Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Novator sagði ósatt um lán til Frjálsrar fjölmiðlunar í rúm tvö og hálft ár

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag­ið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, veitti fjöl­miðl­um ít­rek­að rang­ar upp­lýs­ing­ar um 745 lán fyr­ir­tæk­is­ins til fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is. Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir, fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­trúi Novator, hætti þar í janú­ar. Andrés Jóns­son seg­ir að eitt það versta sem kom­ið get­ur fyr­ir al­manna­tengil sé að segja fjöl­miðl­um ósatt.

Novator sagði ósatt um lán til Frjálsrar fjölmiðlunar í rúm tvö og hálft ár
Novator veitti rangar upplýsingar Fjárfestingarfélagið Novator veitti fjölmiðlum rangar upplýsingar um lán til fjölmiðlasamsteypu. Björgólfur Thor Björgólfsson er eigandi Novator. Ekki liggur fyrir af hverju Novator sagði ekki sannleikann.

„Nei,“ var svarið sem fékkst frá talskonu fjárfestingarfélagsins Novators og Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ragnhildar Sverrisdóttur, þegar leitað var eftir svörum við því í september árið 2017 hvort fjárfestirinn væri að fjármagna rekstur DV með einhverjum hætti. 

Nú hefur komið í ljós, eftir að Samkeppniseftirlitið upplýsti um það, að eignarhaldsfélag Björgólfs Thors, Novator, veitti útgáfufélagi DV, Frjálsri fjölmiðlun, lán  til að fjármagna reksturinn þrátt fyrir að þessu hafi ítrekað verið neitað fyrir hönd Björgólfs Thors. 

Ragnhildur var spurð að því hvort Björgólfur Thor kæmi að því með einum eða öðrum hætti að fjármagna rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV.  „Kemur BTB [Björgólfur Thor Björgólfsson], eða félög á hans vegum, með einum eða öðrum hætti að viðskiptum Frjálsrar fjölmiðlunar með fjölmiðla Pressunnar? Þá er átt við sem hluthafi, lánveitandi eða eitthvað annað?“ 

Tekið skal fram …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eignarhald DV

Skuldirnar út af fjölmiðlaævintýri Björgólfs Thors komnar yfir milljarð
FréttirEignarhald DV

Skuld­irn­ar út af fjöl­miðla­æv­in­týri Björgólfs Thors komn­ar yf­ir millj­arð

Sig­urð­ur G. Guð­jóns­son, hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur og eig­andi Dals­dals ehf., seg­ir að unn­ið sé að upp­gjöri fé­lags­ins sem var milli­lið­ur í við­skipt­um með hluta­bréf í DV. Eng­ar nýj­ar fjár­fest­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar í fé­lag­inu og eini lán­veit­andi þess er fjár­fest­ing­ar­fé­lags Björgólfs Thors. Enn á huldu af hverju Björgólf­ur fjár­magn­aði rekst­ur DV.
Neituðu því að Björgólfur væri bakhjarl DV:  „Lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“
FréttirEignarhald DV

Neit­uðu því að Björgólf­ur væri bak­hjarl DV: „Lít­ið um skjalfest­ar heim­ild­ir fyr­ir því sem ekki er“

Eig­andi DV vildi ekki greina frá því hver lán­aði fé­lagi sínu tæp­an hálf­an millj­arð til að fjár­magna ta­prekst­ur. Talskona Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar neit­aði því að hann væri lán­veit­and­inn. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur birt upp­lýs­ing­arn­ar vegna samruna eig­enda DV og Frétta­blaðs­ins. Þar kem­ur í ljós að Björgólf­ur Thor stóð að baki út­gáf­unni.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár