Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Heilbrigt ástand að vera hamingjusamur

Hrefna Guð­munds­dótt­ir vinnusál­fræð­ing­ur hjá Vinnu­mála­stofn­un lærði margt um ham­ingj­una af rann­sókn­um og líka af afa sín­um, sem sagði að besta ráð­ið við van­líð­an væri að vera góð­ur við ein­hvern og taldi göngu­túra allra meina bót.

Heilbrigt ástand að vera hamingjusamur

Margt hefur rekið á fjörur Hrefnu Guðmundsdóttur, vinnusálfræðings hjá Vinnumálastofnun og meðhöfundar bókarinnar Why are Icelanders so happy, þegar hún hefur stúderað hamingjuna, sem lengi hefur verið henni hugleikin.

„Það kom mér á óvart í árdaga rannsókna á sviði hamingju að það væri heilbrigt ástand að vera tiltölulega hamingjusamur. Í einni þeirra laut rannsóknarspurningin að því hversu hamingjusamir einstaklingarnir væru á kvarðanum frá einu prósenti til tíu. Ef við skoðum aðeins kvarðann um það hversu hamingjusöm við erum á bilinu eitt til tíu, þá telst það ekki heilbrigt ástand að vera einungis fimm í hamingju, nema þegar við tökumst á við mjög erfið verkefni líkt og sorg og djúpstæð áföll. Að vera sjö í hamingju er nær því sem manneskjunni er eðlislægt. Það er mikil fegurð í því, ekki satt? Eins þótti mér virkilega ánægjulegt þegar að ég komst að því að hamingjan vex frekar með árunum heldur en hitt, þótt auðvitað sé það einstaklingsbundið. Ef við ætlum að reyna að mæla hamingjuna eins og við mælum sársauka, nota kvarðann frá einum til tíu, ef mesta hugsanlega hamingjutalan sé tíu og sú minnsta hugsanlega einn, þá er einnig deilt um það hvort betra sé að vera með töluna átta eða tíu í hamingju. Hugsanlega er þetta eina prófið í heiminum þar sem átta er kannski betri en tía. Í þessari hugmynd felst að í áttunni býr meiri yfirvegun og sátt, taka því sem að höndum ber og mæta örlögum sínum. Að í tíunni sé mögulega boginn full spenntur og því líkur á að hamingjuástandið sé tímabundið og því minni farsæld til lengdar. Nema að einstaklingurinn  nái að vera mjög oft og til langs tíma í tíu í hamingju sem hlýtur að vera algjör sæla. Það var ekki nema 1% svarenda við spurningunni sem svöruðu á þá leið að þeir skildu ekki spurninguna.“

Gleðin Skálað fyrir lífinu í íslenskri náttúru.

„Þetta er allt að koma“ 

„Þegar ég hugsa um mína eigin hamingju og þau bjargráð sem ég hef lært þá finnst mér ég búa ekki síst að þeim bjargráðum sem afi minn kenndi mér. Hann var fæddur árið 1920 og ein af hans ráðleggingum var þess lútandi að þegar mér liði illa væri besta ráðið að vera góð við einhvern. Einnig sagði hann oft að það væri ekki til það sem ekki rættist úr og að margir kviðu þeim degi sem aldrei kæmi, það tók mig þó einhverja áratugi að skilja þetta. Hann afi minn var einnig á því að það að ganga væri besta lyfið og ég er ekki frá því að þetta sé allt saman rétt hjá honum. Við finnum þetta á eigin skinni að ef við göngum talsverðan spotta þá fer eitthvað í gang, það er sem hugurinn léttist og maður fær jafnvel nýja sýn og nýjar lausnir. Eins er það með sönginn, við syngjum ekki lengi án þess að brúnin léttist. Ella þurfum við að hætta að syngja vegna harms.

En öllu má nú þó ofgera, allavega fannst ömmu minni það þegar hún var að fara að fæða sitt fyrsta barn og kvaldist af hríðum og afi stakk þá upp á því hvort það væri ekki gráupplagt að rölta hringinn í kringum þorpið. Mér skilst að amma mín hafi lítið hresst við þessa uppástungu. Við afi fórum margar göngur í Fljótshlíðinni og í kringum Hvolsvöll og þar voru málin skeggrædd og gat ég trúað honum fyrir hinum ýmsu raunum og gleðiefnum, hann stappaði í mig stálinu og á sama tíma var  ekkert í umhverfinu sem truflaði samveruna.

„Hún var að fara að fæða sitt fyrsta barn og kvaldist af hríðum og afi stakk þá upp á því hvort það væri ekki gráupplagt að rölta hringinn“

Hún amma mín reyndist mér einnig ráðagóð og ráðlagði mér að leggja mig fram við að trúa því ávallt að eitthvað gott gæti gerst.

Við vinkonurnar leystum oft málin hér á árum áður símleiðis eða í göngutúrum. Við ræddum eitt og annað sem við vorum að takast á við hverju sinni sem gátu verið hin ýmsu lífsverkefni. Samtölin okkar enduðu yfirleitt á því að setningunni „þetta er allt að koma“ var flaggað. Á þeim augnablikum vorum við farnar að hlæja að hver annarri, þó ekki nema vegna eigin ófarnaðar, ólukku og óheppni. Þessi litla gildishlaðna setning var svona áminning til okkar um að þetta væri tímabundið ástand þegar upp var staðið og að nú færi þetta allt að koma hjá okkur. Að ástandið gæti nú varla versnað meira úr þessu.“

Með syni sínum Við viljum vera með þeim sem okkur eru kærastir og mikið er gott að knúsa. Hrefna og sonur hennar Jóhannes.
Með vinkonuHamingja er sannur vinskapur, segir Hrefna.

Það sem núið kennir okkur 

„Nú á tímum Covid-19 höfum við sum hver haft töluvert meiri tíma en áður til þess að líta inn á við og reyna að bera kennsl á okkar eigin tilfinningar og átta okkur á því í leiðinni hvernig okkur líður og hvert við í raun viljum stefna. Þá er gott að hlusta á okkar innri rödd, sem er innsæið sjálft. Á sama tíma erum við nú að finna sterkt hversu mikið við viljum vera nálægt þeim sem okkur eru kærastir og finnum í leiðinni hversu innihaldsríkara líf okkar er vegna allra þeirra sem við erum að deila lífinu með. Við söknum og fáum að hlakka til. Hamingjan er nefnilega ekki það að vera laus við sorgir eða áhyggjur, heldur hvernig við tökumst á við þau örlög sem við fáum í fangið.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár