Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dofri ásakar heila fjölskyldu um ofbeldi sem réttlætingu fyrir brottnámi barnsins

Dof­ri Her­manns­son, for­mað­ur Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti, rétt­læt­ir brott­nám tíu ára dótt­ur sinn­ar í yf­ir­lýs­ingu. Þar sak­ar hann fjóra ein­stak­linga, með­al ann­ars dótt­ur sína og stjúp­dótt­ur, um of­beldi gegn stúlk­unni og kveðst ekki ætla að leyfa móð­ur henn­ar að hitta hana. Hann hef­ur tek­ið stúlk­una úr skóla og fer huldu höfði.

Dofri ásakar heila fjölskyldu um ofbeldi sem réttlætingu fyrir brottnámi barnsins

Dofri Hermannsson sendi Kvennablaðinu yfirlýsingu í morgun þar sem hann greindi því að hann hefur ekki í hyggju að leyfa tíu ára gamalli dóttur sinni að fara aftur til móður sinnar fyrr en barnaverndaryfirvöld hafi  komist að niðurstöðu í málinu. Sagði hann að móðir barnsins hefði beitt það áralöngu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Sakaði hann eiginmann barnsmóðurinnar og systur stúlkunnar um að taka þátt í andlega ofbeldinu með „afar ógeðfelldum og grimmum hætti“. Þá hefur hann tekið dóttur sína úr grunnskóla og hefur hún ekki mætt í skóla í þrjá daga.

Dofri er formaður Félags um foreldrajafnrétti og situr í jafnréttisráði, sem er ráðgefandi ráðherra í stefnumótandi ákvörðunum um jafnréttismál.

Fjölskyldan hefur áhyggjur 

Rúm vika er liðin frá því að systur stúlkunnar, þær Katrín og Kolfinna Arndísardætur, 28 ára gömul fyrrverandi stjúpdóttir Dofra og 21 árs gömul dóttir hans, greindu frá ástæðum þess að þær tóku sjálfar ákvörðun um að umgangast ekki föður sinn og stjúpföður. Lýstu þær andlegu ofbeldi og ofríki af hans hálfu og sögðu hann markvisst hafa reynt að sverta móður þeirra, meðal annars með ásökunum um ofbeldi og geðveiki. Frásögn þeirra var andsvar þeirra við opinberri umræðu af hálfu Dofra, sem fullyrt hefur að stúlkurnar hefðu hætt umgengni við hann vegna þess að móðir þeirra hafi beitt þær foreldrafirringu.

Sú eldri, Katrín ákvað þar af leiðandi að slíta samskiptum við Dofra skömmu eftir skilnað hans við móður hennar. Kolfinna var hins vegar í reglubundinni umgengni við hann næstu ár á eftir. Eftir meiðandi samskipti á sextán ára afmælisdaginn sinn tók hún ákvörðun um að viðhalda ekki frekari samskiptum við föður sinn.

Yngsta dóttir Dofra, sem er tíu ára gömul, hefur hins vegar verið áfram í reglubundinni umgengni við báða foreldranna. Hún er með lögheimili hjá móður sinni en dvelur hjá föður sínum aðra hverja viku. Hún átti að snúa aftur heim til móður sinnar á föstudag, en fjölskyldan hefur hvorki séð hana síðan og né fengið upplýsingar um það hvar hún er niðurkomin með föður sínum. Þess í stað sendi Dofri barnsmóður sinni bréf með ásökunum um ofbeldi. 

Systir stúlkunnar, Katrín Arndísardóttir, lýsti áhyggjum fjölskyldunnar af stúlkunni í samtali við Stundina í gær. „Við teljum að hún sé í mjög erfiðum aðstæðum,“ sagði Katrín. „Við erum miður okkar.“

Málið hefur verið tilkynnt barnaverndar- og lögregluyfirvöldum. Dofri hefur hins vegar neitað að veita upplýsingar um hvar hann sé staddur á landinu eða hvenær hann hafi í hyggju að skila barninu aftur heim til móður sinnar. 

Sakar barnsmóður sína um ofbeldi

Dofri staðfesti í samtali við blaðamann Stundarinnar í gær að hann ætli sér ekki að skila barninu til móður sinnar. Meinaði hann blaðamanni að hafa nokkuð eftir sér um ástæður þess og lagðist hart gegn umfjöllun um málið vegna þess að það væri barninu ekki fyrir bestu að ræða aðstæðurnar á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir það sendi hann frá sér yfirlýsingu á Kvennablaðið í morgun, þar sem hann greinir frá ástæðum sínum. Þar sakar hann móður barnsins um ofbeldi, segir málið hafa verið tilkynnt til barnaverndar þar sem það sé nú í farvegi. Barninu verði ekki skilað aftur fyrr en niðurstaða sé komin í málið. 

Yfirlýsing Dofra var ekki send Stundinni. Hana má hins vegar lesa í heild sinni á Kvennablaðinu.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur móðir barnsins ekki verið tilkynnt áður vegna meints ofbeldis. Dofri hefur hins vegar áður sakað hana um ofbeldi gegn sér. Eins hefur hann sakað hana um að eitra fyrir samskiptum hans við dæturnar. Uppkomnar dætur hans hafa hins vegar hafnað slíkum ávirðingum og sagt að þær hafi tekið sínar ákvarðanir sjálfar, vegna meiðandi samskipta við hann.

Engu að síður hefur Dofri byggt baráttu sína fyrir foreldrajafnrétti á þessu, og kenningum um foreldraútilokun.

Segist vera að bjarga barninu

Í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í morgun segist hann hafa barist fyrir því undanfarin ár að samfélagið opni augun fyrir því „alvarlega ofbeldi“ sem foreldraútilokun sé: „Þeirri tilfinningalegu misnotkun þegar annað foreldrið beitir börnum sínum í hatursfullu stríði við hitt foreldrið. Fjöldi foreldra er í þessari stöðu, að missa samband við börnin sín, vegna heiftar hins foreldrisins.“

Félag um foreldrajafnrétti hefur meðal annars lagt áherslu á að ná fram samþykkt svokallaðs tálmunarfrumvarps á Alþingi, sem gera myndi tálmun á umgengni refsiverða. Verði frumvarpið samþykkt mun tálmun á umgengni varða allt að fimm ára fangelsi fyrir það foreldri sem sviptir hitt umgengni við barnið sitt. 

Í yfirlýsingu Dofra segir nú að margir foreldrar séu í þeirri stöðu að þurfa að tálma umgengni vegna hættu á því að börnin verði fyrir ofbeldi af hálfu hins foreldrisins. „Barn sem er beitt ofbeldi af móður á jafn mikinn rétt á að vera bjargað og barn sem er beitt ofbeldi af föður.“ Sem forsjárforeldri bæri honum að vernda dóttur sína. „Ég mun halda henni eins fjarri þessu ömurlega stríði og mér er mögulegt,“ sagði Dofri.

Að lokum sagðist hann vonast til þess að stjúpfaðir stúlkunnar og eldri systur hennar, dóttir Dofra og stjúpdóttir, þær Katrín og Kolfinna, sæu „sinn þátt í þessu sorglega máli.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár