Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

DV skrifaði um huldubakhjarlinn Björgólf Thor: „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir“

Fjöl­mið­ill­inn fjall­aði ít­rek­að um Björgólf Thor Björgólfs­son án þess að nefna fjár­hags­leg­an stuðn­ing hans við rekst­ur­inn. Björgólf­ur var sak­að­ur um bein áhrif á rit­stjórn­ina eft­ir að ómerkt frétt birt­ist með að­drótt­un­um um and­stæð­ing hans, Ró­bert Wessman.

DV skrifaði um huldubakhjarlinn Björgólf Thor: „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir“
Fjallað um lúxuslífið DV flutti fjölda frétta af vináttu Björgólfs Thors og Beckham eftir að sá fyrrnefndi hóf að fjármagna rekstur félagsins.

DV hefur ítrekað fjallað um lúxuslíf fjárfestisins Björgólfs Thors Björgólfssonar frá haustinu 2017. Hvergi var tekið fram að hann væri fjárhagslegur bakhjarl fjölmiðilsins. Björgólfur Thor hefur verið sakaður um að hafa bein áhrif á fréttaflutning DV af andstæðingum sínum.

Í dag var upplýst að Novator, félag Björgólfs Thors, hafi verið eini lánveitandi og helsti bakhjarl DV frá árinu 2017. Þetta kom fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem kaup Torgs ehf., félagsins sem á Fréttablaðið, á Frjálsi fjölmiðlun, félagsins sem á DV, voru samþykkt. Björgólfur hefur lánað félaginu 475 milljónir króna hið minnsta og hefur hluta skuldarinnar verið breitt í hlutafé í stað endurgreiðslu.

Flestar þeirra frétta sem DV hefur birt um Björgólf Thor fjalla um lúxuslíf hans og þá sérstaklega vináttu hans við knattspyrnustjörnuna David Beckham.

Ein fréttin er með fyrirsögnina „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir: Þetta hafa þeir brallað saman í gegnum árin“. Í henni, eins og öðrum fréttum DV um þá, er fjallað um ferðir þeirra saman á íþróttaleiki, vínekrur og í laxveiði.

„„Ég er sko vinur þinn,“ gæti verið lagið sem Björgólfur Thor Björgólfsson, syngur fyrir David Beckham þegar þeir eru á ferð og flugi,“ segir í fréttinni. „Miðað við hversu miklum tíma þeir félagar eyða saman, er ekki úr vegi að stimpla þá sem bestu vini.“

„Miðað við hversu miklum tíma þeir félagar eyða saman, er ekki úr vegi að stimpla þá sem bestu vini“

Í annarri frétt er fjallað um heimsókn hans á veitingastað með fyrrum leikmönnum Manchester United. „Sjáðu hverja Björgólfur Thor hitti í gær: „The Boss““

Þá hefur DV meðal annars fjallað um hús Björgólfs Thors, stöðu hans á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heiminum, málsvörn hans vegna falls Landsbankans, sem hann átti fyrir bankahrun, og pistil hans þar sem hann fjallar um hvað valdið hafi hruninu. Í pistlinum segist hann hafa beðist afsökunar á sínum þætti í eigna- og skuldabólunni og á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp.

„Það var enginn annar sem baðst afsökunar!“

„Ég reiknaði með að aðrir fylgdu í kjölfarið og bæðust afsökunar á hlut sínum í aðdraganda hrunsins,“ skrifaði Björgólfur Thor. „Ég varð alveg gáttaður þegar enginn brást við. Ekki bissnissmenn, ekki bankamenn, ekki embættismenn, ekki eftirlitsaðilar, ekki fjölmiðlamenn, ekki þingmenn, ekki ráðherrar, ekki fyrrverandi stjórnendur Seðlabankans. Það var enginn annar sem baðst afsökunar! Þannig urðu aldrei til nein drög að sáttum þegar samfélagið þurfti mest á því að halda.“

Í engri fréttanna var tekið fram að Björgólfur Thor væri fjárhagslegur bakhjarl DV. Þær upplýsingar lágu ekki fyrir opinberlega, en Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, neitaði að svara því í samtölum við Stundina hver hefði lánað félaginu pening til að greiða tapreksturs þess. Þá neitaði Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors og Novator, því að hann kæmi að fjármögnun DV árið 2017.

Spurði hvort Björgólfur hefði áhrif á umfjöllun

Björgólfur Thor og Róbert Wessman, stofnandi og forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, hafa átt í opinberum illdeilum um árabil sem hófust þegar þeir unnu saman hjá Actavis á síðasta áratug. Björgólfur rak þá Róbert úr stóli forstjóra Actavis eftir að hann hafði eignast fyrirtækið.

Í byrjun árs 2017 eignaðist Róbert meirihluta í Pressunni, félaginu sem átti DV, þegar hann lagði 150 milljónir inn í félagið. Ekki var hins vegar haldinn stjórnarfundur eftir að Róbert eignaðist meirihluta í félaginu og gátu fyrri eigendur og stjórnarmenn Pressunnar, þeir Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, því selt allar eignir fyrirtækisins út úr því og til Frjálsrar fjölmiðlunar án þess að Róbert kæmi að þeim viðskiptum. Fyrir vikið tapaði hann um 150 milljónum króna.

Nú er komið í ljós að Björgólfur Thor fjármagnaði Frjálsa fjölmiðlun frá upphafi. Það var þó gert með lánveitingum, en ekki eignarhaldi og því ekki þörf á að tilkynna stuðninginn til fjölmiðlanefndar, sem tryggja á gagnsæi í eignarhaldi fjölmiðla. Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist á þessum tíma ekki heldur vita betur en að Sigurður væri eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar. „Ég veit ekki betur en Sigurður G. sé skráður eigandi einn,“ sagið hann. „Ég samdi við hann.“

Í frétt á vef DV í júní 2018 var Róbert svo vændur um að hafa keypt sér viðskiptaverðlaun tímaritisins European CEO sem forstjóri ársins í lyfjabransanum. Í samskiptum við Stundina neitaði tímaritið því að verðlaunin væru seld, þó fyrirtækið hefði keypt hjá því auglýsingar. Halldór Kristmannsson, talsmaður Róberts og Alvogen, sagðist telja að einhver kynni að öfunda Róbert Wessmann út af velgengni Alvogen og vilja grafa undan honum.

„Maður spyr sig eðlilega hvort Björgólfur Thor sé farinn að hafa bein áhrif á umfjöllun DV“

„Þegar maður les svona umfjöllun eins og var um málið á vef Dv.is í gær þá veltir maður fyrir sér hver heldur um pennann,“ sagði Halldór. „Það skráir sig enginn fyrir þessari frétt og þegar ég hafði samband við ritstjórn blaðsins þá voru menn ekki vissir um hvaða blaðamaður hafði skrifað fréttina. Getur verið að það hafi verið einhver utanaðkomandi, jafnvel sá aðili sem talið er að fjármagni rekstur DV? Maður spyr sig eðlilega hvort Björgólfur Thor sé farinn að hafa bein áhrif á umfjöllun DV.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eignarhald DV

Skuldirnar út af fjölmiðlaævintýri Björgólfs Thors komnar yfir milljarð
FréttirEignarhald DV

Skuld­irn­ar út af fjöl­miðla­æv­in­týri Björgólfs Thors komn­ar yf­ir millj­arð

Sig­urð­ur G. Guð­jóns­son, hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur og eig­andi Dals­dals ehf., seg­ir að unn­ið sé að upp­gjöri fé­lags­ins sem var milli­lið­ur í við­skipt­um með hluta­bréf í DV. Eng­ar nýj­ar fjár­fest­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar í fé­lag­inu og eini lán­veit­andi þess er fjár­fest­ing­ar­fé­lags Björgólfs Thors. Enn á huldu af hverju Björgólf­ur fjár­magn­aði rekst­ur DV.
Novator sagði ósatt um lán til Frjálsrar fjölmiðlunar í rúm tvö og hálft ár
FréttirEignarhald DV

Novator sagði ósatt um lán til Frjálsr­ar fjöl­miðl­un­ar í rúm tvö og hálft ár

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag­ið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, veitti fjöl­miðl­um ít­rek­að rang­ar upp­lýs­ing­ar um 745 lán fyr­ir­tæk­is­ins til fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is. Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir, fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­trúi Novator, hætti þar í janú­ar. Andrés Jóns­son seg­ir að eitt það versta sem kom­ið get­ur fyr­ir al­manna­tengil sé að segja fjöl­miðl­um ósatt.
Neituðu því að Björgólfur væri bakhjarl DV:  „Lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“
FréttirEignarhald DV

Neit­uðu því að Björgólf­ur væri bak­hjarl DV: „Lít­ið um skjalfest­ar heim­ild­ir fyr­ir því sem ekki er“

Eig­andi DV vildi ekki greina frá því hver lán­aði fé­lagi sínu tæp­an hálf­an millj­arð til að fjár­magna ta­prekst­ur. Talskona Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar neit­aði því að hann væri lán­veit­and­inn. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur birt upp­lýs­ing­arn­ar vegna samruna eig­enda DV og Frétta­blaðs­ins. Þar kem­ur í ljós að Björgólf­ur Thor stóð að baki út­gáf­unni.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár