„Nei,“ var svarið sem fékkst frá talskonu fjárfestingarfélagsins Novators og Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ragnhildar Sverrisdóttur, þegar leitað var eftir svörum við því í september árið 2017 hvort fjárfestirinn væri að fjármagna rekstur DV með einhverjum hætti.
Nú hefur komið í ljós, eftir að Samkeppniseftirlitið upplýsti um það, að eignarhaldsfélag Björgólfs Thors, Novator, veitti útgáfufélagi DV, Frjálsri fjölmiðlun, lán til að fjármagna reksturinn þrátt fyrir að þessu hafi ítrekað verið neitað fyrir hönd Björgólfs Thors.
Ragnhildur var spurð að því hvort Björgólfur Thor kæmi að því með einum eða öðrum hætti að fjármagna rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV. „Kemur BTB [Björgólfur Thor Björgólfsson], eða félög á hans vegum, með einum eða öðrum hætti að viðskiptum Frjálsrar fjölmiðlunar með fjölmiðla Pressunnar? Þá er átt við sem hluthafi, lánveitandi eða eitthvað annað?“
Tekið skal fram …
Athugasemdir