Kristín Margrét Kristmannsdóttir

Vill tækifæri til að komast aftur inn í samfélagið
Viðtal

Vill tæki­færi til að kom­ast aft­ur inn í sam­fé­lag­ið

Unn­ur Regína Gunn­ars­dótt­ir fékk reglu­lega að heyra að hún væri kvíð­in ung kona á með­an hún barð­ist í fimm ár eft­ir því að fá rétta grein­ingu. Nú er hún greind með sjald­gæf­an sjúk­dóm og sér sjálf um að halda ut­an um með­ferð­ina, þeg­ar hún á eig­in­lega al­veg nóg með að tak­ast á við af­leið­ing­ar veik­ind­anna. Hún þrá­ir að ná bata og kom­ast aft­ur út í sam­fé­lag­ið, fara að vinna og verða að gagni, eins og hún orð­ar það, 27 ára göm­ul kona sem bú­ið er að skil­greina sem ör­yrkja.
„Úr persónulegu helvíti yfir í stórkostleg ævintýri“
Viðtal

„Úr per­sónu­legu hel­víti yf­ir í stór­kost­leg æv­in­týri“

Lista­mað­ur­inn Jakob Veig­ar Sig­urðs­son var kom­inn í gjald­þrot, and­lega og fjár­hags­lega, og allt sem áð­ur skipti máli var far­ið. Hann varð fyr­ir áhrifa­mik­illi reynslu þeg­ar hann rank­aði við sér eft­ir þriggja daga óminnis­ástand, sem varð upp­haf­ið að því að líf hans breytt­ist úr per­sónu­legu hel­víti yf­ir í stór­kost­legt æv­in­týri. Nú ferð­ast hann um heim­inn með pensla á lofti og kær­leik að vopni.
„Þarna missti ég mömmu mína en eignaðist systur“
Viðtal

„Þarna missti ég mömmu mína en eign­að­ist syst­ur“

Ír­is Krist­ins­dótt­ir var ein þekkt­asta söng­kona lands­ins áð­ur en hún hvarf af sjón­ar­svið­inu. Hún seg­ir hér frá því hvernig hún brann út og rat­aði nið­ur­brot­in í fang of­beld­is­manns, glímdi við sár­an missi og upp­lifði óvænta gleði þeg­ar hún fann ást­ina á ný, eign­að­ist tví­bura og tengd­ist syst­ur sinni á dán­ar­beði móð­ur­inn­ar, sem neit­aði að deyja fyrr en fjöl­skyld­an hefði sam­ein­ast.
„Það getur verið hörkufjör í kringum fatlað fólk“
Viðtal

„Það get­ur ver­ið hörku­fjör í kring­um fatl­að fólk“

Dag­ur Steinn Elfu Óm­ars­son tók áskor­un vina sinna og er þessa dag­ana að und­ir­búa af kappi uppistand í Bæj­ar­bíói. Hann fædd­ist með CP og not­ar hjóla­stól til þess að kom­ast um en læt­ur það ekki stoppa sig í að njóta lífs­ins. Hann von­ast til þess að borg­in gyrði í brók svo hann þurfi ekki að dúsa á bið­lista fyr­ir mann­rétt­ind­um.
Frelsaði sig frá fortíðinni
Viðtal

Frels­aði sig frá for­tíð­inni

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Dav­íð Arn­ar Odd­geirs­son var stadd­ur í vinnu­ferð er­lend­is þeg­ar hon­um var byrl­uð ólyfjan og hann mis­not­að­ur kyn­ferð­is­lega. Eft­ir að hann sagði frá of­beld­inu mætti hann þögn, sem varð til þess að hann ræddi ekki aft­ur um of­beld­ið næstu ár­in. Sex ár­um síð­ar ákvað hann að horf­ast í augu við sárs­auk­ann og heila brost­ið hjarta. Síð­an þá hef­ur hann aldrei ver­ið sterk­ari. Hon­um tókst ekki að­eins að öðl­ast frelsi frá for­tíð­inni held­ur finna til­gang með sárs­auk­an­um og umbreyta hon­um í eitt­hvað ótrú­lega gott.
„Ég hef sagt upp reiðinni“
Viðtal

„Ég hef sagt upp reið­inni“

Í sex ár kvald­ist Kol­brún Ósk­ars­dótt­ir vegna mistaka sem gerð voru í að­gerð sem hún gekkst und­ir. Sárs­auk­inn var svo mik­ill að hún gerði tvær til­raun­ir til að binda enda á líf sitt. Hún fann sína lífs­björg á Kleppi og gekkst svo und­ir vel heppn­aða stofn­frumu­með­ferð í Banda­ríkj­un­um. Nú horf­ir hún björt­um aug­um til fram­tíð­ar, þótt bar­átt­an fyr­ir bættri heilsu sé rétt að byrja.
Eldar hollan mat sem börnin elska
Uppskrift

Eld­ar holl­an mat sem börn­in elska

Heil­næm­ar og holl­ar mat­ar­venj­ur barna standa nærri hjarta Magneu Guðnýj­ar Fer­d­in­ands­dótt­ur, sem fyr­ir fjór­tán ár­um fann ástríðu sinni far­veg í starfi þeg­ar hún réð sig sem mat­ráð á Leik­skól­an­um Reyn­is­holti. Þar töfr­ar hún fram hina ýmsu græn­met­is­rétti og hreina fæðu sem falla vel í kram­ið hjá börn­un­um. Hún hef­ur helg­að sig nær­ingu ungra barna og seg­ir aldrei of seint að breyta mat­ar­venj­um barna til góðs.
Aldrei of seint að láta draumana rætast
Viðtal

Aldrei of seint að láta draum­ana ræt­ast

Guð­rún Ís­leifs­dótt­ir lagði allt í söl­urn­ar er hún lét gaml­an draum ræt­ast þeg­ar hún lauk stúd­ents­prófi átta­tíu og eins árs göm­ul að aldri. En hún hætti ekki þar, því nú á tí­ræðis­aldri hafa kom­ið út eft­ir hana tvær bæk­ur. Hún legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að vera fylg­in sjálfri sér og finna draum­um sín­um far­veg á öll­um þeim lífs­ins ár­um sem okk­ur eru gef­in.
Mætir skilningsleysi á mikilvægi barnabókmennta
Viðtal

Mæt­ir skiln­ings­leysi á mik­il­vægi barna­bók­mennta

„Að verða fað­ir hef­ur gert hjart­að mitt stærra,“ seg­ir Æv­ar Þór Bene­dikts­son, sem varð ný­lega fað­ir í fyrsta sinn og skrif­ar á með­an son­ur­inn sef­ur. Barna­menn­ing hef­ur ver­ið hon­um hug­leik­in síð­ustu ár og hann er óhrædd­ur við að sækja tæki­fær­in, en seg­ir þetta van­metna grein. Ný­lega var hann til­nefnd­ur til menn­ing­ar­verð­launa Astri­dar Lind­gren.
Flestir lifa af barnsmissi en enginn verður samur
Lífið

Flest­ir lifa af barn­smissi en eng­inn verð­ur sam­ur

Einn dag­inn var Hild­ur Óla­dótt­ir á leið út úr dyr­un­um þeg­ar hún fann að eitt­hvað var að, það var sem hún væri með kveikju­þráð innra með sér sem sí­fellt stytt­ist í þar til hún sprakk, brotn­aði nið­ur og há­grét. Lang­an tíma tók að greina hana með kuln­un sem má rekja til röð áfalla og streitu, en eft­ir barn­smissi varð líf­ið aldrei samt. Hún fann sig á ný með því að gera upp hús í gamla þorp­inu sínu á Kópa­skeri þar sem hún hyggst reka ferða­þjón­ustu, með heit­um pott­um, sjó­böð­um og litl­um bát í höfn­inni.

Mest lesið undanfarið ár