Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bergþór spyr hvort segja eigi börnum að þau séu líklegir kynferðisbrotamenn

Berg­þór Óla­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, var­ar við fræðslu um kyn­ferð­is­legt of­beldi á lægri skóla­stig­um. Börn eigi að fá að vera börn. „Þarf að gefa í skyn við leik­skóla­börn að þau séu lík­leg til að verða fyr­ir of­beldi og beita aðra of­beldi?“ spyr hann.

Bergþór spyr hvort segja eigi börnum að þau séu líklegir kynferðisbrotamenn
Bergþór Ólason Þingmaðurinn segir fræðslu um umhverfismál valda börnum loftslagskvíða. Mynd: Miðflokkurinn

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, varar við því að börn í leikskóla og grunnskóla verði frædd um kynferðislegt ofbeldi. Segir hann börn kljást við loftslagskvíða eftir fræðslu um umhverfismál og að fræðsla um ógnir heimsins sé ekki börnum til góða.

Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag. Rætt var um tillögu forsætisráðherra þess efnis að komið verði á skipulögðum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Forvarnirnar verða samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum, frá leikskóla og upp úr.

„Samkvæmt tillögunni á að heyja baráttuna gegn ofbeldinu á öllum skólastigum og byrja í leikskólum,“ sagði Bergþór. „Hér finnst mér rétt að staldra við. Auðvitað á að berjast gegn ofbeldi. En við megum ekki láta gæði málstaðarins, gæði baráttunnar, taka öll völd. Á að fara með þessa baráttu inn á leikskólana? Á að fara með hana inn í yngstu bekki grunnskólans? Auðvitað verður sagt að hér sé átt við fræðslu en ekki innrætingu og hún verði miðuð við þroska hvers og eins og að hún verði í höndum fagmenntaðs starfsfólks. Ég ætla ekki að þykjast vera sérfróður hér. En ég vil engu að síður segja að börn eiga að fá að vera börn.“

Bergþór sagði að fullorðnir þyrftu að fara sér hægt við að koma eigin áhyggjuefnum inn í huga barna. „Hvernig hefur þetta verið í umhverfismálum undanfarin ár?“ bætti hann við. „Þar hefur verið talið nauðsynlegt að fræða börn allt frá leikskólaaldri um umhverfismál. Þau eru látin flokka og endurnýta þar sem auðlindir séu að ganga til þurrðar og allt sé að fyllast af drasli. Mannkynið gangi svo illa um jörðina. Við leikskólann blaktir grænfáninn en sá íslenski er kannski sjaldséðari. Svo berast fréttir af því að börn geti varla mætt í skólann lengur af áhyggjum af umhverfinu. Víða hvetja kennarar krakkana til að skrópa í tíma til að standa með skilti fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Margir eiga víst erfitt með svefn vegna loftslagskvíða. Herra forseti, er víst að öll þessi fræðsla til barna um ógnir heimsins sé af hinu góða?“

„Þarf að segja grunnskólabörnum að þau séu sjálf eða skólafélagarnir líklegir kynferðisbrotamenn?“

Bergþór sagði hina áhyggjulausu tilveru barna standa nógu stutt yfir. „Þarf endilega að leggja ábyrgðina af þverrandi auðlindum og yfirfullum sorphaugum á herðar leikskólabarna? Þarf að gefa í skyn við leikskólabörn að þau séu líkleg til að verða fyrir ofbeldi og beita aðra ofbeldi? Þarf að segja grunnskólabörnum að þau séu sjálf eða skólafélagarnir líklegir kynferðisbrotamenn?“

Vísaði í Nýja testamentið

Bergþór tengdi málið við hugmyndir um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár. „Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því að það sé tilviljun að á sama tíma og sagt er frá því að skólabörn séu mörg orðin nær frávita af hræðslu í umhverfismálum verður ákafari krafan úr ýmsum áttum fyrir því að kosningaaldurinn verði lækkaður,“ sagði hann.

Þá sagði hann sama fólk vakandi á verðinum yfir að skólabörn fái ekki gefins Nýja testamentið. „Sem er þó ákaflega góð og holl lesning fyrir fólk á öllum aldri og þar er einn boðskapur áberandi og hljómar þannig, með leyfi forseta: „Verið ekki áhyggjufullir“.“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði margt skrítið í ræðu Bergþórs. „Það þarf að útskýra með orðum á barnsaldri hvað er eðlileg hegðun og ekki eðlileg hegðun,“ sagði hann. „Og mörk fólks eru oft mjög óljós, sér í lagi ef það er ekki talað um það. Þess vegna er mikilvægt að fræða börn sér í lagi og fólk almennt um það hvar þú setur mörk. Að segja fólki að það eigi sér líkama og þurfi ekki að gefa skýringar á því hvort það vilji þetta eða hitt með sinn líkama. Það er mjög mikilvægur boðskapur sem hefur skort í menningu okkar í gegnum tíðina.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
6
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár