Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bergþór spyr hvort segja eigi börnum að þau séu líklegir kynferðisbrotamenn

Berg­þór Óla­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, var­ar við fræðslu um kyn­ferð­is­legt of­beldi á lægri skóla­stig­um. Börn eigi að fá að vera börn. „Þarf að gefa í skyn við leik­skóla­börn að þau séu lík­leg til að verða fyr­ir of­beldi og beita aðra of­beldi?“ spyr hann.

Bergþór spyr hvort segja eigi börnum að þau séu líklegir kynferðisbrotamenn
Bergþór Ólason Þingmaðurinn segir fræðslu um umhverfismál valda börnum loftslagskvíða. Mynd: Miðflokkurinn

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, varar við því að börn í leikskóla og grunnskóla verði frædd um kynferðislegt ofbeldi. Segir hann börn kljást við loftslagskvíða eftir fræðslu um umhverfismál og að fræðsla um ógnir heimsins sé ekki börnum til góða.

Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag. Rætt var um tillögu forsætisráðherra þess efnis að komið verði á skipulögðum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Forvarnirnar verða samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum, frá leikskóla og upp úr.

„Samkvæmt tillögunni á að heyja baráttuna gegn ofbeldinu á öllum skólastigum og byrja í leikskólum,“ sagði Bergþór. „Hér finnst mér rétt að staldra við. Auðvitað á að berjast gegn ofbeldi. En við megum ekki láta gæði málstaðarins, gæði baráttunnar, taka öll völd. Á að fara með þessa baráttu inn á leikskólana? Á að fara með hana inn í yngstu bekki grunnskólans? Auðvitað verður sagt að hér sé átt við fræðslu en ekki innrætingu og hún verði miðuð við þroska hvers og eins og að hún verði í höndum fagmenntaðs starfsfólks. Ég ætla ekki að þykjast vera sérfróður hér. En ég vil engu að síður segja að börn eiga að fá að vera börn.“

Bergþór sagði að fullorðnir þyrftu að fara sér hægt við að koma eigin áhyggjuefnum inn í huga barna. „Hvernig hefur þetta verið í umhverfismálum undanfarin ár?“ bætti hann við. „Þar hefur verið talið nauðsynlegt að fræða börn allt frá leikskólaaldri um umhverfismál. Þau eru látin flokka og endurnýta þar sem auðlindir séu að ganga til þurrðar og allt sé að fyllast af drasli. Mannkynið gangi svo illa um jörðina. Við leikskólann blaktir grænfáninn en sá íslenski er kannski sjaldséðari. Svo berast fréttir af því að börn geti varla mætt í skólann lengur af áhyggjum af umhverfinu. Víða hvetja kennarar krakkana til að skrópa í tíma til að standa með skilti fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Margir eiga víst erfitt með svefn vegna loftslagskvíða. Herra forseti, er víst að öll þessi fræðsla til barna um ógnir heimsins sé af hinu góða?“

„Þarf að segja grunnskólabörnum að þau séu sjálf eða skólafélagarnir líklegir kynferðisbrotamenn?“

Bergþór sagði hina áhyggjulausu tilveru barna standa nógu stutt yfir. „Þarf endilega að leggja ábyrgðina af þverrandi auðlindum og yfirfullum sorphaugum á herðar leikskólabarna? Þarf að gefa í skyn við leikskólabörn að þau séu líkleg til að verða fyrir ofbeldi og beita aðra ofbeldi? Þarf að segja grunnskólabörnum að þau séu sjálf eða skólafélagarnir líklegir kynferðisbrotamenn?“

Vísaði í Nýja testamentið

Bergþór tengdi málið við hugmyndir um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár. „Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því að það sé tilviljun að á sama tíma og sagt er frá því að skólabörn séu mörg orðin nær frávita af hræðslu í umhverfismálum verður ákafari krafan úr ýmsum áttum fyrir því að kosningaaldurinn verði lækkaður,“ sagði hann.

Þá sagði hann sama fólk vakandi á verðinum yfir að skólabörn fái ekki gefins Nýja testamentið. „Sem er þó ákaflega góð og holl lesning fyrir fólk á öllum aldri og þar er einn boðskapur áberandi og hljómar þannig, með leyfi forseta: „Verið ekki áhyggjufullir“.“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði margt skrítið í ræðu Bergþórs. „Það þarf að útskýra með orðum á barnsaldri hvað er eðlileg hegðun og ekki eðlileg hegðun,“ sagði hann. „Og mörk fólks eru oft mjög óljós, sér í lagi ef það er ekki talað um það. Þess vegna er mikilvægt að fræða börn sér í lagi og fólk almennt um það hvar þú setur mörk. Að segja fólki að það eigi sér líkama og þurfi ekki að gefa skýringar á því hvort það vilji þetta eða hitt með sinn líkama. Það er mjög mikilvægur boðskapur sem hefur skort í menningu okkar í gegnum tíðina.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár