Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

DV skrifaði um huldubakhjarlinn Björgólf Thor: „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir“

Fjöl­mið­ill­inn fjall­aði ít­rek­að um Björgólf Thor Björgólfs­son án þess að nefna fjár­hags­leg­an stuðn­ing hans við rekst­ur­inn. Björgólf­ur var sak­að­ur um bein áhrif á rit­stjórn­ina eft­ir að ómerkt frétt birt­ist með að­drótt­un­um um and­stæð­ing hans, Ró­bert Wessman.

DV skrifaði um huldubakhjarlinn Björgólf Thor: „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir“
Fjallað um lúxuslífið DV flutti fjölda frétta af vináttu Björgólfs Thors og Beckham eftir að sá fyrrnefndi hóf að fjármagna rekstur félagsins.

DV hefur ítrekað fjallað um lúxuslíf fjárfestisins Björgólfs Thors Björgólfssonar frá haustinu 2017. Hvergi var tekið fram að hann væri fjárhagslegur bakhjarl fjölmiðilsins. Björgólfur Thor hefur verið sakaður um að hafa bein áhrif á fréttaflutning DV af andstæðingum sínum.

Í dag var upplýst að Novator, félag Björgólfs Thors, hafi verið eini lánveitandi og helsti bakhjarl DV frá árinu 2017. Þetta kom fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem kaup Torgs ehf., félagsins sem á Fréttablaðið, á Frjálsi fjölmiðlun, félagsins sem á DV, voru samþykkt. Björgólfur hefur lánað félaginu 475 milljónir króna hið minnsta og hefur hluta skuldarinnar verið breitt í hlutafé í stað endurgreiðslu.

Flestar þeirra frétta sem DV hefur birt um Björgólf Thor fjalla um lúxuslíf hans og þá sérstaklega vináttu hans við knattspyrnustjörnuna David Beckham.

Ein fréttin er með fyrirsögnina „Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir: Þetta hafa þeir brallað saman í gegnum árin“. Í henni, eins og öðrum fréttum DV um þá, er fjallað um ferðir þeirra saman á íþróttaleiki, vínekrur og í laxveiði.

„„Ég er sko vinur þinn,“ gæti verið lagið sem Björgólfur Thor Björgólfsson, syngur fyrir David Beckham þegar þeir eru á ferð og flugi,“ segir í fréttinni. „Miðað við hversu miklum tíma þeir félagar eyða saman, er ekki úr vegi að stimpla þá sem bestu vini.“

„Miðað við hversu miklum tíma þeir félagar eyða saman, er ekki úr vegi að stimpla þá sem bestu vini“

Í annarri frétt er fjallað um heimsókn hans á veitingastað með fyrrum leikmönnum Manchester United. „Sjáðu hverja Björgólfur Thor hitti í gær: „The Boss““

Þá hefur DV meðal annars fjallað um hús Björgólfs Thors, stöðu hans á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heiminum, málsvörn hans vegna falls Landsbankans, sem hann átti fyrir bankahrun, og pistil hans þar sem hann fjallar um hvað valdið hafi hruninu. Í pistlinum segist hann hafa beðist afsökunar á sínum þætti í eigna- og skuldabólunni og á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp.

„Það var enginn annar sem baðst afsökunar!“

„Ég reiknaði með að aðrir fylgdu í kjölfarið og bæðust afsökunar á hlut sínum í aðdraganda hrunsins,“ skrifaði Björgólfur Thor. „Ég varð alveg gáttaður þegar enginn brást við. Ekki bissnissmenn, ekki bankamenn, ekki embættismenn, ekki eftirlitsaðilar, ekki fjölmiðlamenn, ekki þingmenn, ekki ráðherrar, ekki fyrrverandi stjórnendur Seðlabankans. Það var enginn annar sem baðst afsökunar! Þannig urðu aldrei til nein drög að sáttum þegar samfélagið þurfti mest á því að halda.“

Í engri fréttanna var tekið fram að Björgólfur Thor væri fjárhagslegur bakhjarl DV. Þær upplýsingar lágu ekki fyrir opinberlega, en Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, neitaði að svara því í samtölum við Stundina hver hefði lánað félaginu pening til að greiða tapreksturs þess. Þá neitaði Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors og Novator, því að hann kæmi að fjármögnun DV árið 2017.

Spurði hvort Björgólfur hefði áhrif á umfjöllun

Björgólfur Thor og Róbert Wessman, stofnandi og forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, hafa átt í opinberum illdeilum um árabil sem hófust þegar þeir unnu saman hjá Actavis á síðasta áratug. Björgólfur rak þá Róbert úr stóli forstjóra Actavis eftir að hann hafði eignast fyrirtækið.

Í byrjun árs 2017 eignaðist Róbert meirihluta í Pressunni, félaginu sem átti DV, þegar hann lagði 150 milljónir inn í félagið. Ekki var hins vegar haldinn stjórnarfundur eftir að Róbert eignaðist meirihluta í félaginu og gátu fyrri eigendur og stjórnarmenn Pressunnar, þeir Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, því selt allar eignir fyrirtækisins út úr því og til Frjálsrar fjölmiðlunar án þess að Róbert kæmi að þeim viðskiptum. Fyrir vikið tapaði hann um 150 milljónum króna.

Nú er komið í ljós að Björgólfur Thor fjármagnaði Frjálsa fjölmiðlun frá upphafi. Það var þó gert með lánveitingum, en ekki eignarhaldi og því ekki þörf á að tilkynna stuðninginn til fjölmiðlanefndar, sem tryggja á gagnsæi í eignarhaldi fjölmiðla. Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist á þessum tíma ekki heldur vita betur en að Sigurður væri eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar. „Ég veit ekki betur en Sigurður G. sé skráður eigandi einn,“ sagið hann. „Ég samdi við hann.“

Í frétt á vef DV í júní 2018 var Róbert svo vændur um að hafa keypt sér viðskiptaverðlaun tímaritisins European CEO sem forstjóri ársins í lyfjabransanum. Í samskiptum við Stundina neitaði tímaritið því að verðlaunin væru seld, þó fyrirtækið hefði keypt hjá því auglýsingar. Halldór Kristmannsson, talsmaður Róberts og Alvogen, sagðist telja að einhver kynni að öfunda Róbert Wessmann út af velgengni Alvogen og vilja grafa undan honum.

„Maður spyr sig eðlilega hvort Björgólfur Thor sé farinn að hafa bein áhrif á umfjöllun DV“

„Þegar maður les svona umfjöllun eins og var um málið á vef Dv.is í gær þá veltir maður fyrir sér hver heldur um pennann,“ sagði Halldór. „Það skráir sig enginn fyrir þessari frétt og þegar ég hafði samband við ritstjórn blaðsins þá voru menn ekki vissir um hvaða blaðamaður hafði skrifað fréttina. Getur verið að það hafi verið einhver utanaðkomandi, jafnvel sá aðili sem talið er að fjármagni rekstur DV? Maður spyr sig eðlilega hvort Björgólfur Thor sé farinn að hafa bein áhrif á umfjöllun DV.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eignarhald DV

Skuldirnar út af fjölmiðlaævintýri Björgólfs Thors komnar yfir milljarð
FréttirEignarhald DV

Skuld­irn­ar út af fjöl­miðla­æv­in­týri Björgólfs Thors komn­ar yf­ir millj­arð

Sig­urð­ur G. Guð­jóns­son, hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur og eig­andi Dals­dals ehf., seg­ir að unn­ið sé að upp­gjöri fé­lags­ins sem var milli­lið­ur í við­skipt­um með hluta­bréf í DV. Eng­ar nýj­ar fjár­fest­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar í fé­lag­inu og eini lán­veit­andi þess er fjár­fest­ing­ar­fé­lags Björgólfs Thors. Enn á huldu af hverju Björgólf­ur fjár­magn­aði rekst­ur DV.
Novator sagði ósatt um lán til Frjálsrar fjölmiðlunar í rúm tvö og hálft ár
FréttirEignarhald DV

Novator sagði ósatt um lán til Frjálsr­ar fjöl­miðl­un­ar í rúm tvö og hálft ár

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag­ið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, veitti fjöl­miðl­um ít­rek­að rang­ar upp­lýs­ing­ar um 745 lán fyr­ir­tæk­is­ins til fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is. Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir, fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­trúi Novator, hætti þar í janú­ar. Andrés Jóns­son seg­ir að eitt það versta sem kom­ið get­ur fyr­ir al­manna­tengil sé að segja fjöl­miðl­um ósatt.
Neituðu því að Björgólfur væri bakhjarl DV:  „Lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er“
FréttirEignarhald DV

Neit­uðu því að Björgólf­ur væri bak­hjarl DV: „Lít­ið um skjalfest­ar heim­ild­ir fyr­ir því sem ekki er“

Eig­andi DV vildi ekki greina frá því hver lán­aði fé­lagi sínu tæp­an hálf­an millj­arð til að fjár­magna ta­prekst­ur. Talskona Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar neit­aði því að hann væri lán­veit­and­inn. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur birt upp­lýs­ing­arn­ar vegna samruna eig­enda DV og Frétta­blaðs­ins. Þar kem­ur í ljós að Björgólf­ur Thor stóð að baki út­gáf­unni.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár