Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Það getur verið hörkufjör í kringum fatlað fólk“

Dag­ur Steinn Elfu Óm­ars­son tók áskor­un vina sinna og er þessa dag­ana að und­ir­búa af kappi uppistand í Bæj­ar­bíói. Hann fædd­ist með CP og not­ar hjóla­stól til þess að kom­ast um en læt­ur það ekki stoppa sig í að njóta lífs­ins. Hann von­ast til þess að borg­in gyrði í brók svo hann þurfi ekki að dúsa á bið­lista fyr­ir mann­rétt­ind­um.

„Það getur verið hörkufjör í kringum fatlað fólk“

„Uppistandið mitt er kannski ekki hefðbundið að því leyti til að ég kem ekki til með að standa á sviðinu, það væri reyndar algjört kraftaverk ef það gerðist, svona ef út í það er farið,“ segir Dagur Steinn Elfu Ómarsson, sem fæddist með cp hreyfihömlun og er í hjólastól. „Daginn eftir uppistandið mitt mun Sóli Hólm svo stíga á svið með sitt uppistand, þannig eigum við ekki bara að segja að ég sé að fara að hita upp fyrir hann, en ég er samt minna í eftirhermum.“

Út af með dómarann 

Uppistandið heitir einfaldlega „Út af með dómarann“ og er eiginlega vísun í það að hann getur orðið alveg brjálaður á íþróttaleikjum og látið dómarana heyra það allhressilega, „oftast óverðskuldað auðvitað,“ segir Dagur Steinn og hlær. „Hin pælingin með nafninu er sú að við höfum öll gott af því að hvíla dómarann sem býr innra með okkur, þessum sem raðar fólki oft ósjálfrátt í einhverja flokka. Því það getur til dæmis bara alveg verið hörkufjör í kringum fatlað fólk get ég sagt ykkur, og af hverju ætti það ekki að vera þannig? Í þessa einu kvöldstund ætlum við að hvíla dómarann og henda í geggjað fjör.“

„Við höfum öll gott af því að hvíla dómarann sem býr innra með okkur“

Uppistandið verður samansuða af því sem honum þykir skemmtilegt og því sem hann hefur brallað í lífinu. „Það er nefnilega ansi margt, þrátt fyrir að ég sé ungur og í hjólastól. Þetta verður hressandi og gott pepp sem örugglega margir hafa gaman af og geta svo tekið með sér gleðina áfram út í kvöldið. Það verða auðvitað fullt af vinum og kunningjum í húsinu en þetta er líka alveg eins fyrir þá sem þekkja mig minna eða hreinlega ekki neitt.“

Það eru auðvitað allir velkomnir á uppistandið mitt, en United-menn, Framarar, ÍR-ingar og Fjölnismenn eru auðvitað sérstaklega velkomnir. Ég mun horfa í gegnum fingur mér með fáeina Poolara, en þeir mega eiga von á því að fá á baukinn,“ segir hann og skellir upp úr. Aðspurður um ástæðu þess að hann hafi ákveðið að stíga á svið með uppistand, segir hann það til komið vegna áskorunar. „Margir vina minna höfðu ekki séð fyrirlestrana sem ég hef haldið í gegnum tíðina og hvöttu mig áfram til þess að vera með uppistand og safna saman bestu sögunum og öllu ruglinu. Þannig að ég ákvað bara að slá til og heyrði í snillingunum í Bæjarbíói sem leist svo frábærlega á þetta brölt í mér.“

Dansaði fram á nótt 

Áður  hefur Dagur Steinn verið að halda fyrirlestra um stöðu sína. Aðdragandinn að því var að móðir hans var beðin um að halda erindi á ráðstefnu fyrir nokkrum árum síðan, þar sem fjalla átti um menntamál. „Mamma stakk svo bara upp á því hvort ég myndi ekki bara taka að mér þennan fyrirlestur, þar sem ég hafði búið í Danmörku og hafði reynslu af mismunandi skólakerfum. Það er alltaf svo mikið af mömmum á svona fundum svo ég ákvað að plata pabba gamla með mér og við vorum saman feðgarnir með fyrsta fyrirlesturinn. Hann heppnaðist það vel að fólk var komandi til mín að honum loknum, segjandi að þetta hafi verið meira eins og uppistand, en ég tek það fram að það var samt algörlega óvart. Þarna var ég bara að segja fólkinu hvað lífið sé skemmtilegt og að það sé eiginlega alltaf hægt að kjósa að líta á björtu hliðarnar og hafa gaman af því.“

„Ég fékk mér nokkra ískalda og dansaði svo fram eftir nóttu með einhverjum amerískum guggum“

Eftir það hefur hann haldið nokkra fyrirlestra í svipuðum dúr, meira að segja einn sem haldinn var á ensku, á ráðstefnu sem haldin var á Hilton Hótel. „Það besta við þann viðburð var samt auðvitað gala-kvöldið í Perlunni þar sem ég fékk mér nokkra ískalda og dansaði svo fram eftir nóttu með einhverjum amerískum guggum.“

Samansafn af snillingum 

Sem stendur er hann ekki farinn að huga að fleiri uppistöndum, svo hann hvetur fólk til þess að rjúka af stað og tryggja sér miða í Bæjarbíó þann 13. nóvember. Stefnan er auðvitað að fylla húsið og miðasalan hefur farið hörkuvel af stað og aðeins fáir miðar eftir.  „Meðal gesta verður stórt stuðningsmannagengi frá sumarbúðunum í Reykjadal, þannig að ég geri ráð fyrir frábærum sal og miklu fjöri. Ég er nefnilega svo heppinn að eiga stóran hóp af vinum og stuðningsfólki allt í kringum mig, sem er reyndar samansafn af snillingum, sem gera allt betra. Eins ætla strákarnir í meistaraflokki í Fram í handboltanum að fjölmenna á uppistandið.

Til að krydda viðburðinn enn frekar mun ég frumflytja á uppistandinu glænýtt stuðningsmannalag fyrir landsliðið í fótbolta sem ég er að klára með nokkrum snillingum sem kunna aldeilis að rappa og búa til beat. Landsliðið er einmitt að spila við Tyrkland daginn eftir uppistandið þannig að ég verð svo að koma laginu út til strákanna.“

Spennandi tímar fram undan

Aðspurður hvað sé fram undan segist Dagur Steinn reyna að horfa passlega langt fram í tímann. „Ég held að það sé skynsamlegast. Það næsta stóra hjá mér er þó tvítugsafmælið mitt í desember, en þá er stefnan tekin á flöskuborð á B5.“

Boltaíþróttirnar eiga annars hug og hjarta Dags Steins sem hvetur sína menn, bæði hér heima og þvert yfir lönd og höf þegar þannig ber undir. „Svo er auðvitað EM í handbolta í janúar og ég ætla að kíkja þangað. Ekki má gleyma snillingunum okkar í fótboltanum. Við höfum auðvitað fulla trú á þeim og það yrði nú alveg frábært að komast inn á EM næsta sumar, ég bara veit að þeir eiga svo eftir að klára þetta. Mér þykir nefnilega langskemmtilegast að elta landsliðin okkar, það toppar það nákvæmlega ekki neitt. En ég fór á EM í fótbolta og sá Ísland vinna bæði Austurríki og England, það var ansi eftirminnilegt. Eins sá ég leikinn við Nígeríu í Volgograd á HM og kíkti auðvitað á stelpurnar á EM í Hollandi. Þá fór ég líka til Þýskalands að sjá handboltastrákana okkar og mun auðvitað ekki láta mig vanta á næsta mót hjá þeim í Svíþjóð.“ 

Annars er hann að reyna að komast inn í NPA-prógrammið hjá Reykjavíkurborg, sem gerir fólki kleift að ráða því sjálft hvar það býr, með hverjum og móta sinn eigin lífsstíl. Þeir sem fá notendamiðaða persónulega aðstoð geta þannig stýrt því sjálfir hvernig aðstoðin er skipulögð, við hvað þeir fá aðstoð, hvar, hvenær og hver veitir hana. „Reykjavíkurborg mætti að mínu mati mætti fara að gyrða í brók og græja NPA bæði fyrir mig og fleira fólk í minni stöðu svo hægt sé að lifa sjálfstæðu og skemmtilegu lífi. Vonandi tekst það fyrr en seinna. Annars ætla ég bara að njóta lífsins áfram, mæta á leiki, elta landsliðið okkar og halda áfram að rífa kjaft.“

Eitthvað að lokum? „Jú jú, í sturtu með dómarann! og áfram Man United!“


Uppistandið „Út af með dómarann“ verður í Bæjarbíói þann 13. nóvember. Miðasala á viðburðinn fer fram á midi.is.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
8
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár