Norska lögmannsstofan Wikborg Rein, sem vinnur að innri rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu fyrir hönd útgerðarfyrirtækisins, hefur reynt að fá uppljóstrarann í málinu, Jóhannes Stefánsson, í viðtal um málið. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Wikborg Rein vinnur nú að skýrslu um starfsemi Samherja í Namibíu sem kynnt verður fyrir stjórn útgerðarinnar á næstunni.
Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur lögmaður Jóhannesar, norsk-franski lögfræðingurinn og rannsóknardómarinn Eva Joly, hafnað beiðni Wikborg Rein um að ræða við Jóhannes á þeim forsendum að hann hyggist ræða við opinbera rannsóknaraðila málsins á Íslandi, Noregi, Namibíu og mögulega í öðrum löndum. Wikborg Rein er ekki opinber rannsóknaraðili heldur einkafyrirtæki sem Samherji hefur ráðið og greiðir fyrir að gera kostaða rannsókn á fyrirtækinu.
Eva Joly varð landsþekkt á Íslandi eftir hrunið 2008 þegar hún veitti ráðleggingar um hvernig ætti að rannsaka efnahagsbrotamálin sem áttu …
Athugasemdir