Einstaklingar sem greinst hafa með heilabilun og aðstandendur þeirra kvíða oft því stigi sjúkdómsins þegar nauðsynlegt er að þeir flytjist alfarið á hjúkrunarheimili. Á þessu stigi sjúkdómsins er hjúkrunarheimili eina úrræðið sem í boði er og hentar það fólki misjafnlega vel. Þetta segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslu- og verkefnastjóri hjá Alzheimersamtökunum. „Flestir vilja vera heima eins lengi og hægt er. Stundum hefur fólk tekið loforð af sínum aðstandendum að það verði aldrei sent á stofnun. Þetta geta því verið aðstandendum mjög erfið skref,“ segir hún.
Sigurbjörg segir að oft henti þjónustan sem veitt er á hjúkrunarheimilum einstaklingum með heilabilun ekki vel. Það eigi til dæmis við þegar fólk er líkamlega hraust og þarf enn á mikilli hreyfingu að halda, en hefur misst andlega færni og getuna til að sjá um sig sjálft. Það sé kúnst að annast fólk með heilabilun og því sé fræðsla fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila lykilatriði. „Sum hjúkrunarheimili fá …
Athugasemdir