem táragasi var beitt gegn fjölmiðlum, 32 tilvik þar sem piparúða var beitt, 90 urðu fyrir gúmmíkúlum eða öðrum svipuðum skotum, unnin voru 57 skemmdarverk á tæknibúnaði fjölmiðla og að …
Athugasemdir